Vikan


Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 27
21. apríl: Hér er Júpíter farinn að milda áhrifin frá Mars. Fólk, fætt í dag, er gjarnan afar fjölhæft en stund- um reikult í ráöi. Það er glaðlynt og kemur sér vel við flesta og þótt stundum þyki skorta á festu í skapgerðinni bæta viðmótiö og gæðin það gjarnan upp. Afmælis- barn dagsins hefur sterka réttlæt- iskennd en ekki alltaf framtak til þess að fylgja henni eftir. Afmælisbarn dagsins á góða möguleika á að komast langt í við- skiptalífinu vegna innsæis og góðra gáfna en stundum takmark- ast möguleikarnir af skorti á skipulagsgáfu. Einnig eiga þeir sem fæddir eru í dag vísa framtíð á sviði bókmennta og lista ef þeir geta hamist til mikillar vinnu. Raunar þurfa þeir sem fæddir eru þennan dag alltaf að hafa talsvert fyrir hlutunum og ekkert kemur upp í hendurnar á þeim fyrirhafn- arlaust. Þaö getur lærst með tím- anum. Best er að treysta á sjálfan sig og reiða sig ekki um of á aðra. Astalíf og samskipti við hitt kyn- iö mótast af fjölbreytni. Þeim sem fæddur er í dag reynist stundum erfitt að binda sitt trúss við sömu manneskjuna alla tíð. Hjónaband- ið getur reynst afmælisbarninu örðugt og hnúskótt. Makavalið er reyndar afar mikilvægt til þess að afmælisbarnið nái aö þroska hæfi- leika sína. Heilsufar er almennt gott fram- an af ævi en um miðjan aldur fara ýmsir streitusjúkdómar að hrjá afmælisbarniö og veröur að bregð- ast við þeim af einurð. Happatölur eru 3 og 9. * * * * * 22. apríl: * + + + + Ekki verður þeim sem fæddur er í dag brugöið um hugleysi en meðfædd tflhneiging til hóglífis kann að valda því að stundum er eins og afmælisbamið þori ekki að taka neina áhættu. Það er einhver værö yfir deginum og fólki, sem fætt er í dag, hættir til að láta dumma og gera ekki nákvæmar áætlanir um framtíðina. En já- kvætt viöhorf einkennir persónu- leikann og glaðværð. Þessu fylgir líka þolinmæöi til þess að heyra skoðanir annarra og stundum eru þeir sem fæddir eru í dag eins konar sálusorgarar allra sem þekkjaþá. Varast ber tilhneigingu til hjá- trúar þótt ekki skuli hinu óþekkta meö öllu afneitað. Listir liggja vel viö afmælisbarni dagsins og reyndar öll áhættusöm viðskipti líka. Þaö veröur þó allt að vera innan takmarka hóglífisins. En skynsamlegt mat á peningum og heimsins gæðum fylgir þessum degi. Fólki, sem fætt er í dag, hættir til þess að bindast snemma. Þótt það myndi sterk tilfinningatengsl er það dálítið óöruggt með maka sína og hættir til afbrýðisemi. Helstu kvilllar, sem hrjá afmæl- isbarn dagsins, eru þrálátur höf- uðverkur. Happatölur4og6. + * * * * 23. apríl: + + + * * Þeir sem fæddir eru í dag eru talsvert sundurleitir enda togast ólíkar höfuðskepnur á um að móta persónuleika þeirra. Afmælisbarn dagsins er í senn blítt í lund og hvers manns hugljúfi og ráðríkur stjórnandi sem gerir miklar kröf- ur til þeirra sem vinna hjá honum. Þeir hneigjast til mannaforráða en í brjósti þeirra er blíður streng- ur sem stundum nálgast við- kvæmni. Öðrum kann að finnast þetta væmni. Annars er sá sem fæddur er í dag yfirleitt fremur ró- lyndur, seiglast áfram þolinmóður og ákveðinn. Undir niðri eru stríð- ar tilfinningar en undir góðri stjórn. Afmælisbarni dagsins hættir til íburðar og hóglífis og mótast gjarna af góðum smekk á listum. Listirnar eru þó aldrei eigin verk; afmælisbarninu er betur gefið að meta verk annarra en skapa þau sjálft. Oll störf, sem eru í kringum skapandi listir, eiga vel viö og einnig öll almenn stjórnun- arstörf. Sá sem fæddur er í dag gengur snemma til verks og velur sér lífs- förunaut. Það er farsælt samband yfirleitt átakalítið en stundum virðast þó búksorgirnar ná að varpa á það skugga. Það lagast þó aftur. Heilsan er góð. Þó er hætt við höfuðóþægindum og hálsbólgum en ekki er það neitt sem þarf að óttast. Happatölur 6 og 5. -¥ ■¥■ 24. apríl: Bjartsýnin einkennir þennan dag öðrum fremur. Það er eigin- lega allt bjart í lífinu og stundum finnst öðrum afmælisbarnið vera ótrúlega bláeygt. En þetta er bara eðlislægt glaðlyndi. Einlægni og hreinskilni eru kannski bestu kost- ir þeirra sem fæddir eru í dag. Að vísu eru bæði flóð og fjara í fram- kvæmdaviljanum en samt er fólk, fætt í dag, öðrum betur fallið til forystu í félagsmálum. Stundum er ákefðin þó þaö mikil að hún spillir fyrir frama. Það jaörar við að rétt sé aö kalla þetta ofurkapp eða eldmóð. Fólk, fætt í dag, velur sér gjarn- an vini af sama sauðahúsi, er gef- ið fyrir bóklestur og hefur háleitar hugsjónir, fylgir málum sínum eftir af einurö og er vinur vina sinna. Afmælisbarninu hættir því nokkuð til að dragast inn í deilur sem eru því eiginlega óviðkom- andi og ætti að reyna að vera ekki að blanda sér of mikið inn í mál sem ekki snerta þaö. Það getur líka orðið fólki til þroska að fylgj- ast með úr fjarlægð en reyna ekki endilega að leysa hvers manns vanda. Astalífið mótast eðlilega nokkuö af ákefðinni og tilfinningahitan- um. Makinn, sem afmælisbarnið velur sér, er ekki endilega jafn- aldra en það er ofurheit ástin sem skiptir máli en ekki aldurinn. Kynni kunna að takast snögglega en það hefur engin áhrif á ham- ingjuna. Fólk, sem fætt er i dag, sinnir gjarnan einhverjum störfum í við- skiptalífinu, til dæmis í tengslum við fatnað eða húsbúnað. Það er vel fallið til stjórnunar. Heilsan er yfirleitt góð en þó eru augun viðkvæm. Happatala er6. 16. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.