Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 52

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 52
Spánverjar, sem sigldu ti! Suður- Ameríku fyrir fjórum öldum, lýstu meðal annars flokki bardagakvenna sem þeir rákust á. Það var árið 1541 sem sægarparnir komu auga á valkyrjur þessar í námunda við Amazonfljótið mikla. Þóttust þeir hafa kynnst dular- fullum helgisiðum kvenna sem sagðar voru drottna yfir ættbálkum sínum. Nú hefur brasilískur vísindamaður fært sönnur á tilvist þessara helgisiða og brugðið Ijósi á stöðu kvenna hjá Xinguættbálkinum í Brasilíu. Claude Vilas Boas umgekkst Xingufólkið um 30 ára skeið og fregnaði á þeim tima af fjórum slikum helgiathöfnum — en þær nefnast Jamúrí-kúma. Siðustu athöfnina Ijósmyndaði Claude Vilas Boas fyrir VIKUNA og erlend tímarit. Við skýrum frá þessum dulúðugu athöfnum kvennanna i lit- myndum og máli í næstu VIKU. Missið ekki af þessum þætti i sjálfstæðisbar- áttu kvenna! Fæ oft alveg hræðilega heimþrá Nú er fast að ár liðið frá þvi að Berg- lind Johansen var kjörin fegurðar- drottning islands og liður að þvi að hún krýni arftaka sinn. Á meðan hefur hún verið fulltrúi íslands i margri keppninni svo sem Miss Universe og Miss World en vinnur nú sem fyrirsæta hjá KAY- Models í New York. Og í næstu VIKU er hressilegt viðtal við hana um þetta liðna ár. I NÆSTU VIKU: Með kveðju til Kastró Næst liggur leiðin með Arnarflugi til Kúbu og höfuðborgin Habana — eða Havana eins og Kanarnir kalla hana — verður þrædd vendilega. Sagt verður frá ýmsu sem kom islenskum augum nokkuð spánskt fyrir sjónir því engu er likara en Kúbanir hafi villst inn í ævintýrið um Þyrnirós. En kemur svo prinsinn og kyssir Kúbani? Á tveimur opnum í næstu VIKU segjum við frá þessu og afdrifum persónulegrar kveðju til Kastró sem fyrirfannst i farangrinum. Bleik vorpeysa Vorið er komiö með bleikum fötum og því ekki úr vegi að birta uppskrift af einni sannkallaðri vorpeysu úr bleiku bómullargarni og með fallegu en einföldu munstri. Megrun fram undan Þá eru páskar, fermingar og önnur opinber tilefni til vambkýlinga og spik- söfnunar að baki og hafa skilið eftir sig óþægileg ummerki. . . sumsé vara- dekk, undirhökur, lærapoka og istru- vömb svo eitthvað sé nefnt — hjá sumum. Því er ekki um annaö að ræða en takast á við ófögnuðinn fyrir sumarleyfið i stuttbrókum og sem minnstu að ofan. Allir í megrun og góða likamsrækt i næstu VIKU! SX ViKan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.