Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 20

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 20
Hún staldrar viö. Morgunninn er aö verða bjartari; ný sólin nístir loftið, hvessir þaö. Hún varpar öndinni létt og hraðar sér svo niöur þrepin. Þegar þau keyptu húsiö sitt, rétt eftir að hún komst aö því aö hún átti von á Raymond, göntuðust þau með aö þau ætluðu að setja hvíta trégirðingu um það og rósa- runna sem fléttuðust saman. Clint sagði aö hún yrði að læra að baka eplaköku og súkkulaðikökur. Þau kölluðu hvort annað Ollie og Hamet, eins og gætu þau með glettninni fullvissað hvort annað um aö þau væru í rauninni ekki að feta í fótspor foreldra sinna, eins og gætu þau sannað hvort fyrir ööru að þau væru of meðvituð um hvað þau virtust vera aö veröa til að verða það innst inni. Fyrsta kvöldið eftir að hún kom heim af sjúkrahúsinu og Raymond svaf í vöggunni hjá þeim hafði Clint tekið í höndina á henni, þrýst hana fast. „Geturðu trúað þessu?” hvíslaði hann. „Hús, barn.” „Nei,” sagði hún. „En þú?” Hann hristi höfuðiö, kyngdi. „Það er eins og ég sé að fylgjast með einhverjum öðrum, ekki mér.” „Eg veit það,” sagði hún. Það var sú tilfinning sem hún hafði haft allan meðgöngutímann og meðan hún var að fæöa. „Þetta virðist ekki raunverulegt.” Hún starði inn í myrkrið sem virtist þungt eins og teppi. „Þetta skelfir mig,” hvíslaði hún og hann sneri sér viö, tók hana í fangið og kyssti hana. Það er lítið að gerast í bænum. Kaffistofan þar sem hún skilar af sér blaðabunka er þegar opin en þar eru bara fáeinir gestir — tveir ungir menn af pósthúsinu við af- greiðsluborðið, ung kona með ferðatösku situr í bás, eflaust að bíða eftir vagninum til New York. Konan slær meö gómunum á boröið fyrir framan sig, óþolin- móð að fara, koma sér af stað, komast eitthvað. Hún skilur tilfinninguna — þennan möguleikaflaum sem virð- ist fylla mann, lyftir manni af hversdagsgrunni þegar lagt er af stað í ferðalag. Hún minnist allra skiptanna, í langferðavögnum, lestum, flugvélum í flugtaki, sem hún kom auga á fólk sem enn var rótfast í nútíðinni: Konu að hengja út lök, umferðarvörð að skrifa niður bílnúmer, fólk sem gekk hægt frá bílastæði að verslunar- samstæöu og kættist, sundlaði yfir tilfinningunni: Ekki fyrir mig, ekki fyrir mig! Ég er hreyfanleg, á hreyfingu, æði áfram í eitthvaö annað, betra, öðruvísi, nýtt. Þetta var sú tilfinning sem hafði komið henni til að velja frétta- mennsku í skóla. Tilfinning sem þau Clint höfðu átt sameiginlega, hugsar hún um leið og hún gengur hratt yfir götuna með annan blaðapakka og sveiflar honum í innganginn hjá sælgætisverslun- inni. Áttum sameiginlega — langar til aö æpa það. í annað skipti, eftir að Douglas fæddist: Hún er þreytt, stofan er full af kubbum og litum og bréf- sneplum, búið að stíga á einn lit- inn, skær-appelsínurauðan, troða hann niður í ljósbrúnt teppið. Hún er með barnamat í hárinu; hún lyktar eins og grasker. Greinin sem hún er að reyna að skrifa í sunnudagsblaðið liggur enn á skrifborðinu hennar, komin í ein- daga. Hún starir á hana og hlustar á bjarta röddina í símanum segja sér aö Christine, sem vann með henni á Record fyrir þremur árum, sé nýbúin aö gefa út bók sem hafi fengið mjög góðar umsagnir. Hún berst gegn löngun- inni að setjast inn í bílinn sinn, aka eftir götum, gegnum bæi, undir græn og hvít skilti sem nafngreina allt sem hún fer framhjá, skilur eftir. Þegar Clint kemur heim er hún andstyggileg, óþolinmóð, og hann setur börnin í rúmið, lítur um öxl á hana eins og óttist hann að hún muni vinna þeim öllum mein. Henni líður eins og hún gæti gert það. Seinna, þegar þau eru að hátta, segir hann allt í einu: „Ekki fara frá mér,” og einhvern veginn róar þessi viöur- kenning hans á möguleikanum hana. „Ég gæti gert það, veistu,” segir hún, burstar á sér hárið. „Eg þarfnast þessa ekki.” Hann kinkar dapurlega kolli. „Égveit þaö.” Hún snýr sér aftur að spegl- inum, veit að hún myndi aldrei fara, gæti það aldrei. „En ef þú ferð,” segir hann, „taktu mig þá með þér. Strák- arnir þarfnast okkar ekki — það verður allt í lagi með þá. Raymond getur teiknað og selt myndirnar sínar fyrir framan ráð- húsið eins og Helen Hansen. Douglas getur leikið á hljóögervil- inn í Haf mey j unum. ’ ’ Hún hlær, snýr sér að honum. Augu hans eru full af tárum. Og allt í einu er hún farin að hugga hann, heldur höfði hans að brjósti sínu. „Þetta er þokkalegt klúður sem við höfum komið okkur í, Ollie.” Hann hvíslar, en hún hristir höfuðið. „Þetta