Vikan


Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 46

Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 46
og maka andlitið með rjóma eða þurrkaðri mold til þess að koma í veg fyrir hrukkur fóru stúlkumar á 1’HirondeUe alltaf á Chesa. Þær létust vera öruggar með sig en gátu varla dulið óöry'ggi sitt og óákveðni. Ein athugasemd eða hlátur gat taf- arlaust kallað fram andstyggi- legan roða — og það var enn meira auðmýkjandi að láta eigið hold koma svo upp um sig. Stúlkurnar voru ástleitnar og frakkar og voru sér ekki meðvitandi um annað en eigið útlit og viðmælendur sína og virtust ekkert taka eftir ungu mönnunum sem sátu við nálæg borð. Þeir hölluðu stólunum aftur óþolinmóðir en urðu þó að sætta sig við allan þennan kvenlega leikaraskap þar sem stúlkurnar létu sem þeir væru ekki til. Q> fj túl túlkurnar höfðu óvænt uppgötvað í fyrsta sinn I lífinu að þær bjuggu yfír vissu afli. Þegar þær höfðu gert sér grein fyrir því fundu þær til einkennilegs stolts yfir því að geta gert strák háðan sér — jafnvel fleiri en einn, en þá varð stúlkan þeim mun valda- meiri. Engin þeirra gerði sér ljóst hve sterkt eða hve hættu- legt þetta kynferðislega afl var. Þær áttuðu sig aldrei á því að það gat verið hvítur galdur eða svartur galdur eftir því hvernig því var beitt eða mis- notað. Árið 1948 var kynþokk- inn sama og vald, eina valdið sem líklegt var að þessar stúlkur hefðu nokkru sinni yfir að ráða, og það var notað til hins ýtrasta og af fullum krafti! Að sjálf- sögðu vissu stúlkurnar um þau mörk sem þær settu sjálfar varðandi káf og kossaflangs en það hvarflaði aldrei að neinni þeirra að það gæti reynst erfítt fyrir karlmann að skrúfa fyrir öfluga löngun sína á því augna- bliki sem það hentaði stúlk- unni. Það hvarflaði aldrei að þeim að sá eldur sem þær kveiktu í karlmanninum væri ekki aðeins ástríðublossi heldur gæti hann, ef reynt væri að kæfa hann, breyst í afl til þess að nauðga eða drepa. Enginn hafði gert þeim grein fyrir viðbrögðum manns sem ekki fékk vilja sínum framgengt. Júdý var eins og póstkassi fyrir alla ungu elskendurna. í fyrsta skipti síðan skólinn hófst var nú leitað í orðabókum og málfræðibókum og Maxín var mjög eftirsótt sem þýðandi. Júdý bar líka skilaboð um fundarstaði, sem oft fóru mjög eftir veðri. Þegar hún setti reikning eða pappírsþurrku á borðið fylgdi ef til vill miði sem á stóð til dæmis: ,,Sheila, áhyggjufyllri þar til Francois tilkynnti henni eina helgina að hann hefði pantað setustofu í litlu gistihúsi í útjaðri bæjarins. Hann vildi vera einn með henni og hafa það nota- legt en ekki vera skríðandi um í heyi, standa hálffrosinn úti í snjónum eða sitja á kaffihúsum fyrir allra augum. Hann vildi tala við hana í einrúmi því hann hefði nokkuð mikilvægt að segja henni. Hann cetlar að biðja mín, hugsaði Kata. Því fylgdi hún honum inn í bjálkahús með grænmáluðum gluggahlerum. Það small í stíg- unum á gráu blúndublússunni hennar og smeygði hendinni inn fyrir. Kötu fannst eins og hún væri að synda neðansjávar í kvikmynd sem sýnd var of hægt þegar hann ýtti blússunni var- færnislega frá, krækti frá brjóstahaldaranum og rétti fram varirnar til þess að gæla við bleikar