Vikan


Vikan - 31.01.1985, Side 38

Vikan - 31.01.1985, Side 38
Litið í lófa Lófalestur er vinsæll hér á landi sem annars staðar og Vikan hefur af og til birt einfaldar leiðbeiningar í lófalestri, einkum fyrir þá sem eru forvitnir um ástamálin og vilja vita hvað línurnar í lófunum segja um þau. Að þessu sinni verður litið á alla höndina, línur, fjöll og lögun handarinnar, og skýrð út nokkur grundvallaratriði lófalesturs á einfaldan hátt sem engum ætti að vera ofviða. Til að fá nákvæman lófalestur verður auðvitað að fara til þeirra sem lagt hafa hann fyrir sig en það er alltaf gaman að líta aðeins á um hvað er að ræða. Oft er spurt í hvorn lófann eigi að lesa en svarið er: Það á að lesa í þá báða. í vinstri hendinni er upplagið, hæfileikarnir sem maður er fæddur með, í þeirri hægri það sem maður gerir úr þeim. Hjá örvhentum er þetta þó öfugt. Tunglfjallið Þykkt og þétt tunglfjall bendir til þess að listrænir hæfileikar séu vel þroskaðir, sömuleiðis innsæið. Ef það er sérlega þykkt er manneskjan sem það hefur óvenju ástríðufull. Ef það er þunnt er lík- legt að skynsemin hafi yfirhöndina hjá við- komandi. Þá sem eru ekki með neitt tungl- fjall skortir hugmyndaflug. Hjartalínan Hjartalína, sem endar á milli vísi- fingurs og löngutangar, bendir til þess að eigandinn sé mjög tilfinninganæmur og hjartahlýr. Kaldlyndar manneskjur eru með stutta hjartalínu eða dauft markaða. Því loðnari sem hjartalínan er þeim mun flóknari eru ástamálin. Hjónabandslínan Yst á hendinni, ofan við hjartalínu, neðan við litla- fingur, eru línur, hver þeirra merkir eitt alvarlegt ásta- samband sem gæti endað í hjónabandi en gerir það alls ekki alltaf. Apollo-fingurinn Því lengri og fallegri sem Apollo-fingurinn er (baugfingur) þeim mun beturvegnar eigandanum í listum og öðru slíku. Ef hann er styttri en vísifingur getur verið að mannleg samskipti séu nokkuð strið eða stembin. Ef hann er álíka langur og langa- töng bendir þaðtil leikaraskapar Ef baugfingur og vísifingur eru jafnlangir bendir það til jafn- vægis á milli áhuga eigandans á öðrum og sjálfum sér. Venusarfjallið Þeir sem eru með þykk Venusarfjall eru hjartahlýir, rólegir, munúðarfullir fegurðardýrkendur. Ef það er mjög stórt er munúðin mjög mikil. Þeir sem hafa óþroskað Venusarfjall eru fremur kaldlyndir. Þumallinn Þeir sem hafa stóran þumal líta oft mjög stórt á sig. Þarna er stjórnsemin og driftin sýnd. Lítill þumall fylgir fólki sem hefur lítinn myndugleik til að bera. Satúrnusar-fingurinn Skylduræknin er í Satúrnusar-fingrinum (löngutöng). Ef hann er langur bendir það til þess að lífið sé mjög fastmótað af öðrum, sé hann óvenju stuttur vantar eitthvað upp á einbeitinguna. Júpíters-fingurinn Júpíters-fingurinn (vísifingur) er fingur skyn- semi og sjálfsmats. Ef hann er langur og sterk- legur er það vfirleitt talið alveg ákjósanlegt. Ef hann er óvenju breiður bendir það til mikillar efnishyggju.Ef hann er styttri en baugfingur getur verið að viðkomandi sé nokkuð sjálfsvorkunnsamur.) Merkúr-fingurinn Litlifingurinn segir til um sambandið við umheiminn. Því stærri og betur lag- aður sem hann er þeim mun betur mun eigandanum vegna í mannlegum sam- skiptum. Of langur litlifingur bendir yfirleitt til þess að sá sem hann hefur hafi áhuga á öðru fólki. Sólarlínan Þessi lína sýnir listahæfileika betur en nokkuð annað. Hún er stundum ekki til staðar. Samhliða henni verður að líta á örlagalínuna til að sjá hvort mönnum verður eitthvað úr hæfi- leikunum. Höfuðlínan Andlegur kraftur birtist í höfuðlínunni, gáfur og áhugi á andlega sviðinu. Ef hún endar tvo fingur frá handarjaðrinum vantar eitthvað upp á andlega snerpu og úthald. Ef húnnær yfir höndina bendir það til gáfna. Þá fylgir henni kraftur og skýr hugsun. Örlagalínan Glæpamenn eru sjaldan með örlagalínu. Í henni sést sjálfsagi og dómgreind. Því stærri og betur mörkuð sem hún er þeim mun meira af þessum eiginleikum. Þeir sem vita ekki hvað þeir vilja eru með stutta örlagalínu. Drift fylgir þeim sem eru með örlagalínu samsíða líflínunni á lögum kafla. Líflínan Því þetur sem líflín- an sveigir inn í lófann þeim mun meiri lífs- þróttur er í eigandan- um. Veikt mörkuð og brotin líflína bendir hins vegar við veik- geðja persónuleika. Þar sem líflínan er tvöföld er lífsþrótturinn einnig tvöfaldur. 38 Vikan 5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.