Vikan


Vikan - 11.07.1985, Síða 14

Vikan - 11.07.1985, Síða 14
unni, félagarnir, og i hvert skipti sem ný mynd kom fjölmenntum við i fimmbíó til að líta á hana. Svo þegar heim var komið og konan stakk upp á þvi að fara á myndina gat maður auðvitað ekki viðurkennt bióslórið — og fór aftur. Vandamálastuðpúði Eftir námið réðst ég fljótlega sem skrifstofustjóri hjá borgarverkfræðingi. Var vandamálastuðpúði. Ég hugsa að það hafi ekki verið neitt próblem i bæn- um svo að ég hafi ekki vitað af þvi," segir Ellert með svip sem gefur til kynna að þetta sé varlega orðað. ,,Það voru ekki margir Reykvikingar sem ég þekkti ekki með nafni. Á þessum tíma átti að fara að byggja i Fossvogi og Breiðholtinu, hér i Múla- hverfinu og annars staðar i úthverfun- um. Hvarvetna var mikil byggð á erfða- festulóðum eða hús i óleyfi. Eitt af mín- um verkum var að hreinsa svæðin, kaupa húsin og útvega fólkinu nýtt iveruhúsnæði. Það þurfti að leggja heilu svæðin i eyði og byggja upp aftur. Það var oft erfitt að horfa upp á fátækt, óreglu og erfiðleika fólks í þessum hús- um. En þetta var upp til hópa gott fólk sem var að bjarga sér sjálft og gerði það möglunarlaust jafnvel þótt forhertur embættismaður rifi ofan af þvi eignirn- ar. Erfiðast var samt að rífa fjárborgirn- ar í Blesugrófinni. Það var eins og það hefði miklu meiri áhrif á tilfinningar manna þegar þeir misstu fjárhúsin en þegar þeir misstu íþúðarhúsin. Þrátt fyrir allt var þetta ákaflega heill- andi starf og góður skóli fyrir ungan mann. Ég hætti i þessu starfi og fór á þing. Það þótti ekki samrýmast þá að vinna hjá borginni og vera á þingi. Þannig var nú litið á málin í þá daga." Káerringur — Þú ert mikill KR-ingur. Er það sér- stök lifsstefna? ,,Það má segja að ég sé fæddur inn í það félag. Ég var skráður í KR frá fæð- ingu, enda faðir minn og hans fólk gamalgrónir Vesturbæingar og KR-ing- ar, stofnendur og formenn með meiru svo ég hef sjálfsagt haft þetta i blóðinu. Ég man fyrst eftir mér í Norðurmýr- inni þar sem Framvöllurinn og Vals- völlurinn voru hvor sínum megin við mig. Það hvarflaði aldrei að mér að fara annað en vestur í bæ á æfingar. Ég held að svona gamalt félag eigi sér afskaplega sterkar rætur og rika hefð. Það skapast merkilegur mórall sem veldur þvi að menn bindast sterk- um böndum. Maður tengist órjúfandi böndum þeim félögum sem lifa saman súrt og sætt í íþróttunum frá morgni til kvölds og leika siðan saman fram á full- orðinsár. Jafnvel þótt maður hitti þá síðar á lifsleiðinni eftir fimmtán ára fjar- vistir er það eins og að hafa siðast talað við þann sama i gær þegar maður mæt- ir honum á götu. Þetta er að eiga sér rætur. i þvi felst lífsstefna." — Þaö ar ekkert erfitt fyrir ritstjóra afl eiga svona mikið af góðum vinum? ,,Það er mesta gæfa hvers manns að eiga sér vini, sama hvert starfið er. Sjáðu til, i íþróttum fara menn ekki i manngreinarálit. Þar er fólk úr öllum stéttum. Maður kynnist ólíkum per- sónuleikum og áttar sig betur á því að fólk er allt saman eins hvort sem það hefur komist til mannvirðinga, mennta eða ekki. Slík kynni hjálpa manni i póli- tík. Þau hjálpa manni i ritstjórn." — Þú ert á því að fólk sé stórt sóð eins? ,,Ég held að það megi orða það þannig að gæði og gjörvuleiki fólks fer ekki eftir rikidæmi eða titlum. Þú getur fundið þina bestu vini, mestu perlurnar, i hópi almúgamanna sem aldrei eru i sviðsljósinu." „Sjálfsagt það sem menn kalla sportidíót.” Atvinnumennska — Þú lékst knattspyrnu á árum éflur við góðan orðstir. Heldurðu að þú heföir orflið atvinnumaður ef þú hefflir fœflst siflar? ,,Það eru auðvitað ólíkir timar núna þótt þetta sé ekki langur timi. Ég fékk nú reyndar ekki tilboð en tilmæli um það að spreyta mig með liðum erlendis. En slikt var aldrei í myndinni i neinni al- vöru. Þá var ég i háskóla og að stofna heimili. Mörg járn í eldinum. Það kom aldrei til greina að leika fótbolta öðru- vísi en með minu gamla félagi og af áhuga. Ef ég hefði verið að leika núna, haft hæfileika til og fengið tilboð hugsa ég að það hefði verið spennandi i vissan tima. Ég held að sú lifsreynsla sem ung- ir menn fá með þvi að vera erlendis i nokkur ár og sjá sig um og læra mál og kynnast öðrum þjóðum sé ómetanlegt veganesti seinna á lifsleiðinni. Ég er ekkert hissa á þvi þótt ungir menn sæk- ist eftir þvi." — Hverjir eru eiginleikar góðs knatt- spyrnumanns? „Frumskilyrðið er að hann sé leikinn og hafi fullt vald á knettinum. En það er náttúrlega ekki nóg. Góður knatt- spyrnumaður verður að hafa skilning á leiknum. Hann verður að geta lesið leik- inn eins og sagt er á knattspyrnumáli. Síðast en