er ágætt. Allt verður ágætt.” Þegar hann dregur sig frá henni ypptir hann öxlum og kyssir hana snöggt. Hann brosir eins og búið sé aö leysa vandamálið. Hvað var það þá sem ekki var sagt eöa sagt á dulmáli, sem hún getur jafnvel núna ekki nefnt? Fór hann vegna þess að hann var hræddur um að vera yfirgefinn? Enginn vildi vera sá sem þurfti að segja: „Veislunni er lokið”. Varð þetta allt honum um megn? Hitti hann einhverja aðra? Kæmi hann aftur? Þurfti hann bara að vera frjálsumstund? Hún ímyndar sér hann einhvers staöar þennan morgun, rétt að fara á fætur, borða morgunverð, finnast hann vera frjáls, jafnfrjáls og honum gat fundist hann vera með gervinafn, í ókunnri borg, með helming af henni grafinn innra með sér. Síðasti viðkomustaður hennar er bílskúrinn fyrir aftan gagn- fræðaskólann, þar sem nokkur blaðburðarbörn eru tekin að tínast að, hjólin þeirra í hnapp viö end- ann á innkeyrslunni, flækja úr rauðu og bláu stáli og svörtum gúmmídekkjum. Drengirnir og telpurnar brosa þegjandi þegar hún skutlar blöðunum til þeirra. „Eru þeir enn sofandi?” spyr ein telpan. Hún er grönn, ljós- hærð, klaufsk og lagleg. „Ég held það. Þeir þegja ennþá.” Telpan brosir. „Þeir eru svo góðir,” segir hún, kurrar, næstum því yfirlætisleg. Svo snýr hún sér að hinum, sem þegar krjúpa í inn- keyrslunni, slá blöðunum á lærin, brjóta þau fimlega saman, dreng- irnir jafnsnyrtilega og telpurnar. Ljóshærða stúlkan slæst í hópinn, milli tveggja drengja, grípur blaöabunka handa sjálfri sér. Þar sem hún horfir á þau veltir hún því fyrir sér hvort þau haldi að af því að drengir og telpur leika sér núna í sömu leikjum og vinna sömu störf, af því að þau umgang- ast núna óþvingað, ræða um allt, finnst þau vera jafningjar, endi þau á sama stað. Hvort þeim finnst líka einhvem tíma að yfir- gefnar eiginkonur séu leifar frá óhefluöum, verr upplýstum tíma. Þegar hún ekur burt eru ljós- hærða stúlkan og dökkhærður pilt- ur í kapphlaupi út á enda innkeyrslunnar, hlæja. Nágrannarnir eru rétt að byrja að bæra á sér þegar hún ekur upp að húsinu þeirra. Hún fer út, lyftir skotthurðinni, lítur á syni Clints. Andlit þeirra eru hrein, sviplaus, sýna engin merki um það sem hann hafði hugsaö með sjálfum sér aftan við hugsanirnar sem hann deildi með henni; gefa enga vísbendingu. I því að hún teygir sig inn og lyftir Douglas fer heitur sársauki niður hrygginn á henni, breiðir úr sér yfir mjaðmirnar niður í legg- ina, hún heldur niðri í sér and- anum þar til hann er horfinn. Líkami hennar mun líka svíkja hana — liðir ganga sundur, vefir leysast upp, vöðvar slakna. I samanburði við Clint verða það lítilvæg svik. Uppi á lofti lætur hún Douglas síga niður í rúmið, reynir að beygja f ’kar hnén en bakið. í þetta Ei.on jr enginn sársauki. Hún verður aö þjálfa sig í að hreyfa sig gegn honum, læra aftur að beygja sig. Hún hleypur niður stigann. Nú er sólin komin alveg á loft og hún er byrjuð að svitna. Hún ímyndar sér heita sturtuna, kaffið sitt, tuttugu friðsælar mínútur sem hún fær áður en hún þarf að vekja drengina, fara með þá á dag- heimilið, fara í vinnuna. Hún er stolt af sjálfri sér fyrir að sneiða þessar tuttugu mínútur af hverjum morgni. Henni gengur vel — eins og hann hafði vitað að henni myndi ganga. Og svo í því aö hún kemur að bílnum heyrir hún óp, eymdarlegt óp sem skerst yfir brjóst hennar eins og örvæntingarfullur loftsteinn á bleksvörtum himni. Það sviptir hana öndinni, stoltinu. „Mamma!” Hún þýtur að bílnum, opnar dyrnar. Raymond situr uppréttur, munnur hans opinn, afmyndaður, of skelfdur til að gráta. Þegar hann sér hana byrjar hann á því. Hún hallar sér inn í bílinn, verkjar í bakið, beygir sig til að setjast hjá honum. Hann veinar, munnurinn, ýkt gretta, opnast og lokast í ekkasogum sem koma henni til að kenna til í hálsinum. Hún þrýstir honum að sér, vaggar honum. Dýnan er heit; ljósið er gulleitt, deyft í gegnum pappa- spjaldið. Hún lýtur yfir hann, kyssir hann á höfuðið, heldur utan umhann. „Þetta er allt í lagi,” segir hún honum. „Ég er hérna. Mamma er hérna.” En hún finnur litlar hendurnar ýta á brjóst sín, læri sín, og hann reisir sig burt frá henni, andlitið rjótt, társtokkið. Hún sér óttann í guldröfnóttum augum hans. Hann er bæði skelfilegur og kunnug- legur. „En hvar er ég?” spyr hann, vindur sig frá henni, fálmar eftir glugganum. „Hjá mér,” langar hana að segja honum en hún veit þegar að þaö svar kann að vera ófullnægj- andi. 20 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.