Vikan


Vikan - 02.05.1985, Side 11

Vikan - 02.05.1985, Side 11
 FLEGNIR KJÓLAR og fínar dömur Þær Díana prinsessa í Breta- veldi og Nancy Reagan forsetafrú Bandaríkjanna eiga eitt sameigin- legt. Þær hafa báöar mikinn áhuga á fötum og þykir gaman að klæöast fatnaði samkvæmt nýjustu tísku. Díana hefur alltaf verið hrifin af blúndum og pífum og því þótti mönnum ekkert skrítiö þó að hún félli fyrir svarta blúndukjólnum sem hún skartaði við opinbert tækifæri á dögunum. Nancy Reagan var síðan í svipuðum kjól, aðeins íburðar- meiri að vísu, í veislu í Banda- ríkjunum um svipað leyti. Sá var þó munurinn að kjóll Díönu var fleginn niður á rass og þótti íhaldssömu yfirstéttarfólki í Bret- landi nóg um. En hún er ung og getur leyft sér ýmislegt. . .ennþá! Julie Anne Rhodes (kona Nick Rhodes úr Duran Duran) hikar ekki við að ganga enn lengra. Hún er ekkert að fela neitt bak við pífur og blúnduverk. Kjóllinn| hennar er svo gjörsamlega bak- laus að það er mesta furða að hann skuli hanga uppi. Þetta myndu þær Nancy og Díana aldrei gera. .. en það er aldrei að vita hvaðkemur næst! 18. tbl. Víkan 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.