Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 34
aldrei hafa viljað gifta sig, það hafi veriö Bianca sem þröngvaöi á hann hnappheldunni á sínum tíma. „Mér leiðast lagalegar skuldbindingar. Hjónaband er eins og aö skrifa undir 356 blað- síðna samning án þess að hafa hugmynd um hvað stendur í honum. Mér finnst þaö tóm vit- leysa — ég er ánægöur með gang mála eins og hann er.” En Jerry? „Ég er viss um að hana langar að gifta sig einhvern tíma en hún biður ekki svo oft um þaö nú orö- ið.” Að mati Mick Jagger virðist það alltaf vera konan sem vill giftast þó að sú sé ekki endilega alltaf raunin. „Margar þeirra eru aldar upp meö rómantískar grillur um hvíta kjólinn, kirkjuna og mesta. sæludag lífsins og myndaalbúmið. Þær viröist enn vera við lýði, þess- ar rómantísku miðaldahug- myndir, ekki þó alltaf og ekki hjá öllum konum en þessi goösögn lifir enn.” En Jerry lætur afskaplega vel að vera móðir, segir hann, og sjálfur segist hann elska börn. Honum þykir afar vænt um dætur sínar en hefði gjarnan viljaö eignast son, þó svo að sú löngun hvíli ekkert þungt á honum. Hann leikur sér mikið viö Elizabeth Scarlett, matar hana og svæfir. „Þaö er mjög mikilvægt aö börn á þessum aldri finni öryggi,” segir hann. Hinar dæturnar eru Karis, 14 ára, dóttir Marsha Hunt, og Jade, 13 ára, dóttir Bianca Perez, fyrr- um eiginkonu kappans. Karis hefur ekki veriö mikið með fööur sínum en hann kostar nám hennar og sýnir henni nú meiri áhuga en áður. Jade er í heimavistarskóla. Pabbi vill ekki leyfa henni að vera á Manhattan sem hann segir ekki stað fyrir ungling að alast upp á. Jagger átti sjálfur að fara í heimavistarskóla þegar hann var strákur en hann kom sér undan því með því að gera samning viö föður sinn. Ef hann fengi hæstu einkunnir í öllu á prófunum í gamla skólanum mátti hann vera þar áfram og stráksi gerði sér lítið fyrir og fékk A í öllu. Jagger bauð Jade upp á sömu býti en henni tókst ekki aö uppfylla kröfurnar. I ástarmálunum segist Mick Jagger vera bæði rómantískur og ástríðufullur en ekki alltaf jafn- heppinn í ástum, eins og gengur. Hann heldur enn góðu sambandi við sumar gömlu kærusturnar, til aö mynda þá frægustu þeirra, MarianneFaithful. Jagger segist þarfnast stöðug- leikans sem samband hans viö Jerry Hall gefi sér en hann vill ekki láta njörva sig niður. Hann segir: „Það er ekki hægt að vera í föstu sambandi og eltast jafn- framt við hvaða stelpu sem á vegi manns verður. En ég hef útskýrt þaö fyrir Jerry að ég vilji samt ekki láta útiloka mig frá öðrum helmingi mannkynsins. Henni finnst þaö ekkert tiltökumál. Henni þykir gaman aö rabba við myndarlega menn í samkvæmum á meðan ég tala við sætar stelpur. Það eiga allir í lauslegum sam- böndum, sérstaklega í borgum. Ég er mikill borgarbúi og lendi oft í svona lausasamböndum. Maður getur ekki hætt að standa í öllu svona á meðan þaö heldur áfram að koma upp á, en það er ekki þaö sama og að vera með hvaða stelpu sem maöur hittir. Jagger virðist ekki setja órofa tryggð neitt sérlega ofarlega á blað og heldur því fram að þaö reynist sér mjög erfitt að vera konu sinni trúr ef hann sé í burtu frá henni til lengdar. „Ég held aö þaö sé frekar sjaldgæft, Charlie Watts (trommuleikarinn í Stones) er sá eini sem ég veit um.” En Mick Jagger er ekki bara aðlaðandi í augum kvenna, hann fellur líka í kramið meðal margra karlmanna. í viötalinu ýjar hann að því aö hann hafi átt vingott við karlmenn en þegar blaðamaður- inn gengur á hann segist hann ekki hafa átt í neinu alvarlegu slíku síðan hann var í skóla og reyndar ekki einu sinni þá, og svo vill hann eyöa talinu. Hann segist þekkja marga homma og einu sinni á „tvíkynja tímabilinu” á sjöunda áratugnum hafi hann haft mjög gaman af því að vita að hann gekk í augun á karlmönnum líka en hann líti á sig sem algjörlega neterosexual. Jerry Hall er hálaunuð ljós- myndafyrirsæta og hefur nóg að gera utan heimilisins. Jagger hefur ekkert á móti því að hún vinni sitt starf og dragi í búið en hann er ekki jafnhress með eyðslusemina í henni og hégóma- girndina. „Mér finnst þetta kjána- legt, allir þessir pelsar og skart- gripir. Ég er alltaf að reyna að segja henni það. Mér þykir ekkert gaman að fara með henni út í ein- hverjum þessara rándýru loðfelda sem hún hefur fengið fyrir ein- hverja auglýsingu eða keypt fyrir eigin peninga vegna þess að ég hef ekki viljaö gefa henni fyrir honum. Mér finnst þaö afkáralegt og ég þoli reyndar ekki pelsa yfir- leitt. Mér finnst það vanþroska- merki aö hafa gaman af slíku. En ég var líka vanþroska lengi. Svo maöur verður bara aö vera þolin- móður.” Hvernig líður Mick Jagger 41 árs? „Æ, ég veit þaö eiginlega ekki. Ég þekki engan sem er 41 sem segði ekki aö hann vildi frekar vera 31 eða 21. . . En það er ekki hægt að gera mikið í málinu, maður verður bara að sætta sig viö það.” Mick Jagger er ekkert að hætta í bransanum þó kominn sé á fimmtugsaldurinn — þaö eru fleiri að gera þaö gott — en hver veit nema einhverra breytinga sé að vænta hjá honum á næstu árum? Um það vill hann þó ekkert upplýsa að svo stöddu. (Þýð. og samantekt ÞE) 34 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.