Vikan


Vikan - 18.04.1985, Page 39

Vikan - 18.04.1985, Page 39
Umsjón: Geir R. Andersen Vitni að morði Framleiðandi og leikstjóri: Walter Grauman. Handrit: Luther Davis. Tónlist: Robert Drasnin. Aðalleikarar: Edward G. Robinson, Diane Baker, Ruth Roman, Percy Rodrigues og siðast en ekki sist Martin Balsam. Sýningartími er 74 minútur. íslenskur texti. Sonurinn og kona hans hafa áhyggjur af gamla manninum sem er farinn að lifa fyrir það eitt að leysa morðgátu. Hann fullyrðir að honum hafi verið veitt eftirför af morðingja vinar síns og enn trú- ir honum enginn. Þegar hann leitar aðstoðar hjá ungum dreng, svörtum, sem hafði komið í verslun vinar hans rétt fyrir dauða hans, er gerður að honum aðsúgur. Nú bregður sonur Eriks á það ráð að kalla til vin sinn, sem er læknir, dr. Morheim, og láta föður sinn segja honum allt sem hann veit í þeim tilgangi að koma gamla manninum í meðferð hjá réttum aðilum. En það eru brögð í tafli. Á með- ferðarstofnuninni er aöili sem bú- ið er að hafa samband við vegna dvalar gamla mannsins. Það á sem sé að koma þeim gamla fyrir kattarnef með því að gefa honum ranga lyf jagjöf. Sú fyrirætlan mistekst og enn er sá gamli kominn út í hringiðuna til að afla sannana. Hann strauk af sjúkrahúsinu. En nú er hann tek- inn fastur á götu úti og færður á sjúkrahúsið þar sem sonur hans bíður hans. En þar verður hann ekki lengi ef við þekkjum Erik gamla rétt... Þetta er hörku- spennandi mynd og borin uppi af tvístiminu Edward G. Robinson og Martin Balsam. Þeir koma ekki nálægt nema bestumyndum. Myndin hefst á því að roskinn maður, Erik Pulska (leikinn af Edward G. Robinson), verður vitni að hrottalegu morði. Hinn myrti er besti vinur hans. Hann fær engan til að trúa því sem hann hefur séð. Erik hafði sjálfur verið sleginn niöur þegar vinur hans var myrt- ur. Þegar hann raknar úr rotinu og segir skilmerkilega frá því sem skeð hefur eru vitni á staðnum sem segja að vinur hans hafi feng- ið hjartaáfall. Lögreglan og lækn- ir, sem kallaður hafði verið til, staðfesta þessa dánarorsök. Erik veit að hér er um morð að ræða. Hann er hins vegar orðinn gamall maður og hann veit að hann verður að fara að öllu með gát ef hann á að verða að liði viö að upplýsa morðið á vini sínum: Sonur Eriks (leikinn af Martin Balsam) er ekki of trúaður á frá- sögn föður síns og gamli maðurinn fer því sjálfur á stúfana og leitar til vitna þeirra sem áður höföu boriö að vinur hans hefði fengið hjartaáfall. í einni ferðinni kemur hann auga á sjálfan morðingjann. Það er stór og stæðilegur náungi, og svartur. Erik fer til lögreglunnar og lýsir morðingjanum fyrir henni. Þeir hjá lögreglunni eru helst á því að Erik sé haldinn hatri eða andúð á negrum — eða allt að því. Bak við dauðans dyr Mynd byggð á sögu Maurice Rawlings, M.D. Handrit: Fenton Hobart, jr. Framleiðandi: Stan Siegel. Leikstjóri: Henning Schellerup. Aðalleikarar: Tom Hallick, Howard Platt, Jo Ann Harris, Melinda Naud, Taurean Blacque, Bethel Leslie, Danny Goldmann. Sýningartimi er 96 minútur. Íslenskur texti. Einkaróttur á islandi: JS Video. Frá örófi alda hefur maðurinn leitað svara við stærsta leyndar- málinu: DAUÐANUM. Vegna nú- tíma lækningatækni við að bjarga mannslífum hafa komið fram dæmi um reynslu manna sem fást við dauðann og hvað liggur hand- anhans. Á sjúkrahúsi einu starfa meðal annarra tveir læknar, Pete og Harold. Þeir fá það verkefni oftar öðrum að fást við slasað fólk sem komið er með í skyr.di og er ekki hugað líf þegar komið er með það. Þessir tveir læknar eru í nánu sambandi við sálfræðing sjúkra- hússins. Sá er kona og er hennar verkefni einnig að hafa samband við sjúklinga sem eru langt leidd- ir, kynnast þeim og létta þeim líf- ið. Læknarnir tveir eru ekki báðir sammála sálfræðingnum um að líf sé eftir þetta sem við lifum hér. Pete er tilbúinn að leggja við hlustir þegar sjúklingur, sem hann hefur „náð” til baka eftir að líffæri virðast hafa hætt starf- semi, segir frá reynslu sinni með- an hann var „íburtu”. Harold Freeman, starfsbróðir hans, er þeirrar skoðunar að frá- sagnir fólks, sem hefur verið talið „látið”, séu engan veginn mark- tækar. Þessi sami læknir verður þó fyrir því að „deyja” af gaseitr- un og „koma til baka”. — Hvaöa skýringu gefur hann? Pete, sem sérhæfir sig í því að ná fólki yfir „landamærin”, vill safna saman vitnisburði þess fólks sem hann hefur annast og miðla af þekkingunni til annarra sem sann- anlega eru á leið héðan og hafa efasemdir um það sem við tekur. Mynd þessi, sem byggð er á metsölubók með sama nafni, segir sögu fólks eins og Joseph Dimona og fleiri sem fóru í ógnvekjandi ferðalag yfir landamæri lífs og dauða. Eftir að hafa veriö vakið upp af tímabundnum dauða lýsti fólkið reynslu sinni af því hvernig það var að deyja. Við sjáum hvernig þessi reynsla hefur breytt lífi þess og hvers vegna það hræðist ekki lengur endalok lífsins. Einnig er athyglisverð saga JennyHarper sem ekki samþykk- ir sjúkdómsgreiningu sína og er vantrúuö á aðstoð sálfræðingsins. En það á eftir að breytast, einnig viðhorf skúrksins sem örugglega fór „yfir” en var bjargað. Fengu dr. Freeman og aðrir aö vitna um eilíft líf? Svörin fást í þessari mynd, Bak við dauðans dyr, sem kemur víða við í vitnis- burði sínum. Og þar staðhæfa heimskunnir vísindamenn að líf sé eftir dauðann. 16. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.