Vikan - 11.07.1985, Side 24
__________f
Gel og froða
í hárið
Þrátt fyrir aö gel (hárhlaup) og
froöa seljist grimmt eru afar fáir,
aö mati breskra hársnyrta, sem
vita hvernig á aö nota þetta svo
vel fari. Að sögn eru þeir til sem
í hár sem er með broddum þarf gel
sem heldur hárinu vel í lögun og
síðan verður að styrkja það með
hárlakki þegar hárið er þornað.
sletta bara klessu í hárið á sér og
velta því síöan fyrir sér hvernig
standi á því aö háriö virðist ekki
þykkra og fyllra eins og stendur í
auglýsingunum.
Gel og froöu er ágætt aö nota til
aö mynda fyllingu í hárið. Séu
þessi meðul ekki notuö rétt geta
þau hins vegar valdiö því aö þaö
verður slétt og líflaust.
Leyndardómurinn er fólginn f
því aö setja gelið eöa froöuna í
hársrótina og þurrka hárið síðan
andstætt stefnunni sem þaö vex í
meö því aö nota hárþurrku, festa
þaö í stórar bylgjur eða bara lyfta
því með fingrunum. Þegar hárs-
rótin er orðin þurr skaltu nudda
dálitlu geli eða froöu í lófana og
renna því í gegnum afganginn af
hárinu og kreista hártoppana um
leiö til þess aö örva eölilega liðun
hársins.
Gel og froöa verkar ágætlega á
hár af hvaöa sídd sem er. Sítt hár
virðist þykkara ef því er lyft upp
viö ræturnar og hárfaxinu má
síöan hagræöa á ótölulega vegu.
Stutt hár er fallegt annaðhvort
sem broddar út í loftiö eða sleikt
aftur.
Hægt er að leggja hárið hvort
sem er blautt eöa þurrt. (Auðvitað
veröur nýþvegið hár fallegra.) Ef
þiö bleytiö hárið með vatni úr
blómaúðunarsprautu veröur
auðveldara aö ráða viö þaö.
Uðunarkanna er ákaflega gott
hjálpargagn. Vatnið endurvekur
hárlagningarefnið þannig aö hægt
er að hressa upp á háriö eða
jafnvel breyta greiöslunni alger-
lega ef til dæmis ætlunin er aö fara
út aö skemmta sér.
Rætur málsins
Ekki er talið skemma hárið á
nokkurn hátt að nota gel og froðu.
Þaö myndar bara plasthúö utan á
háriö, húö sem er talsvert stíf og
heldur hárinu í skoröum.
Þessi húð veldur því að hárið
Ef þú vilt að hárið liti út eins og það sé blautt, „wet look", er gel sett í rakt
hárið, það mótað og látið þorna án þess að greiða það.
virðist þykkara og hindrar einnig
að raki úr loftinu lini þaö upp.
Háriö getur virst pínulítiö líf-
laust í fyrstu vegna þess að yfir-
borö þess er þakið húð. Það er það
aðeins um stundarsakir. Til þess
aö auka á gljáa hársins eru olíur í
mörgum geröum gels og froðu.
Það er því gott að nota mikið
sjampó og dálítiö heitara vatn en
venjulega þegar hárið er þvegiö.
Þaö er ekki gott fyrir fólk meö
flösu aö nota gel stöðugt. Geliö
getur nefnilega valdið því aö
lausar skinnfrumur límast viö
höfuðleöriö. I staöinn fyrir að falla
af eins og venjulega safnast
flögurnar saman í hárinu og veröa
mun meira áberandi en venju-
lega.
Þaö aö úfið hár, sem stendur út í
loftiö, er í tísku er ekki eina ástæö-
an fyrir því að fólk er byrjað aö
leggja háriö. Vegna tæknifram-
fara hafa gel eða froðuefni oröið
mun auðveldari í notkun heldur en
eldri lagningarvökvar. Gel er gert
með því aö nota kvoðulausnir sem
bólgna í vatni (dálítiö líkt og
þegar hrísgrjón eru soöin). Þar til
fyrir fáeinum árum voru notuð
mjölvakennd efni sem voru ágæt
fyrir þynnri gel en gáfu þykku geli
— og þykkt þarf gel stundum aö
vera — skýjaöa áferö.
Froðan er líka ágæt og upplögð
fyrir mjög fíngert hár sem ekki er
hægt aö nota þungt gel í. Margar
tegundir froðu er einnig hægt að
nota sem létta hárnæringu.
Hristið brúsann vel áður en þiö
sprautið úr honum. Tvær kúlur, á
stærö við golfkúlur, nægja í allt
nema þykkasta og lengsta hár.
Hárlakk
Það er ekki auðvelt að vinna
gegn þyngdarlögmálinu. Ef þú vilt
láta háriö á þér standa lóörétt upp
í loftið og það er fremur lint er
ekki nóg að nota gel eöa froðu ein-
göngu. Smágusa af hárlakki veitir
aukastuðning.
24 Vikan 28. tbl.