Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 28

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 28
Forstjóri fangelsisins tekur á móti mér á skrifstofu sinni. Erik Andersen sest við boröið og tekur að segja mér frá þessu einstæða fangelsi sem hann hefur átt þátt í að byggja upp. Andrúmsloftið er þægilegt og herbergið gæti verið hvaða skrifstofa sem er. Þó er augljóst að fangelsið er öðruvísi en aðrar sambærilegar stofnanir. Segja má aö það eina sem það eigi sameiginlegt með öðrum fangelsum sé múrinn sem útilokaö er að sleppa yfir. Þó að stofnunin sé lokuð og ag- inn meðal fanganna sé mikill er leitast viö aö leggja eins mikla ábyrgð á þá og mögulegt er. Erik Andersen hefur yfir 30 ára reynslu sem fangavörður. Þegar hann í ar fangavist. Bráðlega lítur hið fjóröa dagsins ljós. Ein hjón hafa lokið hegningu sinni og búa með barn sitt í frjálsu samfélagi. En það gilda strangar reglur um samvistir paranna og jafnvel hve- nær börn mega koma undir. „Eftir að vinnutíma lýkur klukkan 16 fram til klukkan 22.30 mega fangarnir gera það sem þeim sýnist,” segir Erik Ander- sen. „En á nóttunni læsum viö klefunum og þá á hver að vera í sínum klefa. Konurnar mega fæða börn þótt þær hafi ekki afplánað sinn dóm til fulls. En þaö má þó ekki vera meira en eitt ár eftir af refsitímanum. I undantekningar- tilvikum getum viö þó leyft að •barn fái að vera hér upp undir tvö Erik Andersen fangelsisstjóri á stofnuninni. 1 því felst að við eigum auðveldara með aö hjálpa og leiðbeina ef ekki eru eldri afbrotamenn með í hópnum. „Uppfræösla” eldri afbrota- manna er ekki alltaf það besta fyrir ungu mennina. ’ ’ Sambandið persónulegt Stefnan á Ringe er sú aö forðast fjölmennar deildir þar sem sam- bandið veröur ópersónulegt og þess vegna var stofnuninni skipt upp í smáar einingar. „Með því aö skipta föngunum upp í sex hópa fáum við nánara samfélag þar sem starfsfólkið getur, þegar best lætur, fylgt sama hópnum allan refsitímann,” segir Andersen. langa fangelsisdóma, skyldu fá að vera utan fangelsisins með afar ófullkomna gæslu. En það kom í ljós einu sinni enn að róttækar hugmyndir Andersens héldu. Fangarnir öxluðu ábyrgð sína og íbúar Ringe eru hæstánægðir. „Einhver hluti þeirra var þó dálítið smeykur í upphafi þegar fréttist að við ættum að fara að vinna utan múranna,” segir einn fanganua. „En það hefur alltaf gengiö vel. Við höfum unnið ýmiss konar gr )y. SjUStörf og við að hellul , :ja gangstíga.” Fn ineirihlutinn starfar innan muranna við húsgagnasmíði eða hlýtur þar menntun af ýmsu tagi sem kemur vitaskuld að góöu gagni þegar frelsiö endurheimtist. Á húsgagnaverkstæðinu upphafi átti þátt í að koma fang- elsinu í Ringe á laggirnar fitjuðu margir sérfræðingar upp á trýn- iö. Þeir voru sannfærðir um aö þaö gæti aldrei gengið að reka fangelsi eftir hugmyndum Ander- sens. „Við erum hér yfirleitt með fanga sem eiga aö dveljast áratug eða meira bak viö lás og slá,” seg- ir Erik Andersen. „Hvað getur verið réttara en láta þá frá upphafi lifa svo eölilegu lífi sem auöiö er, miöað við kringumstæð- ur? Að meðaltali eru konurnar meö rúmlega átta ára refsitíma og karlarnir rúmlega sex ára.” Strangar reglur um barneignir Nú er 81 fangi í Ringe, þar af 15 konur. A fimm af sex deildum fangelsisins búa pörin saman og næstum allar konurnar eiga sér „vin” innan múranna. Afleiöingarnar láta ekki á sér standa. Fram til þessa hafa þrjú börn fæðst meðan móðirin afplán- ár. En satt að segja hefur þetta ekki verið neitt vandamál hingað til. Aö hafa konur og karla saman í fangelsinu hefur haft jákvæð áhrif á fangana,” segir Erik Andersen og aðrir starfsmenn fangelsisins eru sammála honum. Andrúms- loftið er verulega miklu betra en í öðrum fangelsum. „Fangarnir verða einhvern veg- inn tillitssamari hver viö annan og öll umgengni háttvísari. Þaö sést líka á innréttingunum aö konur eru í samfélaginu. Allur vefnaður fangelsisins er hreinni, sömuleiðis gólf og gluggar. Karlarnir taka ósjálfrátt upp hreinlegri lifi- máta.” Konurnar sem koma til Ringe eru á öllum aldri. Ringe er annaö tveggja fangelsa í Danmörku sem tekur á móti konum yfirleitt. Hins vegar hefja karlkyns fangar í Ringe refsivist sína áöur en þeir verða 23 ára, og það er engin tilviljun. „Við viljum hafa unga menn hér „Þessi hópur fylgist þá að í mörg ár og jafnvel á lokaskeiöinu þegar um þaö er aö ræða að út- vega einstaklingunum vinnu og húsnæði þegar fangavistinni lýk- ur.” Starfsemi fangelsisins nær líka út fyrir múrana. Erik Andersen átti þátt í að byggja upp þetta fangelsisform en uppgötvaði fljót- lega að vanrækt haföi verið að ætla, föngunum nægilega vinnu innan fangelsisins. „Störfin voru alltof fá, þótt við hefðum varað við því. Þá var ekki um nema eitt að ræöa og það var að fara út fyrir veggi fangelsisins. Við byrjuöum á því aö smíða alvöru tréskip, 14 metra langt, eftir norskum teikningum. Og þaö er reyndur bátasmiður sem stjórnar verkinu. Annar hópur fékk að fara í byggöahverfin í Ringe, en þangað er aðeins spöl- korn, og þar hefur hann unnið aö alls konar viðgerðum.” Margir voru mjög svartsýnir á aö fangar, sem væru aö afplána 65% halda áfram afbrotum Það eru frjálsir trésmiðir sem stjórna vinnunni í fangelsinu og koma til vinnu sinnar á hverjum morgni. Varðmennirnir í fangels- inu hafa heldur enga sérstaka menntun til fangagæslu. Erik Andersen hefur af ráönum hug hlífst viö því aö leita mikið eftir þjónustu sérfræðinga. „Ég trúi því að venjulegt fólk sé jafnþýðingarmikiö og svokallaðir sérfræðingar,” segir hann. „Viö höfum enga félagsfræðinga, sál- fræðinga eða uppeldisfræöinga í venjulegri merkingu. Við getum heldur ekki stært okkur af því að fáir flækist aftur inn á glæpa- brautina. Þaö eru um það bil 65% sem gera þaö, en viö fáum líka verstu afbrotamennina í Dan- mörku.” Og Erik Andersen heldur áfram: „En á hinn bóginn vonast ég til að fangarnir beri hér meira 28 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.