geirvörturnar á henni. Því næst lá hún ber að ofan máttvana undir teppinu og fann hlýjan, blautan tungu- brodd hans í eyranu. Hún fann hvernig hann laumaði hend- inni undir pilsið hennar með lúmskri hreyfíngu sem var eins og höndin hreyfðist án vitund- ar eigandans. Hún færði sig og reyndi að rykkja sér upp af rúminu. Francois þrýsti henni aftur niður, reglulega harkalega. ,,Þú ert ein af þessum sem æsa mann upp og vilja svo hætta við allt saman,” hvæsti hann. Kata fann hvernig hann greip í lærið á henni undir hafsjó af stífum undirkjólum og færði höndina upp fyrir silkisokkana hennar og síðan enn ofar. Hún reyndi að færa sig frá honum. ,,Ég hef aldrei, ég kann það ekki, gerðu það, ekki láta svona. Ég skal gera hvað sem er ef þú gerir það ekki. ’ ’ O guð, hugsaði Kata með sér. Hann var búinn að renna niður rennilásnum og nú fann hún hvernig hold hans nudd- aðist upp við mjúka húðina á innanverðu lærinu á henni. Francois bograði yfir henni og horfði á hana eins og hann þekkti hana alls ekki. Hann andaði þungt, augun í honum voru gljáandi, fjarræn og hann var eins og annars hugar. ,,Ég skal þá fara varlega,” muldraði hann og Kötu til mikils léttis dró hann að sér höndina. En það var aðeins til þess að hann gæti velt sér á hliðina og farið úr fötunum. Hann virtist ekkert taka eftir því að það sást í hann á honum. Blárauður limurinn stóð beint upp úr svörtum hárbrúski og pungur- inn bærðist þar fyrir neðan. En hvað þetta var Ijótt, hugsaði Kata. barnaskíðalyftan klukkan fimm,” eða á frönsku, ,,Því miður, elsku Gérard, ég get það ekki í þessari viku. Næsta laugardag, klukkan þrjú, þín Isabel. ” Cf tundum stóð starfs- fólk skólans stúlkurnar að því að tala við stráka og þá var þeim refsað með því að fá ekki að fara út næstu helgi, en Kata var sú eina sem alltaf sást til. í fyrsta lagi var það vegna þess að hinn æðislegi Francois var alltaf á eftir henni og í öðru lagi vegna þess að hún var í hjarta sínu heiðarleg stúlka og var ekki vön því að þurfa að vera með undanbrögð. Þegar ráðs- konan krafði hana sagna viður- kenndi hún að hafa hitt Francois í þorpskirkjunni. Hálfum mánuði seinna klagaði afbrýðisöm skólasystir hana fyrir að hafa hitt Francois í hesthúsi og vikuna næst á eftir sá kennslukona þau drekka glögg á Hornberg — rnjög alvarlegt brot. Kata varð sífellt vélunum þeirra þegar þau þrömmuðu upp dimma tréstig- ana. Francois lauk upp dyrum ójg Kata snarstoppaði þegar Itún kom auga á útskorið, tví- breitt rúm og hvít- og blárúð- ótt vattteppi. Francois dró hana varlega að hægindastól við gluggann og byrjaði að kyssa hana. Kata kiknaði í hnjáliðun- um og hélt kannski að hann hefði ekki tekið eftir rúminu. Kannski var rúmið þarna fyrir einhvern misskilning, kannski hafði hann ekki getað fengið herbergi sem ekki var með /H/? fj/t'ún ser sparkaði af stígvélunum og fann hlýja tungu hans vera að sleikja á sér eyrað. Þá voru varirnar á hon- um aftan á hálsi hennar og loks lá hún í örmum hans, með augun nær lokuð og hálfopinn munninn. ,,Chérie, við eigum eftir að eiga saman yndislega ævi,” sagði Francois um leið og hann hneppti hægt frá perluhnöpp- 46 Víkan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.