Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 40

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 40
VÍDEÓ— VIKAIM Vídeó-Vikan er þáttur fyrir þá sem áhuga hafa á myndböndum og þeim kvikmyndum sem unnt er að verða sér úti um hjá myndbandaleigum til afnota I heimahúsum. Við leggjum áherslu á að ekki er ætlunin að gagnrýna þætti og kvikmyndir heldur kynna þær sem á boðstólum eru og við teijum óhætt að mæla með. Framleiðandi: Mike Wise og Franklin R. Levy. Handrit: James Prideaux. Tónlist: Arthur B. Rubinstein. Leikstjórn: Joseph Hardy. Leikendur: Elisabeth Taylor, Joseph Bottoms, Allyn Ann Mc Lerie, Peter Donat og James Ray. íslenskur texti. Einkaréttur á Íslandi: JS Video. Endurkoma Emely Hillman Þessi mynd með Elisabeth Taylor í aðalhlutverki fjallar um miðaldra kennara, dr. Loomis (Elisabeth Taylor), og ungan nemanda hennar, Andermann (Joseph Bottoms). Nemandinn er á höttunum eftir herbergi utan heimavistar skóla þess sem hann stundar nám við og þar sem dr. Loomis kennir. Honum er bent á að leigja hjá dr. Loomis sem hefur laust her- bergi. Andermann á við sam- skiptaörðugleika aö stríða og hon- um er hálfvegis troðið upp á dr. Loomis sem finnst nemandinn ekki beint samvinnuþýður, við fyrstu kynni. Hann fer sínu fram í hinum nýju heimkynnum, hjá dr. Loomis. Hann setur upp sjónvarpsloftnet á þakinu, í trássi viö húseig- andann, Loomis, og hann hefur allt of hátt í sjónvarpstækinu og útvarpinu. Og umvandanir dr. Loomis bera ekki árangur. Meö þeim takast samt góð kynni að öðru leyti og þau rabba saman þegar tóm gefst. — Andermann kemst að því að dr. Loomis var áð- ur frægur skemmtikraftur. Hann hafði fundið minnisbók dr. Loomis í einum skápnum í herbergi sínu. Honum tekst með brögöum aö lokka hana til að koma fram á skemmtun í skólanum. En við þetta allt tekur líf hinnar virðu- legu kennslukonu miklum stakka- skiptum. Samkennarar dr. Loomis höfðu auðvitað tekiö eftir því að hún gjörbreyttist eftir að Andermann settist að hjá henni. En vinkona hennar, einn kennarinn, verður til þess að komast að því hvað það er sem veldur breytingunni. Það er nýtt umhverfi og nýjar aðstæður sem Elisabeth Taylor sést í þegar horft er á þessa mynd. Og mynd með henni er alltaf nýstárleg. — Mynd fyrir alla fjöl- skylduna. <g IAL V MURDER HRISTOPHER I’LL NGIE DICKINSON ,,Þú hringir, við myrðum" Mynd byggð á leikriti Frederick Knall. Framleiðandi: Peter Katz. Leikstjóri: Boris Sagal. Aðalleikarar: Christopher Piummer og Angie Dickinson. Einnig: Antony Quayle, Michael Parks, Ron Moody. Einkaréttur á íslandi: JS Video. Sýningartími er 90 minútur. íslenskur texti. Dial „M" For Murder Myndin gerist í London árið 1963. Þaö er verið að taka kvik- mynd í kvikmyndaveri. — Auðug kona, Margot að nafni (leikin af Angie Dickinson), býr ásamt eiginmanni sínum, Tony (Christopher Plummer), í Lond- on. Margot kemur í kvikmynda- verið þar sem verið er að kvik- mynda eftir einni af sögum Max Halliday. Margot hafði um tíma haldið við Max þennan. Hún kemur til að segja honum að nú verði þau að hætta að hittast. Bréf sem farið höfðu á milli þeirra hafði Margot nú brennt, að undanskildu einu sem hún segist hvergi geta fundið, það hafi horfið á dularfullan hátt. í stað þess hafi hún móttekiö miða þar sem hún er beitt fjárkúgun, gegn hótun um að manni hennar verði afhent bréfið. Max Halliday vill ólmur komast að því hvaðan þessi hótunarmiði er upprunninn. Þau fara heim til Margot og hún kynnir Max fyrir eiginmanni sínum, Tony. En Tony hefur í millitíðinni komist að ástarævintýri konu sinnar með Max Halliday. Tony leitar uppi gamlan tennisfélaga með vafasama fortíð og kúgar hann til að gangast við kröfum sínum um að ráða Margot, konu sina, af dögum. . . Þetta er ein þessara vönduðu sakamálamynda sem allflestir hafa gaman af að horfa á, undir- búningur að morði, vandlega svið- settur, spenna á „klassíska” Vísu — eða breska ef menn vilja frem- ur orða það þannig — mynd sem orðið hefur þekkt um allan heim — ekki síst eftir að hún komst á myndbönd. — Bönnuð börnum yngri en 16 ára. 40 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.