Vikan


Vikan - 11.07.1985, Page 7

Vikan - 11.07.1985, Page 7
Sjálfur höfuðpaurinn — Armani — í kokkteilboðinu þar sem hann lagði VIKUIMNI lið við að ná myndum af öllum herlegheitunum. Byrjunin var hversdagsleg — dúfunum við Dómkirkjuna boðið hátiðlega i morgunverð — aðalrétturinn maískorn. f^ótt Mílanó geti vart talist í hópi feg- urstu borga heims verður að viðurkennast að dagarnir þar geta reynst óvenjulega viðburðarík- ir. Einn slíkur hófst fremur sakleysislega með því að dúfunum fyrir utan Dómkirkjuna var boðið í morgunverð — aðalréttur maískorn — og lauk með því að sjálfur kóngur tískunnar á staðnum — Giorgio Armani — aðstoðaði við úrvinnslu tæknilegra atriða svo VIKAN gæti smellt af hon- um almennilegri slidesmynd. Morgunn í Mílanó, grár eins og borgin sjálf. Þegar leiö á daginn birti yfir, sólin náöi aö gylla grám- ann í umhverfinu. Dúfurnar fyr- ir framan Dómkirkjuna eina lífs- markiö og þiggja gráðugar maís- korn úr lófa. Einn og einn banka- maður röltir yfir torgiö og lista- skólanemar meö stórar möppur skrefa hratt áfram. Leiöin liggur aö aöalgötunni — tískumiðstöðinni La Bella Spina — sambærilegri rue Fauborg St. Honoré í París. Bella Spina er steinlögð og lokuð allri bílaum- ferð. Þegar kvöldar þennan dag fyllist strætiö af gestum, tískuritiö ítalska — Grazia — á stórafmæli og veislan er haldin á götu úti. Kampavínsbar á miðri götunni gerir öllum sem vilja fært að dreypa á víni og mikill mannfjöldi hefst þarna viö fram eftir allri nóttu. Dekurbörn ríkra foreldra En annað og merkilegra bíöur, tískusýning hins heimsþekkta Ar- manis í húsinu meö glergólfinu fræga og kokkteill fyrir útvalda að sýningu lokinni. Tíska næsta vetr- ar rennur inn gólfiö, gestir sitja á upphækkuðum pöllum og ólíkt ööru ítölsku skipulagi er nokkuö auövelt aö finna sinn rétta stað í kerfinu. Gestirnir eru frá öllum heimshornum, á næsta bekk fyrir framan skín á frægan skalla sem er einstaklega minnisstæður frá janúarsýningunum í París. Hann er eins og alls staöar, sat ábúðar- mikill á sýningu Yves Saint Laurent, borðaði glæsilega máltíð með sama þungbúna alvörusvipn- um í boöi Charles of the Ritz í Eiffelturninum og nú situr hann hérna — stekkur ekki bros. Myndi varla sýna nokkur svipbrigði þótt i sætinu væri stór kaktus eöa hatt- prjónn — óskiljanlegt hvaö mann- inum gengur til að sækja þessar samkomur. Fræga fólkiö vantar ekki hérna heldur, mest áberandi hjá Armani eru þó dekurbörn ríkra foreldra. Lagt er á sig ómælt erfiði til aö sýnast kærulaus í klæöaburöi. Allt of stórir Armanijakkar, vandlega útreiknaö hversu of stórir þeir mega vera, gallabuxur kirfilega merktar Calvin Klein og háriö vandlega teygt og togaö í hárfína óreiöu. Strákurinn við hliðina á mér er greinilega af frjálslegu gerðinni og á handleggnum er hann meö áberandi látlaust arm- bandsúr — Cartier, hvaö annað! 28. tbl. ViKan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.