Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 12
Amadou.
„AMBASSADEUR
D'ART"
Nína Gautadóttir er vel þekkt nafn á íslandi og víðar í heiminum þar sem
hún er einn af sendiherrum okkar í listum. Hún sýndi nýlega nokkur verka
sinna í París og kom heimildarmaður Vikunnar þar við er hann vissi að hana
væri þar að finna. Honum var vel tekið að íslenskum sið en Nína var afar miður
sín yfir því að kaff. . ., nei, kampavínið væri uppurið, en bætti „skaðann" á
nærliggjandi kaffihúsi.
Eftir glæsilegan námsferil Nínu í París tók við líf listamanns, eiginkonu og
móður, en Nína er gift frönskum byggingarverkfræðingi, Antoine Mercier að
nafni, og eiga þau tvö börn, Laurent Smára, þriggja og hálfs árs, og Ástu, fimm
ára.
Agades.
NÍNAOG NÍGER
Nína Gautadóttir er leitandi
listamaður sem einskorðar túlkun
sína ekki við eitt listform. Eftir
góðan árangur í myndvefnaði hóf
hún að vinna myndir í leður. Það