Vikan


Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 13

Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 13
,,Ég held að viðhorf mín og minna systkina hafi mikið mótast af þeim viðhorfum sem ríktu á æskuheimili mínu. Þetta er vissulega baldinn hóp- ur sem alltaf er að rífa kjaft. Það ligg- ur í uppeldinu og skapgerðinni. Við erum fædd inn í þessi ósköp. Þess vegna er það ekki allt saman mér að kenna að ég er svona óþekkur í póli- tíkinni/' segir Ellert B. Schram og hlær þar sem hann situr á bak við skrifborðið sitt á Dagblaðinu-Vísi. Enginn skorar mörk nema að fara í sókn — viðtal við Ellert B. Schram Texti: Sigurður G. Valgeirsson Myndir: Ragnar Th. ,,Við erum sjö systkinin og það er næstum tuttugu ára aldursmunur á þvi elsta og því yngsta. Við höfum verið í mjög nánum tengslum við föðurhúsin alla tið. Maður hefur næstum því á til- finningunni að þótt við höfum öll stofn- að heimili hér og hvar þá sé gamla heimilið hið eina og sanna heimili allra þessara krakka. Það er mikið sótt i gamla húsið. Ég held að við höfum öll verið alin upp í því að vera einstaklingar og stolt og jafnvel frek. Uppeldi krakka í þá daga, er ég var að alast upp, var allt annað en það er núna. Bærinn var miklu opnari og hrárri. Það var hægt að fara með köllunum á grásleppu og með þvi að ganga í tíu mínútur var maður kominn í dæmigerða sveit. Núna komast krakkar varla I sveit nema að borga með sér. Nú, maður fór á öskuhaugana og skaut rottur, framdi prakkarastrik, lifði frjálsa og skemmtilega æsku sem gerði mann sjálfstæðan. Lét námið ekki tefja sig frá iþróttunum Ég fór I Verslunarskólann eftir að hafa verið í Melaskólanum. Erfiðast við þá skólagöngu var að burðast með rit- vélina alla leið vestan úr bæ og yfir Skothúsveginn. Svo passaði maður sig á því að láta námið ekki tefja sig frá iþróttunum. Ég var heltekinn af þeim; var i fótbolta frá því á morgnana og fram til klukkan tólf á kvöldin. Það komst ekkert annað að. Ætli maður hafi ekki komist til allra Evrópulahda i fótboltaferðum. Og i slikum ferðum gerast þannig ævintýr að frá þeim verð- ur ekki sagt í blaðaviðtali." Ellert hlær að tilhugsuninni. ,,Ég veit ekki hvað segja skal um Há- skólann. Það var nú ekki beint íþyngj- andi laganámið í þá daga." — Eitthvað minnisstœtt frá háskóla- árunum? ,,Ég tók mikinn þátt i félagsstarfi stúdenta og sinnti þar að auki skemmt- analifinu af samviskusemi. Á þeim árum kynntist ég mörgum góðum manninum sem nú á mikið undir sér í þjóðfélaginu. Það var mikið mannval i lagadeildinni. Það hljómaði eins og embættismannatal ef ég færi að telja alla þá kappa upp. Ég stofnaði fjölskyldu á þessum árum eins og þótti sjálfsagt að maður gerði upp úr tvitugu. Fyrsta barnið fæddist '63. Ég vann jöfnum höndum með náminu og konan lika. Námslánin dugðu upp i nös á ketti. Ein af fáum fríðindum sem við höfðum var að við fengum fritt í Háskólabíó. Það varð til þess að ég þurfti stundum að sjá sömu myndina tvisvar. Við lásum á Aragöt- 28. tbl. Vikan 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.