Vikan


Vikan - 31.01.1985, Síða 54

Vikan - 31.01.1985, Síða 54
Barna— Vikan Þegar Palli og Óli ætluðu að sofa í tjaldi Dyrabjöllunni var hringt og mamma hans Palla fór til dyra. Úti á stéttinni stóö Öli. „Er Palli heima?” sagöi hann og var greinilega æstur. „Já, bíddu aöeins,” sagöi mamma og fór inn til aö ná í Palla. „Heyrðu,” sagði Öli um leið og Palli birtist, „eigum viö aö sofa í tjaldi í nótt? Ég má þaö alveg og viö getum haft nesti og vasaljós og. . . ” Óla lá mikið á aö segja frá áætlunum sínum. Hann hafði fengiö aö taka upp gamla tjaldið í kjallarageymsl- unni þegar pabbi hans var að gera hreint um morguninn. Þaö var laugardagur og ágætt vorveður og pabbi hans hafði sagt að þaö væri al- veg hægt að sofa í tjaldi núna. Þegar Palli og Óli höfðu rætt mál- iö dágóða stund fór Palli til mömmu sinnar til að fá leyfi til útilegunnar. Auðvitað var þetta voðalega spenn- andi en honum leið eitthvað svo skringilega í maganum út af þessu og hann vonaði pínulítið að mamma bannaði honum að taka þátt í ævin- týrinu. Þeir ætluðu alls ekki að fara langt í þessa útilegu, bara út í garð- inn hjá Palla. Það var nefnilega betra að vera í garðinum hjá Palla því í garðinum hjá Óla var fullt af alls kyns steinum og skrautlegum blómabeðum. „Jú, jú, Palli minn,” sagði mamma, „þetta ætti að geta orðið skemmtilegt hjá ykkur. Þið verðið bara að klæða ykkur vel svo ykkur verðiekki kalt.” Jæja, hugsaði Palli með sér, það er of seint að hætta viö allt núna. Óli myndi kalla hann skræfu og segja hinum krökkunum í hverfinu að hann þyrði ekki að sofa í tjaldi. Hann fór því af stað með óla til að undir- búa kvöldið og nóttina. Óli hafði sagt aö þeir skyldu borða kvöldmat í tjaldinu og taka svo nóg af teikni- myndablöðum með sér til að skoða um kvöldið áður en þeir færu að sofa. Nú var klukkan hálffimm og eins gott að hafa allt tilbúið um kvöldmatarleytið. Það tók töluverðan tíma að koma tjaldinu upp og Palli og Óli voru næstum orðnir óvinir um tíma vegna þess að þeir kenndu stöðugt hvor öðrum um hversu illa verkið gekk. Að lokum stóð þó tjaldið tilbúið í garðinum og strákarnir fóru inn til mömmu Palla til að sækja vind- sængur, svefnpoka og teppi sem hún hafði sótt niður í kjallara. Þá var aðeins eftir að koma nestinu og teiknimyndasögunum fyrir. Mamma óla hafði smurt nokkrar samlokur og pabbi óla, sem hafði frétt af mál- inu, kom heim úr vinnunni með hvorki meira né minna en fjórar gos- flöskur. Tvær áttu að vera með kvöldmatnum — eða samlokunum — en hinar áttu þeir að hafa til að drekka með súkkulaðikexi sem mamma Palla lagði til. Svo fengu þeir líka plastbox með tveimur jógúrtdollum og kókómjólk, en það átti að vera morgunverðurinn þeirra. Já, og mamma Palla kom líka með tvö epli út til þeirra. Þá var ekki annað eftir en að bjóöa öllum góða nótt. Bæði foreldr- ar Óla og Palla litu inn í tjaldið til þeirra. I fyrstu leið Palla vel. Þetta var bara skemmtilegt eftir allt 54 Vikan 5. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.