Vikan


Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 25

Vikan - 18.04.1985, Blaðsíða 25
MATSEÐILL VIKUNNAR Fiskréttur feita mannsins Þessi fiskréttur er frekar við hæfi þess sem er í megrun. Gott er að bera fram með þessum rétti ávaxtasalat úr appelsínum, eplum og banönum með nokkrum rúsínum. 1. Hitið ofninn í 250 gráður. Sjóðið kartöflur. 2. Sneiðið sítrónuna í smáskífur og setjið eina skífu á málmpappírsbút. Leggið fiskflakið, sem ætlað er hverjum og einum (150—200 g), ofan á sítrónuna. Ofan á fiskinn er svo sett önnur sítrónusneið og rifin gúrka. Þetta er kryddað með salti og sítrónupipar eftir smekk. 3. Málmpappírnum er vafið utan um allt saman og pakkarnir settir í ofninn og látið bakast í 15—20 min. Steikt lúða að hætti Jóhönnu Við Brunnparkinn í Gautaborg er frægasti veitingastaður Sví- þjóðar,, Jóhanna". Til merkis um frægð þessa staðar má nefna að hann er eini veitingastaðurinn á Norðurlöndum sem hefur hlotið stjörnu í svonefndum Michelin-bæklingi, en það er stór og mikil bók sem út kemur ár hvert og gefur veitingastöðum stjörnur og einkunnir. Nýja lúðu er yfirleitt hægt að kaupa allt árið og lúðuflök fást hjá flestum góðum fisksölum. FYRIR FJÓRA: 4 lúðubitar (ca 250 g stykkið) 1 gulur laukur 2 dl af hvitvini eða vatni mað smásítrónusafa 2 dl af fiskisoði (annaðhvort soðið úr fiskbeinum eða af fiskteningi (fœst i flestum búðum) 4 dl rjómi 3 matskeiðar smjör 2 matskeiðar af matarolíu 1 matskeið af frönsku, gulu sinnepi 2 matskeiðar af brauðmyslnu (helstán krydds) steinselja dragon, salt og pipar. 1. Hakkiö laukinn. 2. Hellið saman víninu (eða vatninu með sítrónusafanum), fisksoðinu og lauknum í pott og látið krauma án loks þangað til um það bil helmingurinn er eftir í pottinum. Þá hellir maður rjómanum í og lætur krauma án loks þangað til 4 dl eru eftir i pottinum. 3. Hakkið steinseljuna. 4. Blandið saman hveiti og brauðmylsnu og smáögn af salti og veltið lúðubitunum upp úr blöndunni. 5. Hitið smjörið á pönnu þar til það er vel brúnað. Hellið auk þess olíunni í. Með því að nota bæði smjör og olíu verður steikingin bæði jafnari og fallegri. Steikið svo lúðuna þar til flökin eru Ijósbrún. Varist að ofsteikja. Steikingartíminn er um það bil 3 — 4 min. á hvorri hlið eftir þykkt. 6. Blandið svo sinnepinu og steinseljunni í sósuna og saltið og piprið eftir smekk. Með þessum mat ber ég annaðhvort fram soðin hrísgrjón eða kartöflustöppu. Oft er fallegt að blanda tveimur eggjarauðum í kartöflu- stöppuna. Þá fær stappan fallegan gulleitan lit og verður auk þess mun bragðbetri. Þorsk- eða ýsuflök, 150 — 200 g á hvern og einn hálf sítróna rifin gúrka sítrónupipar salt. Annar möguleiki er að gufusjóða fiskinn í kartöflupott- inum og er það líka mjög gott. Auk þess má bæta við eftir smekk grænmeti í hvern pakka, til dæmis gulrótum, lauk og fleira. 16. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.