Vikan


Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 7

Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 7
Lengst til vinstri og lengst til hægri eru burknar. (Nephrolepis). Burkninn hefur verið mikil tisku- planta um nokkurt árabil. Grósku- mikill burkni er augnayndi og mikil stofuprýði. Burkninn þarf góða birtu en þolir ekki sólskin. Moldin þarf alltaf að vera rök en gæta þarf þess þó vel að ofvökva ekki. Mjög gott er að dýfa pottin- um á kaf í stofuheitt vatn og láta pottinn vera þar uns allar loftbólur eru hættar að stíga upp, eða um 10 mínútur. Burknann þarf að úða með vatni tvisvar til þrisvar i viku eftir hita- og rakastiginu i herberg- inu. Klippið dauð blöð jafnóðum í burtu til að flýta fyrir nýjum vexti. Fleygið burknanum ekki þótt hann virðist dauður. Klippið hann alveg niður. Dýfið pottinum á kaf i vatn eins og áður var lýst og setjið pottinn þvi næst á bjartan stað. Eftir nokkurn tima ættu ný blöð að fara að gægjast upp úr mold- inni. Burkninn er tilvalin planta í baðherbergi. Næst til vinstri er dvergpálmi (Chamaedorea). Hann þarf að standa á sæmilega björtum stað en ekki í sólskini. Vökvið vel að sumri en lítið að vetri. Úðið pálmann oft og strjúkið yfir blöðin með rökum klút, jafnt að sumri sem vetri. Dvergpálminn verður sjaldnast hærri en 75 cm til 1 m. Hangandi vinstra megin er veðhlauparinn (Chlorophyt- um), skemmtileg planta og auðveld viðfangs. Hún þolir góða birtu en ekki sólskin. Moldin þarf ávallt að vera rök. Blöðin eru viðkvæm fyrir hnjaski. Fjölgun er auðveld. Klippið „börnin'' sem myndast og setjið þau i vatn þar til þau hafa fengið rætur. Hangandi vinstra megin er mánagull (Scindapsus). Blöðin eru græn með gulleitum yrjum eða dröfnum. Plantan þarf sæmilega birtu, ekki sólskin, en of lítil birta gerir hana alveg græna. Það þarf að vökva hana hóflega á sumrin en minna á veturna. Hún hefur gott af vatnsúðun öðru hverju, einkum ef þurrt og heitt er i herberginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.