Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 41

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 41
Framleiðandi: Lou Morheim. Handrit: Stephen og Elinor Karpf. Leikstjóri: Curtis Harrington. Sýningartími: 92 minútur. Íslenskur texti. Einkaréttur á íslandi: JS Video. Leikarar: Richard Crenna, Yvette Mimieux, Ken Kercheval (Cliff Barnes úr Dall- as), Kim Richards og Ike Eisenman. Hundur hins iila Þetta er eins konar hryllings- mynd, já, kannski bara hrein hryllingsmynd að sumra dómi. Hún er þó ekki bönnuð börnum eldri en tólf ára. — Myndin hefst á því er fólk úr sérstökum trúarhópi kemur í hundaræktunarstöð til að kaupa hund, tík til undaneldis. Fyrir valinu verður ein sérstök skepna og hún ekki beint í ódýrum flokki. Og víkur sögunni strax til þess staðar þar sem trúar- eða særingarathöfn fer fram. Hund- urinn leikur þar stórt hlutverk því honum — eða tíkinni — er ætlaö það hlutverk að ala af sér hvolpa með illum öndum í sér. Þessi trúarhópur hefur það hlutverk í raun að koma til valda höfðingja myrkursins meðal manna og eiga þeir að lúta valdi hans fyrir milligöngu og áhrif hunda, afkomenda tíkarinnar sem keypt var í þeim tilgangi. Nú víkur sögunni enn til annars staðar þar sem býr venjuleg fjöl- skylda, hjón með tvö stálpuð börn. Þau eiga hund en hann verður fyrir óhappi. Það er keyrt yfir hann á götu úti. Dóttirin á afmæli þennan dag og verður því fyrir umtalsverðum vonbrigðum með daginn. Þar rætist þó úr því sama dag ber að garði bíl farandsala sem býður til sölu sitt af hverju. í þeim bíl er líka tík með hvolpa sína! — Farandsalinn er svo „hugulsamur” að bjóða telpunni einn hvolpinn, í stað hundsins sem fjölskyldan missti! Það er því kominn annar hundur á heimilið. Lítill hvolpur. Nú tekur sagan allmiklum stakkaskiptum. Húsbóndinn á heimilinu og forráðamaður nýja hundsins, Mike Barry (leikinn af Richard Crenna), þarf á allri þeirri hjálp að halda sem hann getur fengið. — Það er nefnilega ekki auðvelt að ala upp hund hins illa! Fjölskyldan, að honum undanskildum, verður næsta und- arleg í háttum, svo ekki sé meira sagt. Undarlegustu slys eiga sér stað. Vinnukonan, sem strax leist illa á nýja hvolpinn, ferst í dular- fullum bruna. Besti vinur Mikes, sem reynir aö leysa gátuna, verður fyrir bíl. Við hlið hans situr hundurinn, með logandi augu. Að lokum á Mike engra kosta völ. Hann ákveður að lóga hundin- um. Þaö reynast hræðileg mistök. Það er lífshættulegt að reyna að skjóta ára djöfulsins. — Og Mike leitar á náðir miöils, konu sem grefur upp ýmsa hluti, áður óþekkta. Mike tekst á hendur ferð alla leið til Suður-Ameríku þar sem hann verður margs vísari. The TENTH MONTH ISLENSKUR TEXTI Carol Burnett and Keith Mlchell Kvikmynd byggð á sögu Laura Z. Hobson. Framleiðandi: Joe Hamilton. Leikstjóri: Joan Tewkesbury. Aðalleikarar: Carol Burnett og Keith Michell. Auk þeirra: Dina Merrill, Melissa Converse (Ellen Varley), Christina Raines (Nan Miller) og Richard Ventura (sem dr. Paul Jessop). Einkaróttur á íslandi: JS Video. Sýningartimi er 123 mínútur. Íslenskur texti. Tíundi mánuðurinn Þessi mynd er úr mynda- flokknum „Love & Live” sem hefur orðið vinsæll hjá viðskipta- vinum myndbandaleiganna, einkum vegna þess að í þessum myndaflokki eru kvikmyndir sem flokka má undir alhliða af- þreyingarefni fyrir alla fjöl- skylduna eða alla aldurshópa, eins og það er auglýst á myndböndunum af Kvikmynda- eftirliti ríkisins. En ekki síöur eru myndir úr þessum flokki bæði vel leiknar og skarta alltaf að minnsta kosti ein- um til tveimur frægum leikurum sem eru þekktir fyrir aö koma ekki nálægt slæmum kvik- myndum. Þessi mynd fjallar um sjálf- stæða, fráskilda konu sem komist hefur vel áfram en verður ófrísk eftir ástarævintýri. Hún hefur enga löngun til þess að giftast barnsföður sínum en hana hefur hins vegar alltaf lang- að til að eignast barn. Hún býr sig því undir að verða móðir, af mikilli eftirvæntingu. Ástand hennar um meðgöngutímann hefur ýmsar ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Meðal annars verður það til þess að spilla sambandi hennar við hinn trygga — en gifta — vin hennar, Matthew Pool. Theodora Grey, en svo heitir söguhetja okkar (Carol Burnett), á í dálítilli baráttu við sjálfa sig þegar hún tekur á móti þeim frétt- um að hún sé barnshafandi. Hún er komin á fimmtugsaldur. Þaö er ein ástæðan. Önnur er sú að barn og blaðamennska hjá tímariti fellur ekki hvort að öðru, einkum ef móðirin er einstæö. Theodora Grey fer að hafa áhyggjur. Hún heimsækir bróöur sinn og mágkonu. Þar fær hún ekki mikla uppörvun en nokkrar spurningar. — Hvenær giftirðu þig? er ein spurningin. Hún er snögg upp á lagið. — Ég ætla ekk- ert að gifta mig. Mágkonan vill halda ráðleggingum til streitu og það fer að kastast í kekki milli hennar og flestra þeirra sem hún áður umgekkst. Hún tekur það ráö að „hverfa” af sjónarsviðinu meðan á „á- standi” hennar stendur — frá vinnu, frá kunningjum. Hún leigir sér íbúð í ókunnu umhverfi. Theodora er allt í einu orðin ráðgefandi um fóstureyðingu vegna fyrri reynslu sinnar um það efni. Hún getur ekki orðið að liði. . . Þetta er margslungin mynd sem fjallar um málefni einstæðra foreldra og rétt þeirra til að ákveöa sjálfir sín markmið með lífinu. 18. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.