ekki síst verður hann að hafa rétta skapgerð. Maður hefur séð marg- an snjallan leikmanninn i yngri flokkun- um verða að engu vegna þess að hann hefur skort karakter. Menn þurfa að hafa mikinn sjálfsaga og einbeitni. Hafa viljann til þess að sigra og gefast ekki upp við mótlæti." — Þetta eru kannski eiginleikar sem henta viflar en á vellinum? „Ég held að eiginleikar, skapgerð og frammistaða manna á leikvellinum endurspegli mjög manninn sjálfan. Það er enginn vafi á þvi að i grundvallarat- riðum laðar þessi leikur fram það sem ríkast er i fari hvers manns." ,„Þeir sem hafa lítið að gera koma yfirleitt engu í verk" — Þú ert með mikifl á þinni könnu: varaformaður UEFA, formaður KSÍ, al- þingismaður og ritstjóri. Er ekkert erfitt að koma þessu öllu heim og saman? „Blessaður vertu. Þetta er ekkert mál. Ég er búinn að vera i mörgum hlut- verkum svo lengi sem ég man eftir mér. Þetta er kannski með þvi minnsta núna. Á tímabili, þegar ég var skrifstofu- stjóri hjá borgarverkfræðingi, var ég líka fyrirliði íslenska landsliðsins, for- maður þjóðhátíðarnefndar og formaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Svo æfði ég fimm sinnum í viku hjá KR og lék með félaginu. Þetta er hálfgerð afslöppun hjá mér núna.” — Þafl hjálpar þér afl vera í góflu formi? ,,Á ég núna að segja þér frá þvi að ég sé í góðu formi?" spyr Ellert glottandi. ,,Ég hef ákaflega gaman af öllum íþróttum. Ég er sjálfsagt það sem menn kalla sportidíót; stunda skiði, sund, hleyp og spila fótbolta, er í líkamsrækt. Þetta er fyrst og fremst gert ánægjunn- ar vegna. Forsendan fyrir því að menn séu hressir í starfi er að þeir séu i góðu líkamlegu ástandi. Líkamleg vellíðan er svo aftur forsendan fyrir hinni andlegu. Þetta helst í hendur." — Þú telur þig geta sinnt öllum þinum störfum fullkomlega? „Ég segi ekki að það sé æskilegt í sjálfu sér að menn taki að sér mörg störf í einu. Eflaust er hægt að gera þetta miklu betur. Einhvern veginn hef- ur þetta æxlast svona að ég hef verið í fleiri en tveimur og fleiri en þremur störfum í einu. Ég hef alltaf haft gaman af því að vinna og leiðist að sitja auðum höndum. Ég held að þetta sé ekki spurning um hvort maður sé í mörgum störfum í einu. Þetta er frekar spurning um að gefa sér tíma og skipuleggja hann. Ef ég þyrfti að biðja mann um að gera eitt- hvað fyrir mig og gera það fljótt myndi ég snúa mér til einhvers sem ég vissi að hefði mikið að gera. Þeir sem hafa lítið að gera koma yfirleitt engu í verk. Þeir hafa lítið að gera vegna þess að þeir geta ekkert." Út af þingi — Hvert af störfum þinum metur þú mest? „Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af öllu sem ég hef verið að gera og mest af þvi sem ég geri þá stundina. Sjálfsagt er ég í öllu þessu vegna þess að ég vil ekki sleppa neinu. Hins vegar hefur ritstjóra- starfið verið mitt aðalstarf á undanförn- um árum. Mér finnst það ákaflega spennandi viðfangsefni. Gegnum rit- stjórnina rennur allt sem merkilegt ger- ist í þjóðfélaginu. Það er dýnamískur starfsvettvangur: óvæntar uppákomur og alltaf ný verkefni á hverjum degi. Maður er að skapa. Að því leyti er rit- stjórn á blaði og blaðamennska útrás fyrir sköpunargáfuna. Þetta er lika eins „Þafl má segja afl óg hafi losnað úr álögum. Maður sá pólitíkina og marga aðra hluti í nýju Ijósi." og kappleikur. Þú veist aldrei um úrslit- in. Svo er þetta lika pólitík, menn eru að segja hug sinn og hafa skoðanamót- andi áhrif." — Er þingseta ekki leiðinleg fyrir mann sem vill hafa gang á hlutunum? ,,Ég segi ekki að hún sé leiðinleg. Al- þingi er óneitanlega vinnustaður þar sem ýmislegt er að gerast. Hins vegar neita ég því ekki að það getur oft verið leiðinlegt að sitja þar og hlusta á mis- jafnlega merkilegar ræður. Og þingseta er leiðinleg þegar maður ræður engu." — En hvafl er fram undan hvafl snertir stöðu þína í Sjálfstæðisflokknum og á Alþingi? Þú ert þarna einn á báti . . . „Jú, það á sér náttúrlega sinn að- draganda. Það má kannski rifja það upp að ég fór ungur inn á þing og sat þar frá '71 til '79. Árið '79 var ég formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðismanna. Þá kom upp klofningur hjá sjálfstæðismönnum, bæði norður á Akureyri og á Suður- landi. Það stefndi einnig í slikan klofning hér í Reykjavik. Þá bauð ég formanni flokksins að skipta um sæti á listanum til þess að skapa frið um framboðið. Þvi tilboði var tekið. Ég fór í áttunda sæti á listanum og féll út af þingi. Það var nú kannski ekki það versta sem fyrir mig hefur komið í lífinu að detta út af þingi." 14 Víkan Z8. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.