Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 43
Hann fór aftur upp á brautina,
beygði sig saman með olnbog-
ana við hnén og þaut inn á
lokaáfangann, hratt með skíðin
flöt, höfuðið niðri í bringu og
skíðastafina þéttingsfast undir
handleggjunum. Kvíðinn var
horfínn. Það eina sem hann
fann til var óblandin vellíðan
yfír líkama sínum, snjónum og
höfugu, köldu kampavínsgliti
vetrarloftsins í þessari miklu
hæð.
Pierre bar skíðin sín upp
með keppnisbrautinni og
reyndi að leggja hana á minnið
því keppendur fengu ekki að
renna sér niður til reynslu.
Rétta leiðin kæmi ekki í ljós
fyrr en hann væri kominn af
stað og þyti gegnum völundar-
hús af bambusstaurum. Á
meðan hann beið þess að röðin
kæmi að honum myndi hann
horfa á keppandann á undan
og reyna að átta sig á brautinni
út frá því hvernig hann bæri
sig. Það var nauðsynlegt að ein-
beita sér vegna þess að hliðin
voru óregluleg og oft mjög
nálægt hvert öðru. Það var
leikur einn að rekast á staur eða
sleppa hliði.
“rautin í dag virtist
ekki vera svo erfíð; tvær brattar
brekkur, báðar ofarlega,
nokkrar skarpar V-beygjur og á
eftir annarri þeirra var krappur
hlykkur sem hann gæti aðeins
náð með því að þröngva sér
upp í móti. Hann yrði að gæta
sín á þessum fjanda.
Pierre kom efst í brautina og
beið ásamt hinum keppendun-
um sem þokuðust að rásmark-
inu og andardráttur þeirra sást í
frostköldu andrúmsloftinu.
Hann hafði dregið númer 8,
gott númer vegna þess að
keppendurnir sjö, sem á undan
honum færu, myndu troða
brautina en hún yrði ekki orðin
jafnsundurskorin og þegar
síðustu keppendurnir færu af
stað.
Nú var röðin komin að
honum. Pierre lagfærði rauða
prjónabandið sem hélt
hárinu á honum frá augunum
og hlífði eyrunum og enninu
fyrir frostinu. Hann ræskti sig,
spýtti í snjóinn og stóð síðan
efst í brekkunni. Hann tók sér
stöðu, líkaminn þaninn, liðk-
aði axlir og háls, dró skíðin
óþolinmóður fram og aftur,
aftur og fram og beið eftir því
að komið yrði við öxlina á sér
til merkis um að fara af stað og
að skórinn setti tímamælinn í
gang.
Nú!
(j)i
fygy m leið og Pierre
stökk af stað vissi hann af þögl-
um dökkklæddum áhorfend-
um og skóf eins og hann væri á
skautum, ýtti, ýtti, ýtti sér í
sveig og áfram.
Eftir brattann við áttunda
hliðið tók líkami hans að
venjast hrynjandi hreyfíng-
anna. Pierre fann hvernig
slaknaði á spennunni, hjartað í
honum sló óvenju hratt þegar
kvíðinn veik fyrir æsingi og
kæti. í hvert sinn sem hlið þaut
aftur fyrir hann fann hann til
léttis.
llt í einu skulfu
um sem stóðu eins og veggur
meðfram brautinni. Hann þaut
niður, þá tók hann krappa
beygju fyrir ofan fyrsta hliðið.
Áður en hann komst gegnum
það hlið bjó hann samanrekinn
skrokkinn undir næsta hlið og
ákvað hvar hann ætlaði að
beygja að næsta hliði þar á
eftir. Frá því að hann byrjaði að
æfa hafði þjálfarinn hans æpt
að honum: ,,Hugsaðu tvö hlið
fram á við” og „hraðar,
hraðar, hraðar. ”Honum hafði
verið kennt að byrja varlega,
læra á brautina og síðan, þegar
hann hefði náð takti og væri
kominn á gott skrið, þá að
keyra eins hratt og hann
kæmist án þess að missa stjórn-
ina.
