Vikan


Vikan - 18.04.1985, Side 7

Vikan - 18.04.1985, Side 7
Lengst til vinstri og lengst til hægri eru burknar. (Nephrolepis). Burkninn hefur verið mikil tisku- planta um nokkurt árabil. Grósku- mikill burkni er augnayndi og mikil stofuprýði. Burkninn þarf góða birtu en þolir ekki sólskin. Moldin þarf alltaf að vera rök en gæta þarf þess þó vel að ofvökva ekki. Mjög gott er að dýfa pottin- um á kaf í stofuheitt vatn og láta pottinn vera þar uns allar loftbólur eru hættar að stíga upp, eða um 10 mínútur. Burknann þarf að úða með vatni tvisvar til þrisvar i viku eftir hita- og rakastiginu i herberg- inu. Klippið dauð blöð jafnóðum í burtu til að flýta fyrir nýjum vexti. Fleygið burknanum ekki þótt hann virðist dauður. Klippið hann alveg niður. Dýfið pottinum á kaf i vatn eins og áður var lýst og setjið pottinn þvi næst á bjartan stað. Eftir nokkurn tima ættu ný blöð að fara að gægjast upp úr mold- inni. Burkninn er tilvalin planta í baðherbergi. Næst til vinstri er dvergpálmi (Chamaedorea). Hann þarf að standa á sæmilega björtum stað en ekki í sólskini. Vökvið vel að sumri en lítið að vetri. Úðið pálmann oft og strjúkið yfir blöðin með rökum klút, jafnt að sumri sem vetri. Dvergpálminn verður sjaldnast hærri en 75 cm til 1 m. Hangandi vinstra megin er veðhlauparinn (Chlorophyt- um), skemmtileg planta og auðveld viðfangs. Hún þolir góða birtu en ekki sólskin. Moldin þarf ávallt að vera rök. Blöðin eru viðkvæm fyrir hnjaski. Fjölgun er auðveld. Klippið „börnin'' sem myndast og setjið þau i vatn þar til þau hafa fengið rætur. Hangandi vinstra megin er mánagull (Scindapsus). Blöðin eru græn með gulleitum yrjum eða dröfnum. Plantan þarf sæmilega birtu, ekki sólskin, en of lítil birta gerir hana alveg græna. Það þarf að vökva hana hóflega á sumrin en minna á veturna. Hún hefur gott af vatnsúðun öðru hverju, einkum ef þurrt og heitt er i herberginu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.