Vikan


Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 18

Vikan - 02.05.1985, Blaðsíða 18
 Smásaga Tony Mathiot Kona með hjarta Hún er búin aö koma fyrir dýn- unum úr gömlu vöggunni drengj- anna og tveimur púöum af sóf- anum í kjallaranum aftur í bíln- um. Yfir þetta breiddi hún gamalt lak, þunnt teppi og tvo kodda úr helmingi mannsins hennar af rúminu. Hún setti þunnan pappa fyrir gluggana. Skottið hennar, finnst henni oft, lítur á endanum út eins og staður þar sem hægt er að unga einhverju út; og stundum á þessum perlugráu, líflausu morgnum ímyndar hún sér að hún skríði inn í afdrepið sem hún hefur gert og hefji langar deyfandi hríðir. Hún lýtur fram, beygir höfuðið, fjögurra ára syni hennar er andar- tak ekki haldið uppi af öðru en höndum hennar, og kemur hon- um svo fyrir yst á dýnunni upp við framsætið. Hann grúfir sig niður í koddann, bærir fingurna, smellir í góm, andar aftur hljóðlega. Hún bakkar út, réttir úr sér, dregur skotthurðina rétt nægilega niður svo aö hún hvorki lokist né opnist og snýr sér svo viö og hraðar sér aftur að húsinu. Runn- arnir við stíginn eru tortryggilega kyrrir, eins og haldi þeir niöri í sér andanum. Loftið virðist gult, kornótt, eins og gömul filma. Þetta, hugsar hún, er alltaf versti tíminn, þegar Raymond sefur í bílnum og Douglas sefur uppi, þegar hún sér fyrir hug- skotssjónum sínum annan velta úr rúminu og skella á gólfið, hinn kremjast eins og blóðuga harm- óníku framan á drukknum kadílják. Tilhugsunin kemur henni til að hlaupa upp stigann; þar sem hún er ekki enn viss um að hún sé í raun og veru vöknuð getur hún ekki annað en tekið tillit til möguleikans á martröð. En Douglas er öruggur í rúminu miðju, í hlýrri sætri lyktinni af herberginu sem bræðurnir deila með sér, hafa andað í alla nóttina. Hún færir hann blíðlega til, bústn- ar hendur og handleggi, vefur teppið um axlir hans. Hann byrjar að vakna, lágt óp í hálsi hans, en sofnar þegar aftur upp við háls hennar. Þó hann sé ári yngri en bróðir hans er hann þyngri — þétt- ari, spenntari þyngd, eins og hann látist bara sofa og sé að búa sig undir stökk. Bíllinn er enn þarna við gang- stéttarbrúnina, vélin suðar lágt; Raymond hringar sig enn kyrr- látur inni í honum. Hún lyftir huröinni með annarri hendi og lætur Douglas síga niöur á dýnuna við hlið hans, hagræðir teppunum yfir þeim báðum. Hún minnist stundar fyrir nærri því ári er hún leit á Clint og kom á óvart að sjá svolítið af drengjunum í andliti hans — gular dröfnurnar í augum hans; sléttar varirnar sem voru nærri því kvenlegar; hvernig hann opnaði stundum og lokaði munninum áður en hann tók til máls — allt nokkuð sem hún hafði aldrei tekið eftir hjá honum fyrr en hún hafði séö það hjá sonum þeirra. Það hafði komið henni til að finnast hún eiga hafsjó af vitn- eskju um eiginmann sinn ein- hvers staðar innra með sér og að synir hennar myndu knýja það fram líkt og úr kviði hennar. Nú leitar hún í andlitum þeirra að því sem hún er viss um að hún hljóti þegar að vita. Hún lætur hurðina síga. Þrýstir létt á hana þar til hún festist en læsist ekki. Hún getur ekki hætt á skellinn, hljóð sem myndi berg- mála í þessari kyrrð, hringsnúast, skoppa af öllum dimmu húsunum eins og bolti, valda því að ljósin kviknuöu, gluggatjöldin lyftust, reiðileg andlit birtust í glugg- unum. Sjálf hafði hún ævinlega. bölvað fólki sem fór snemma á fætur — ánægjulegum, holum hljóðunum sem það gaf frá sér þegar það æddi af stað til að hefja morguninn, skellti hurðum, kall- aði nöfn, skellti fótunum í gang- stéttina. Hún hreyfir sig klunna- lega, treglega á götunum fyrir dögun. Clint fór snemma á fætur og hann kyssti hana einn morguninn þegar hún var þung af svefni, barðist við að opna þó ekki væri nema annað augað, og fór svo úr húsinu með öll fötin sín, sumt af bókunum sínum og helminginn af sparifé þeirra. Þegar drengirnir vöktu hana*með miðann sem þeir höfðu fundið á eldhúsborðinu, miða þar sem ekki stóö annað en „Ég elska þig” með kringlóttri, barnalegri rithönd hans, hafði hún enn verið saklaus, enn syfjuð, brosti jafnvel, hugsaöi með sér að hún skyldi hringja í hann á skrif- stofuna og segja ,,Ég elska þig líka”. Hún fer fram í bílinn, opnar dyrnar hægt, sest við stýrið. Enn lokar hún dyrunum þannig aö hurðin rétt festist, ekur alla leiðina með hægri höndina yfir kjöltuna, heldur í armbríkina, augun leita hvað eftir annaö í spegilinn á skotthurðina. Hún ekur út á götuna. Þaö eru engin merki um sól ennþá, aðeins daufur glampi við endann á Bridge Street, fáein slitrótt ský teygjast þar fyrir ofan. Núna er hún búin að vera í tvær vikur að aka út blöðunum og veðrið hefur haldist. Það hefur verið svolítil morgunþoka en engin rigning; hlýtt októberveðrið heldur farið aö þynnast en enginn verulegur kuldi ennþá, ekkert frost. Þó er hún því viðbúin, þegar kólnar ætlar hún að fylla skottið af tylft af hitapokum áður en hún kemur niður meö drengina. Þegar rignir ætlar hún að vekja þá, láta sem þetta sé 18 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.