Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 14
Texti:
Þórey
Myndir:
RagnarTh.
,,Þó maður segi nú
EINN & EINN
vafasaman brandara. .
Jón Ólafsson á sprettinum
Það heyrist ekki eins oft í Jóni Ólafssyni á rás 2 og áður. Starfs-
aldur hans þar er jafnhár aldri rásarinnar. Hann steig sín fyrstu spor í
umdeildum morgunþætti fjórmenningaklíkunnar svokölluðu. í þeim
þætti voru menn frjálslegri og óþvingaðri en vaninn var til á Skúla-
götunni og virtust skemmta sér hið besta sjálfir. Það fór fyrir
brjóstið á sumum hlustendum en aðrir létu sér það vel líka.
Eftir að veldi fjórmenninganna leið undir lok var Jón um tíma með
morgunþátt en stjórnar nú þættinum Léttir sprettir á föstudögum
síðdegis, tónlistarþætti þar sem oftar en ekki eru leikin gömul góð
lög.
Þaö er meö ólíkindum hvaö
maðurinn hefur mikiö að gera.
Fyrir utan starf sitt hjá rásinni
spilar Jón Ólafsson í hljóm-
sveitinni Töfraflautunni meö
nokkrum vinum sínum, er að
læra útsetningar í tónlistarskóla
FlH, spilar jass á Hrafninum,
semur tónlist og spilar inn á
auglýsingar, samdi tónlistina
fyrir Grænu lyftuna hjá Revíu-
leikhúsinu, er skráöur í íslensku í
Háskólanum (þótt honum hafi
ekki gengiö vel aö mæta í vetur),
vasast í blaöamennsku, æfir fót-
bolta meö knattspyrnudeild
Glímufélagsins Víkverja, er aö
kaupa sér íbúö með kærustunni
— og er svo hálfhissa á því aö
hann skuli ekki hafa meiri tíma
aflögu!
„Ég veit ekki hvort ég lít á mig
sem útvarpsmann fremur en
annað. Ég er alltaf að vesenast í
svo mörgu aö ég var alveg í vand-
ræöum þegar átti að setja nafnið
mitt í símaskrána. Ég er í svona
fjórum fimm störfum, svo ég
lagði bara saman tekjumar og
fann út hvar ég heföi mest laun
og þá skrifaöi ég Jón Olafsson
tónUstarmaður.”
.. .og lofaði sjálfan mig í hástert
Jón er 22 ára Reykvíkingur og
útskrifaöist sem stúdent úr
Versló 1982. Hann hefur fengist
viö tónUst frá því aö hann var
smápatti, lært á píanó, spUað í
hljómsveitum, veriö stjómandi
Verslunarskólakórsins, en aldrei
fyrr veriö plötusnúöur. Hvemig
atvikaöist þaö aö hann réöst til
rásarinnar í upphafi?
„Ég skrifaöi Þorgeiri bréf,
þekkti hann ekki neitt, sumariö
’83, áöur en rásin byrjaði og lof-
aði sjálfan mig í hástert. Ég bauð
fram aöstoð mína ef hann
vantaöi fólk og heföi áhuga. Þaö
var aldrei auglýst neitt opinber-
lega og ég held að ég hafi verið
einn sá fyrsti sem skrifaði hon-
um. Svo fór ég í prufu í október
eða nóvember og síðan var hringt
í mig og ég tekinn í morgunþátt-
inn með PáU, Ásgeiri og Am-
þrúði. Þaö var mjög gaman. Viö
vorum aUt upp í f jögur í einu í út-
sendingu og þaö fór voöalega í
taugamar á mörgum þegar við
vorum aö gantast og spauga. Þaö
var skrifað í blöðin og kvartaö
14 Vikan 18. tbl.