Vikan


Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 19
 hann farinn. Nú var hann kominn þarna aftur. Hann hélt hliðinu opnu fyrir okkur. „Þakka þér fyrir,” sagöi ég. Hann svaraði ekki en hraðaði sér á undan okkur. Þegar Jess fór í ruggubátinn elti hann hana en var alltaf nokkrum skrefum á eftir. Hann var horaðasta bam sem ég hafði nokkru sinni séö. Hann var svo flatur og kantaður að hann leit út eins og dúkkulísa. 1 stutt- um, snjáðum buxunum voru fót- leggirnir ekkert nema beinin og hnúðóttir hnjákollamir. lllnliðir og ökklar voru ekki sverari en á Jessicu þó hann væri töluvert eldri. Andlitið var eitt þessara fallegu hversdagslegu andlita sem eru á bömum — þegar eitt í andlitinu virðist hafa vaxið á undan öðru. Nefið var lítið, augun svört og allt of stór. Dökkt hárið var líflaust og mjög þunnt. Það minnti á hár ný- fædds barns og það flaksaðist um ennið á honum þegar hann hljóp um án þess að líta nokkum tíma af Jess. Jess geymdi sér alltaf rólumar þar til síðast. Áður en hún fór að róla fengum við okkur oftast eitt- hvað í gogginn. Bamið kom í humáttina á eftir okkur. Ég bauð honum kex. Hann hikaði fyrst en hristi loks höfuðið og hljóp í burtu. „Hver er hann?” spurði Jess. „Égveitþaöekki.” „Kannski er hann vinur minn. Hann er eins og dúkkustrákur.” Um kvöldið sagði Jess föður sínum frá vini sínum og daginn eftir var ljóst að hún bjóst við að sjá hann aftur. „Hann verður ef til vill ekki þar í dag,” sagði ég og reyndi að vara hana við á leiðinni í garðinn. „Hann verður þar. Ég veit það. Ég finn það í beinunum í mér,” sagði hún til þess að koma mér til aðhlæja. Hann beið eftir okkur við fram- hliðið. Hann hlýtur að hafa séð okkur ganga þar út daginn áöur. Hann virtist ekki eins óttasleginn. Þegar Jess bauð góðan daginn brosti hann. Hann svipti upp hliö- inu þegar við fórum í gegn. Við hinkruðum eftir honum og eftir litla stund kom hann til okkar. „Hvað heitir þú?” spurði ég. Svar hans var svo lágt að ég varð að beygja mig niður til þess að heyra það. „Hún heitir Jess, þú ert mamman og ég heiti Patrick.” Patrick hélt sig með Jess þenn- an dag. Þegar ég ýtti Jess í ról- unni stóð hann nógu langt í burtu til þess aö verða ekki fyrir og gretti sig og geiflaði til þess að skemmta henni. Hún veltist um af hlátri. Þegar við vorum að tygja okkur heim sló hann létt á hand- legginn á mér og benti mér á mjög háa rennibraut. Neðst við stigann stóð skilti: aðeins fyrir tíu ára og eldri. Patrick gekk hægt upp stig- ann og veifaöi til Jessicu þegar hann var kominn upp. Síöan renndi hann sér niður eins og ekk- ert væri. Við klöppuðum. Hann gekk með okkur að hlið- inu. „Ég varð tíu ára í mars,” sagöi hann til skýringar. Þegar við litum til baka var hann að sveifla sér á hliðgrindinni eins og hann hefði ekkert annað að gera. Á hverjum degi fundum við Patrick þar sem við höfðum skiliö við hann. Dagamir urðu hlýrri og letilegri og við fórum að hring- tjöminni til þess að gefa öndun- um. Við fórum aö taka með okkur hádegismatinn. I fyrstu kom ég með samlokur handa Patrick en eftir tvo daga kom hann sjálfur með bréfpoka. Áður en hann borð- aði sýndi hann mér samloku með þykkri ostsneið og appelsínu. „Mamma veit að mér þykja svo góðar appelsínur,” sagði hann feimnislega. Við vissum ekkert um fjöl- skyldu hans annað en það að þar var mamma, pabbi og nokkuð mörg böm. Ef við Jess spurðum hvað systkini hans hétu mddi hann út úr sér sinni rununni í hvert sinn. Þegar ég spurði hann hvar hann ætti heima sneri hann sér við og benti í áttina að Bays- water Road en nefndi ekkert götu- nafn. Veðrið var alltaf jafndásam- legt. Stundum vorum við í garðin- um eftir hádegi. Ef Jess syfjaði sofnaði hún á teppi meðan ég las. Patrick fór þá í gönguferð og kom alltaf aftur um leið og Jess vakn- aði. Þá fóru þau í boltaleiki inn á milli trjánna eða léku sér að marmarakúlum á sléttu grasinu. Patrick var góður í leikjum. Ég geymdi fyrir hann marmara- kúlumar á hverjum morgni þegar hann var á leikvellinum. Þegar hann rétti mér þær hafði ég það á tilfinningunni að hann væri að fela líf sitt í hendur mér. Stundum sátu bömin tvö undir tré og töluðu hljóðlega saman. Þau voru býsna ásjáleg, drengur- inn grannur og einlægur á svipinn og litla stúlkan með dökka, hrokkna hárið sem drakk í sig hvert orð af vörum hans. Þó ég tæki alltaf eftir fastagest- unum í garðinum skipti það