Vikan


Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 19

Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 19
þykja ákjósanlegir í skóla og fyrirlestrasali enda mikið keyptir í opinberar byggingar víða um heim. Og kannski man einhver eftir frægri mynd af gripn- um sem gekk um heiminn árið 1963 en þar sat leik- konan fræga og margum- talaða, Christine Keeler, öfug á stólnuat'v. það er að segja stómakið form- fagra kom upp a rnilli fóta stjörnunnar! Stólinn er að sjálfsögðu hægt að fá enn þann dag í dag og hér á landi í versluninni Epal fyrir 2.950 krónur. Mynd 6 ,,Lampi og stóll eru jafnan mjög mikilvægir hlutir í umhverfinu," sagði finnski arkitektinn Alvar Aalto sem jafnan teiknaði alla innan- stokksmuni í byggingar sínar ef honum fannst þá réttu vanta. Hann bætti svo við: „Það að þessir innanstokksmunir passa einhvers staðar annars staðar er svo annar hand- leggur." Nafn Alvars Aalto ber hátt í formsköpun og húsagerðarlist á Norður- löndum og er nefnt í sömu andrá og Le Corbusier, Walther Gropius og Mies van der Rohe sem eru heimsþekktir hönnuðir. Húsgögn Alvars Aalto þykja stílhrein og yfirlætis- laus enda ávöxtur af ára- tuga starfi. Stólasería Al- vars Aalto, sem svo margir kannast við, var hönnuð fyrir bókasafn í Finnlandi í kringum 1935 (kollurinn kom reyndar til seinna). Aalto fæddist árið 1898 og um þrítugt byrjaði hann til- raunir sínar á efniviði úr finnsku skógunum þar sem birki og fura hafa skipað heiðurssess frá fornu fari. Tilraunirnar fól- ust í því að tengja og sveigja viðinn og móta úr honum það sem áður hafði verið reynt með stálpipum. Og seinni tíma framfarir í meðferð viðar gerðu hon- um kleift að móta bæði heilan og samlímdan við á enn fjölbreyttari hátt. Hús- gögn Alvars Aalto er að finna á ýmsum stöðum í heiminum, allt frá barna- heimilum, skólum, kirkj- um, veitingastöðum og sjúkrahúsum í Finnlandi til veglegra auðkýfingahúsa í Frakklandi og á Ítalíu. Hér á landi er meðal annars hægt að kynnast list Al- vars Aalto í Norræna hús- inu sem hann teiknaði og þar er hægt að fá glögga yfirsýn yfir húsgögn sem þjóna ólíkum tilgangi en falla vel að umhverfi og móta andrúmsloftið. Hús- gögn Alvars Aalto er hægt að kaupa í versluninni Casa, ýmist úr hreinu birki eða úr birki með linoleum- plötum í ýmsum litum, eins og hvítu, svörtu og rauðu. Stóllinn á myndinni kostar 3.112 krónur en koll- urinn 2.230 krónur. Mynd 7 Poul Kjærholm er enn eitt þekkt danskt nafn innan húsgagnahönnunar. Hús- gögn hans þykja með því fínna eins og sagt er enda ekki á ódýru línunni. Poul Kjærholm fæddist í Kaup- mannahöfn árið 1929 og var aðeins fimmtugur þeg- ar hann lést árið 1980. Poul Kjærholm vildi hanna fyrsta flokks húsgögn og einfaldleiki er aðalsmerki þeirra hluta sem liggja eftir hann. Hann lærði hús- gagnasmíði en vann á ár- unum milli 1950 og 1960 mikið með stál, marmara, gler og leður. Húsgögn hans voru á fjölda sýninga um allan heim og hann hlaut fjölda verðlauna, síð- ast dönsku iðnhönnunar- verðlaunin árið 1973. Stóll- inn á myndinni þykir mjög dæmigerður fyrir Poul Kjærholm. Fæturnir eru úr stáli, setan úr polyesterefni með uxahúð. Frábær sam- eining efna og stóllinn er sagður verða fallegri með árunum. Og verðið er 21.300 krónur í versluninni Epal. Listaverk sem hægt er að sitja þægilega á! 28. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.