Hann sveigði snögglega til
hægri gegnum hliðið, með
fætur aðeins í sundur til þess að
ná betra jafnvægi, kraup enn
betur saman og færði síðan
þyngd sína yfír á innanverðan
fótlegginn um leið og hann
haliaði sér inn að fjallshlíðinni.
Hann beitti kálfanum skáhöll-
skíðin og skullu síðan í djúpri
dýfunni hjá hliði 14. Pierre
barðist við að ná aftur valdi á
sér. Nokkur skelfíleg augnablik
rann hann á svartleitum ísnum
sem keppendurnir á undan
honum höfðu skafíð lausa-
mjöllina af. Næstum strax á
eftir kom þriðji brattinn. Hann
sveigði til þess að komast gegn-
um óþægilega staðsett hlið
vinstra megin við sig. Aftur
skulfu skíðin á ísnum og andar-
tak missti hann stjórnina.
Hann hætti umsvifalaust að
hugsa um hliðin fram undan
og sá aðeins tvo bambusstaura
beint fyrir framan sem þögla
ögrun.
Hann tók á öllu sínu, var-
irnar voru samanherptar,
augun voru þanin og hann
reyndi aftur að ná sjálfsstjórn-
inni. Síðan sveigði hann af
hörku gegnum næsta hlið og
einbeitti sér aftur að hliðunum
fram undan. Þar sem hann
sentist niður hlíðina tók hann
varla eftir bláklæddum óláns-
manni sem skreiddist út
fyrir brautina.
Þetta var lítil bevgja
sem ekki var öll þar sem
hún var séð. Hann hafði
fundið hliðarstaurinn strjúk-
ast við upphandlegginn á sér.
Strax í kjölfarið kom enn
verri beygja í nær
sömu hæð. Hann ýtti sér
snögglega upp með ytra
skíðinu og fann hvernig vöðv-
arnir í kálfunum titruðu við
áreynsluna. Þetta yrði fótleggj-
unum á honum ofviða, honum
tækist þetta aldrei.
Hann rykkti sér til vinstri til
þess að forðast staur sem hafði
dottið til hliðar og ekki verið
settur upp. Hann fór næstum
því fram hjá þrítugasta og
fjórða hliðinu og aftur fór að
slakna á einbeitninni þegar
hann leiddi hugann að hraðan-
um og hafði næstum því stung-
ist á höfuðið við næsta staur.
Honum var brugðið og fyrsta
hugsun hans var að draga úr
ferðinni en meðfædd staðfesta
hans rak hann áfram. Áfram
rann hann í gegnum næstu tíu
hliðin af þrautseigju þess sem
staðráðinn er í að sigra.
/
\ [ / kki enn annar
bratti? Hann hugsaði með sér:
Eg vildi að ég næði í skottið á
þessum djöfli sem lagði þessa
braut. . . Þetta hlýtur þó að
vera sá síðasti . . .? Þá heyrði
Pierre allt í einu taktföst
hvatningarhróp áhorfendaskar-
ans. Hann vissi að það var
hrópað rétt áður en kom að
beygju ef manni gekk sérlega
vel. Hann hugsaði með sér: Ég
verð að hlusta, ég verð að ein-
beita mér.
Þá, ó, góði guð, nei — þar
kom enn og aftur brött brekka.
Af fífldirfsku notaði Pierre
hana sem stökkbretti. Allur
skrokkurinn lagðist fram þegar
hann píndi skíðin áfram og
lagði alla þá orku sem hann átti
eftir í að komast fram hjá
markstaurnum.
Skyndilega fann hann til
ofsakæti. Ekki sem verst . . .
Eftir að allir keppendurnir
höfðu farið niður fyrsta hlut-
ann hafði Pierre forystu sem
18. tbl. Vikan 43