ekki lengur eins miklu máli að þeir virtu okkur ekki viðlits. Jessica átti vin og ég var farin að slaka á. Þetta voru góðir dagar. Patrick hafði látbragðshæfi- leika. Honum þótti óskaplega gaman að herma eftir æstri móður lítils drengs sem var kallaður Andrew og var alltaf týndur eða gamla karlinum sem kom til okk- ar um hádegisbilið, borðaði nestið sitt hjá okkur, breiddi The Times síðan yfir andlitið á sér og hraut í tvo klukkutíma. Þegar Patrick var að herma eftir einhverjum hvarf af honum varfæmin sem annars einkenndi alla hegðun hans. „Þú verður leikari, Patrick,” sagði ég einu sinni við hann. Hann roðnaöi. Dag einn veitti ég því eftirtekt að Patrick var elsta bamið í garð- inum á morgnana. Ég spurði hann af hverju hann væri ekki í skóla. „Ég hef verið veikur og ég fer aftur í skólann í haust,” sagði hann, „eftir sumarfríið.” Þarna virtist komin skýringin á því hve hann var grannur og ég féllst á hana. Síðdegis dag nokkum spuröi Jess hvort við gætum ekki farið öll saman í sælgætisverslun. Ég tók eftir því að Patrick gekk hægt og treglega. Við vorum þreytt. Þetta hafði verið heitur dagur. Fyrir framan sölutuminn leiddi ég bæði bömin. Þetta var í fyrsta skipti sem Patrick tók í höndina á mér og það gladdi mig. Skyndilega heyrði ég hörkulega rödd. „Svona, út með þig. Þú hefur ekkert aö gera hér!” Ég skipti mér ekkert af þessu þar til ég fann að einhver sló á öxlina á mér. Maður með hvíta, skítuga svuntu stóð við hliðina á okkur. „Átt þú þennan?” sagði hann og yppti síðan öxlum. „Nei, þú átt hannekki.” , ,Hann er vinur okkar. ’ ’ „Hann er ávaxtaþjófur.” Hann beygði sig niður eins og til aö slá Patrick á eyrað. Drengurinn beygði sig undan og karlinn kjag- aði inn til grænmetissalans við hliðina. „Ég var snögg að borga fyrir sælgætið sem Patrick og Jess höfðu valið sér. Þegar við vorum komin nokkuð áleiðis að garðinum sneri ég mér aö Patrick. „Tókst þú ávextina hans?” „Nei,” sagði hann. „Einu sinni átti ég smápening og ætlaði að kaupa mér appelsínu en þá hélt hann að ég hefði tekið eina.” Bamið var ekki að skrökva. Eftir þetta héldum við okkur í garðinum. Bráðlega fylltist leik- völlurinn og allur garðurinn. Það var komið sumarfrí í skólunum. Ég hélt áfram þeim leik mínum að brosa til þeirra ensku kvenna sem mér leist á og stundum fékk ég bros á móti og stöku sinnum orð og orð. Ein kona sagði: „Hvemig er súper Ameríka?” Ég vildi að við skiptumst á nöfnum og heimilis- föngum, en það kom ekkert út úr því. Þegar sumarfríinu var um það bil að ljúka átti að vera brúðuleik- sýning á leikvellinum. Þann dag kom Patrick spariklæddur á leik- völlinn. Hann og við Jess fengum sæti á fremsta bekk. Kona og son- ur hennar settust við hliðina á okk- ur. Hún brosti. „Stór dagur,” sagði hún. „Já,” sagði ég og sneri mér að bömunum, „finnst ykkur þaö ekki?” „Áttþúþau bæði?” „Nei, bara Jessicu. Þetta er Patrick.” „Og hver er Patrick?” „Vinur okkar. Við hittum hann næstum því á hverjum degi hér í garðinum.” , ,Hvar á hann heima ? ’ ’ „Ég veit það ekki,” sagði ég. Eins og til að hjálpa mér beygði hún sig fram og spurði Patrick: „I hvaðaskóla ertu?” Hann svaraði ekki. „Hann hefur ekkert verið í skóla um tíma,” sagði ég. „Hann hefur veriðveikur.” „Sagði hann þaö? Utsmoginn krakki. Hann lítur ekki út fyrir að vera neitt veikur.” „Hann er mjög magur og ef hann segist hafa verið veikur þá er ég viss um að það er svo.” Hún leit tortryggin á mig. „Systir mín sagði mér að Bandaríkjamenn væru einkenni- legir. Hún fór þangað í fyrra. Svo auðtrúa, sagði hún.” Hún tók í höndina á krakkanum sínum og færði sig frá okkur. Fljótlega sett- ist einhver annar hjá okkur og sýningin byrjaði. Þetta var frábær uppfærsla á Öskubusku og Patrick og Jess voru hrifin. Þegar við vorum á leiðinni út sagði ég helst til glaðlega: „Pat- rick, hvar áttu heima?” En um leið og ég hafði sleppt orðinu vissi ég að það var ekki til neins. „I íbúð,” sagði hann yfirmáta kurteislega og þau Jess skelltu upp úr. Það var ekkert að hafa úr þessari áttinni. Skólinn byrjaði og Patrick hélt áfram að koma á leikvöllinn. Þeg- ar ég innti hann eftir því sagði hann: „Skólinn minn byrjar seinna.” Þegar hér var komið vissi ég að það var eitthvað athugavert við Patrick. Hann minnti mig á klippt tré sem enginn hafði skipt sér af og var byrjaö að skjóta út grein- 16. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.