Vikan - 11.07.1985, Side 35
H
Draumar
Kæri draumráðandil
Mig dreymdi um
daginn að ég væri á gangi á
götu í Reykjavík sem ég
kannaðist ekkert við. Það
sem var þó undarlegast var
að gangstéttin var öll
brotin og mér fannst hún
raunar ganga í bylgjum.
Svo fór ég yfir götuna og
allt í einu var ég komin á
skemmtistað þar sem var
hávær tónlist og hún var
óþægileg. Þarna inni voru
einhver slagsmál og lög-
reglan kom. Mér fannst ég
vera á einhvern hátt bendl-
uð við þetta og varð hrædd
og flýði inn á klósett. En
þar tók ekki betra við þvt
klósettið var allt löðrandi í
mannask. . . og mátti ég
hafa mig alla við svo ég
kastaði ekki upþ. En ein-
mitt þegar ég kúgaðist sem
mest vaknaði ég.
Göngumóð!
Kæra göngumóð.
Þessi draumur er vissu-
lega blendinn og má segja
að í honum skiptist á skin
og skúrir. Þó má segja að
hann sé allur í aðvörunar-
tón. í fyrsta lagi ættir þú að
reyna af fremsta megni að
losa þig við öfund og illar
hugsanir sem þú elur með
þér því líkur eru á að
annars verði þær þér
til mikils álitshnekkis.
Sömuleiðis ættir þú að
reyna að skipta algjörlega
um félaga og hætta að
stunda skemmtanir og
óholla iðju því draumurinn
bendir til þess að þú hafir
gert það um of. Á hinn
bóginn eru í draumnum
vísbendingar um óvænt
höpp og fjárhagslegan á-
vinning. Mannasaur í
draumi boðar peninga og
það er líka fremur góðs viti
að finna til óþæginda. Það
bendir til þess að þú finnir
traustan vin sem kunni að
megna að hjálpa þér af
þeirri braut sem þú ert á
núna.
Kæri draumráðandi.
Vænt þætti mér um ef
þú vildir ráða fyrir mig eft-
irfarandi draum:
Mig dreymdi að ég væri í
miðbæ Reykjavtkur með
kunningja mínum. Við
gengum nokkra stund um
bæinn og staðnæmdumst
loks fyrir framan fata-
verslun sem var í Austur-
strætinu þar sem Bóka-
verslun Sigfúsar Eymunds-
sonar er nú. Vinur minn
hvatti mig að ganga inn og
ég gerði það. Fötin inni í
búðinni voru flest úr leðri
og ég mátaði snjáðan
skinnjakka sem passaði
alveg á mig. Eg spurði hvað
hann kostaði. Afgreiðslu-
konan sagði: ,,Ejórtán
þúsund. ’ ’ Eg ætlaði þá að
fara að klæða mig úr
jakkanum en þá kom þessi
vinur minn askvaðandi inn
í búðina og sagði: ,,Eg
borga. ’ ’ Hann borgaði
síðan jakkann og við
gengum saman út.
Með fyrirfram þökk fyrir
ráðninguna.
Runni.
Kæri Runni!
Að máta og kaupa föt
getur bent til ýmissa átta.
Þó virðist margt í þessum
draumi benda til þess að
hann sé aðvörun til þín um
að stilla í hóf umsvifum
þínum í samskiptum við
hitt kynið. Snjáði jakkinn
er beinlínis tákn um kyn-
ferðislífið og er ekki gott að
ráða frekar í það án þess að
draumráðandi viti frekari
deili á þér. Það að vinur
þinn borgar jakkann fyrir
þig bendir til þess að þú
ættir að hætta um sinn allri
tilraunastarfsemi í þessum
efnum og einbeita þér að
því að rækta þau sambönd
sem nú eru traustust. Land-
könnunartímabilinu er lík-
lega lokið hjá þér.
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi nýlega
skrýtinn draum. Mérfannst
ég vakna upp um miðja
nótt og fara inn í eldhús.
Eg settist í sætið sem ég sit
venjulega í við eldhús-
borðið, tók upp bláan
bolla, sem ég á, og handlék
hann. Þá heyri ég lágt hviss
og sé rauða Ijóstýru uppi á
eldhúsborði. Eg verð skelf-
ingu lostin en kveiki samt
loftljósið. Sé ég þar gömlu,
sjálfvirku kaffikönnuna
mtna sem ég var fyrir löngu
búin að leggja til hliðar.
Hún var þarna spegilgljá-
andi, alveg eins og ný, og
breytt að því leyti að hún
var nú komin með tvær tíu
bolla glerkönnur, sem hún
hellti upp á í einu. Það
helltist fljótlega alveg upp
á aðra könnuna og ég man
að ég fékk mér kaffi úr
henni og það var dísætt.
Svo vaknaði ég.
Gaman þætti mér að fá
ráðningu áþessum draumi.
Þú hefur áður hjálpað mér
og þá var ráðningin mjög
góð.
Kveðjur.
Húsmóðir.
Draumráðandi þakkar
húsmóður lofið en er ekki
eins viss um að henni líki
ráðningin á þessum
draumi. Það er að minnsta
kosti vissara með tilliti til
þess sem á eftir fer að láta
ekki eiginmanninn sjá
þetta tölublað af Vikunni.
Ráðningin er nefnilega
svona: Ekki verður betur
séð en þú lendir í ævintýri
utan hjónabands. Það
verður þér til ánægju og
upplyftingar. Að vísu má
líka ráða þetta á þann veg
að þér muni hlotnast eins
konar endurlífgun ástar-
eldsins í hjónabandinu en
hitt er þó tvírætt gefið í
skyn í draumnum.
DRAUMSPEKI
Besta draumaráðn-
ingabókin, sem fáan-
leg er. Hún byggir á
draumaráðningum
Cyprianusar og
Sybille. Lófalestur er
gömul vísindagrein. í
bókinni er einnig að
finna kennslu í lófa-
lestri. Eins og allir vita
taka' dómstólar fingra-
för, sem afgerandi
sönnunargagn, því
engar tvær hendur
eru eins, svo það má
lesa ýmislegt í lófa
fólks.
Skemmtileg bók, sem fœst í
nœstu bókabúð.
Verð kr. 494,-