Vikan


Vikan - 31.01.1985, Síða 39

Vikan - 31.01.1985, Síða 39
Lögun handarinnar Hún er breiöust um lófann en fingurnir nettir. Fólk meö svona hendur er starf- samt og úrræöagott en leitar mjög eftir öryggi. Þaö kann best við sig í vinahópi eða með fjölskyldunni. Þaö á oft í erfiöleikum með aö finna sér staö i tilverunni, meö eigin áhugamál og ákvarðanir, þvi þaö miðar allt viö fólkiö i kringum sig. Þessi hönd ertalin kvenleg. Köntuð hönd Þessa hönd mætti kalla næstum fer- kantaða. Þeir sem hafa hendur af þessari gerö eru yfirleitt fremur íhaldssamir og vilja hafa allt i röö og reglu. Þeir taka öryggi fram yfir stundaránægju og áhættu. Þeir eiga létt meö að líta hlutlægt á málin og fordómalaust. Þeir eru mjög duglegir. Þessi hönd ertalin karlmannleg. Raunsæi eða hugsjónir? Það sést á fingralengdinni Ef fingurnir eru lengri en lófinn Maður dæmir fingralengd eftir löngutöng. Sé hún lengri en lófinn (mældur í beinu framhaldi af löngutöng) bendir það til þess aö störfin sem viökomandi velur séu á andlega sviðinu. Því lengri fingur þeim mun andlegri áhugamál. „Fingralangar" hendurbenda oft til listrænna hæfileika sem ekki nýtast alltaf sem skyldi því fólki með þessa gerð handa hættir viö aö elta tálsýnir. Ef lófinn er lengri en fingurnir Ef lófinn er lengri en fingurnir (mælt frá löngutöng niöur aö úlnlið) má gera ráð fyrir að eigandi handarinnar sé raun- sær að eðlisfari. Hann elskar að fram- kvæma og hugsa. Efnishyggjumaður og hefur áhuga á viöskiptum. Hann á létt meö að koma sér fljótt úr þeim erfiöleik- um er að kunna aö steðja í lífinu. Hins vegar er honum lítt aö skapi aö kjást við heimspekileg viöfangsefni. Þaö sem næst honum stendur er honum langkær- ast. Lögun naglanna segir til um skapgerðina Egglaga neglur Þær eru breiöastar viö naglaböndin. Þær benda til listrænna hæfileika, ástar á fögrum hlutum og mikillar þarfar fyrir samræmi I tilverunni. Skapgerð fólks meö svona neglur er ástúöleg og ástleitin og það sækir í aö komast i hjónaband. Svona neglur finnast bæði hjá þeim sem eru mjög starfsamir og óvirkir i samfélag- inu. Kantaðar neglur Þaö er sama hvort kantaöar neglur mynda rétthyrning eöa ferning, skap- geröin sem þær túlka er: skynsemi, jákvætt hugarfar og jarðbundinn hugsunarháttur. Stundum þykir fólkið með þessa naglagerö svifaseint og jafn- vel talsvert formfast. Það leggur mikla áherslu á að fara samningaleiöina í öllum málum. Ef kantaðar neglur eru á odd- mjórri hendi má gera ráð fyrir aö raunsæ- iö sé hugsjónum yfirsterkara þó fólkiö beri merki beggja eölisþátta. Oddmjó hönd Grannir fingur og rennilegir heyra þessari handargerð til. Þeir sem hafa svona hendur hafa meiri áhuga á tilfinn- ingum en skynsemi. Þeir hafa unun af að takast á viö vandamál lífsins. Andleg iökan og fagurfræöileg málefni og listir eru eftirlæti þeirra og svala feguröar- þránni sem þeim er i blóö borin best. Störf allt frá myndlist til snyrtifræða henta þeim. Þetta er sígild hönd hins við- kvæma listamanns. Ef lófi og langatöng eru álíka löng Þessi gerö af lófa bendir til ákjósan- legrar blöndu af hugsjónaeldi og raun- sæi. Þeir sem eru með svona hönd gefa innsæi sínu yfirleitt gaum án þess aö láta þaö leiða sig i gönur. Þeir eiga sitt hugar- flug óbrenglaö en láta skynsemina ekki missa tökin á sér. Þeir hafa áhuga á skyn- samlegum rökræöum af og til og halda fullu jarösambandi. Þríhyrndar neglur Þetta eru neglur sem breikka upp aö fingurgómunum. Þeir sem eru með svona neglur eru óvenju starfsamir eða ætti maöur kannski að segja lúsiðnir. Þeir eru hagsýnir, hafa viöskiptavit og vilja hafa fast land undir fótum I öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir ná oft itökum í því sem þeir hafa áhuga á. Þeir hafa leiö- togahæfileika og sætta sig sjaldnast viö annað en aö komast að kjarna málsins í öllum efnum. 5. tbl. Vtkan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.