Vikan - 11.07.1985, Side 36
Popp
Pete Burns:
Kemur fram í
dýrindis kjólum
Þessi ungi maður með leppinn
fyrir auganu er ekki með leppinn
af því að þaö vanti í hann augað,
nei, nei, hann er meö leppinn fyrir
auganu af því aö þaö kemur svo
vel ut á myndum og gerir hann um
leið dáldið öðruvísi, þó að það sé
kannski ekki á það bætandi.
Þessi ungi maður heitir Pete
Burns og er söngvari og aðal-
maöur hljómsveitarinnar Dead or
Alive sem sló í gegn fyrr á þessu
ari meö laginu You Spin Me
Round (Likea Reckord).
En Pete Burns er nú samt
enginn nýgræðingur í poppinu,
hann hefur veriö í braijpanum nú í
sex ár með litlum árangri fyrr en
nú. Hefur hann sent frá sér níu
smáskífur sem allar eru mönnum
gleymdar.
En á síðasta ári sendi hann frá
sér lagið Thats the Way I Like It
sem varð þó nokkuð vinsælt og átti
Hann er með leppinn fyrir auganu
vegna þess að það kemur svo vel út
á myndum.
Spandau Ballet:
Huggulegir, ungir menn
Breskir popparar hafa alltaf att
upp a pallboröið í henni Ameríku,
þar nægir að nefna nöfn eins og
Beatles, Rolling Stones, Led
Zeppelin og svo þau nýrri; Duran
Duran, Cultúre Club og Wham!
Spandau Ballet er af sömu kyn-
slóð og Duran en strákarnir hafa
ekki náö aö slá almennilega í gegn
þar vestra enn. Þó gæti nú orðiö
breyting á þvi bráðlega.
Spandau Ballet hefur átt eitt
„hitt lag í Ameriku og það er hiö
gullfallega True. Hljómsveitin var
á hljómleikaferöalagi þarna nú í
vor og gekk það mjög vel og varð
til þess aö vekja á henni verulega
athygli og spilaöi hún hvarvetna
fyrirfulluhúsi.
Til marks um velgengnina var
sveitinni boöið að koma fram í
tónlistarþætti er ber nafnið Soul
Train, og hvaö er svona merkilegt
við það? gætuð þið nú hugsaö. Jú,
það er ákaflega sjaldgæft að hvítir
tónlistarmenn komi þar fram.
David Bowie var sá fyrsti sem þaö
geröi og var það í kringum 1976,
síðan hafa ákaflega fáir hvítir
komiö þar fram en meðal þeirra
fáu útvöldu eru Hall og Oates.
Tónlist Spandau Ballet er ákaf-
lega ljúf og lætur vel í eyrum en
strákarnir þykja ákaflega líflegir
á sviði, nú, svo eru allir með-
limirnir ákaflega huggulegir,
ungir menn og það hefur nú aldrei
skemmt fyrir í Ameríku frekar en
annars staðar í heiminum.
Spandau Ballet skipa Gary
Kemp gítar, Terry Keeble
trommur, Tony Hadley söngur,
Steve Norman saxófónn og
ásláttarhljóðfæri og Martin Kemp
bassi.
Hljómsveitina skipa Gary Kemp á
gitar, Terry Keeble á trommur,
Tony Hadley syngur og Steve
Norman leikur á saxófón og
ásláttarhljóðfæri. Martin Kemp er á
bassa.
Þeir eru búnir að sigra Ástralíu.
Næsti viðkomustaður er Banda-
rikin.
36 Vikan 28. tbl.