Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 28
Hvert
eigum
við
að kíkja í
kvöld?
Stefán Sigurvaldason tekinn tali
Texti: Bjarki Bjarnason
R
1 itsafn Þórbergs og Íslenskar æviskrár
prýða bókahillurnar hjá honum. Þar eru líka
fræðibækur um félagsfræði og viðskiptafræði
og reyfarar á ensku. Jafnvel kennsluskráin frá
,,Þú sérð að liflínan hjá mér
er sundurslitin." Stefán bendir
á lófann á sér og hlær. Þetta
var heldur ekkert líf hjá mér
þennan fyrsta vetur. Ég lenti í
þessu bílslysi 10. október 1981.
Var á leiðinni heim af skemmt-
un i Skiðaskálanum í Hveradöl-
um. Félagi minn lét lífið en ég lá
á milli heims og helju allan
veturinn. Ég held ég muni fyrst
eftir mér i maí '82. Þá var ég bú-
inn að vera hálfan veturinn á
Grensásdeild Borgarspítalans.
Þar hófst endurhæfingin fyrir
alvöru. Ég var bæði í sjúkra-
þjálfun og talþjálfun og
árangurinn lét ekki bíða eftir sér
enda er Grensásdeildin talin
vera ein besta endurhæfingar-
stofnun á Norðurlöndum. Eg
tala að visu í sömu tónhæðinni
ennþá og er að mestu bundinn í
hjólastól en er þó byrjaður að
nota göngugrind. Núna er ég í
sjúkraþjálfun þrisvar í viku
hérna í Hátúninu. Draumurinn
er að komast á hækjur næsta
Myndir: RagnarTh. og Friðþjófur
Háskóla íslands fyrir árið 1981 —'82 er enn á sín-
um stað. Þennan vetur varð gjörbreyting á lífi
Stefáns Sigurvaldasonar sem var þá nemandi á
öðru ári í viðskiptafræði í háskólanum.
vetur og á Vatnajökul fljót-
lega!"
Stefán brosir í kampinn,
hann er sérlega brosmildur
maður.
Fyrir og eftir slys
Við víkjum aftur að þessu
andartaki sem skipti sköpum
hjá Stefáni og ég spyr hann
hvað hafi breyst í lífi hans við
þetta slys.
,,Því er fljótsvarað: ALLT. Ég
tala stundum um ,,fyrir og eftir
slys" eins og þegar Vest-
mannaeyingar segja ,,fyrir og
eftir gos". Ég varð að skipu-
leggja allt mitt lif upp á nýtt og
ganga út frá allt öðrum
forsendum. Ég hafði alltaf verið
á kafi í íþróttum, sérstaklega í
sundi, og keppti mikið. Útivist
og fjallamennska voru mínar ær
og kýr og í skemmtanalífinu lá
ég ekki á liði mínu. Ég held að
ég geti orðað það þannig að ég
28 Vikan 28. tbl.