Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 61

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 61
MIDGEURE Hljótt hefur verið að undanförnu um skosku hljómsveitina Ultravox og hafa verið á kreiki sögusagnir um að hún vseri hætt. Það væri sorglegt vegna þess að hljómsveitin hefur hin síðari ár verið ein sú merkilegasta í poppinu og hafa plötur hennar vakið verðskuldaða athygli og það sama má segja um videóin sem hún hefur látið fara frá sér. Ultravox hefur verið skipuð þeim Chris Cross, Warren Cann, Billy Curry og Midge Ure sem er lagasmiður og höfuðpaur hljóm- sveitarinnar og ætla ég að segja ykkur í stuttu máli frá fjöl- breyttum ferli hans i poppinu. Midge Ure kom fyrst fram á sjónarsviðið svo tekið væri eftir árið 1976, þá meðlimur hljómsveitarinnar Slik sem átti að verða arftaki hinna sykursætu Bay City Rollers og voru þeir Ure og félagar allir eins klæddir, sætir og fínir. Fyrsta smáskífa Slik hét Forever and ever og fór hún í efsta sæti breska listans og allt virt- ist i topplagi en sú varð nú aldeilis ekki raunin, næsta smáskífa rétt kikti inn á topp 30 og hvarf þaðan jafnsnögglega og hún kom, eða þar um bil. Þeim félögum hefur ekki likað mótlætið þvi þeir hættu fljótlega eftir þetta. Árið 1978 var pönkið komið á fullt og Midge stofnaði hljóm- sveit ásamt fyrrverandi bassaleikara Sex Pistols, Glen Mattiock, og þeir nefndu hana Rich Kids. Hljómsveitin vakti þónokkra athygli i Bretlandi en varð þó aldrei verulega vinsæl og hætti störfum eftír eitt ár en náði að koma laginu Rich Kids inn á topp 30. Nú gekk Ure til liðs við Steve Strange og Visage sem þá var eingöngu stúdiógrúppa. Billy Curry var einnig um þessar mundir meðlimur i Visage en var þó einnig viðriðinn hljómsveit að nafni Ultravox og fékk hann talið Ure á að koma til liðs við hana. Þann- ig vildi svo skemmtilega til að seinni hluta árs 1980 áttu bæði Visage og Ultravox sin fyrstu lög á topp 30 og spilaði Ure á báðum plötunum. Um siðustu jól var svo Midge Ure annar aðalmaðurinn á bak við Band Aid-plötuna sem sagt var frá i 12. tbl. og er engu við þaðaðbæta. ° . The Nails: MOOD SWING Hljómsveitina The Nails haföi ég hvorki heyrt né séð fyrr en ég fékk þessa plötu í hendur og er þetta reyndar fyrsta plata hennar svo þaö er kannski ekki svo skrítiö þótt maöur hafi ekkert heyrt af henni en platan er feikigóð og bráðskemmtileg áheyrnar. Hljómsveitina skipa þeir Marc Campbell, söngur, David Kauf- man, hljómborð, Greg Kaufman, bassi, Steve O’Rourke, gítar, og Douglas Guthrie leikur á saxófón. Tónlist The Naiis er ekki þessi staðlaða bandaríska tónlist sem okkur berst hvað mest hingað til lands. Hljómsveitin kemur frá New York og mætti kannski kalla tónlist hennar göturokk. Yrkis- efnið taka þeir félagar úr hinu magnaða umhverfi sínu og er því lítið um I Love you-lög á þessari plötu. Maður á kannski ekki að skrifa svona en mér finnst tónlist The Nails minna mig dálítið á New York Dolls og einnig Lou Reed og á þetta sérstaklega viö um söng Marc Campbells. Einnig minnir lagið 88 Lines about 44 Women mig ákaflega á hið frábæra lag Reeds, Walk on the wild side, ekki það að lögin séu lík, það er bara einhver tilfinning í þeim. Ég er ákaflega hress með þessa plötu. Hún sannar enn einu sinni að maður má vera kaldari að kaupa plötur sem maður hefur aldrei heyrt eða veit nokkur deili á hljómsveitinni, bæði eykur þetta á fjölbreytni plötusafnsins, nú, og kemur smáspennu í kroppinn. rómur öðru hverju að nú væri Jagger loks að taka upp eigin plötu en það hefur aldrei reynst á rökum reist fyrr en nú að út er komin platan She’s the Boss. Engar ástæður veit ég fyrir því hvers vegna Jagger er ekki fyrir löngu búinn að gefa út sólóplötu. Það má vera aö hann hafi verið hræddur um að gagnrýnendur myndu rífa hann í sig eða þá að aðdáendurnir myndu ekki vera hressir með framtakið en hver svo sem ástæðan er þá er ég vel sáttur við biðina því að mínum dómi er She’s the Boss stórfín plata. Á plötunni hefur Jagger sér til aðstoðar fjöldann allan af þekktum og gamalreyndum músíköntum enda fær spila- mennskan á plötunni fyrstu ein- kunn, t.d. eru þar gítarleikararnir Jeff Beck og Pete Townsend, Nile Rodgers og Bemard Edwards úr Chic, Rodgers er reyndar upp- tökustjóri í þrem laganna. Herbi Hancock kemur við sögu og svo má einnig nefna þá félaga Sly Dunbar og Robbie Shakespear og svo er náttúrlega fjöldi af fólki til viðbótar. Það eru níu lög á plötunni, sjö hefur Jagger samið einn, eitt með félaga sínum úr Stones, Keith Richard, og tvö í samvinnu við Carlos Alomar, gítarleikara David Bowie. Mér finnst Jagger í fínu formi og platan er með hressu yfir- bragði. Flest laganna hrópa á menn að hreyfa sig og kannski ekki furða þar sem Jagger þykir ákaflega gaman að dansa og er allur fyrir hreyfinguna. Auðvitað er ekki hægt aö neita því að það er Stones-keimur af She’s the Boss, og það væri krafta- verk ef svo væri ekki, en samt finnst mér hún alveg standa fyrir sínu sem sólóplata Jaggers. Það eru sem sagt engin ellimörk á Mick Jagger. Hann er enn bestur í því sem hann er að gera og mættu margir yngri menn taka hann sér til fyrirmyndar. Bestu lögin aö mínu mati eru Lucky in Loved Lonely at the Top, Hard Woman og She’s the Boss. 18. tbl. Víkan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.