Vikan - 11.07.1985, Side 43
Return to Eden gæti alveg
eins heitið „Með tvær í takinu”.
Hér er á ferðinni mjög góð
afþreying (fjölskyldumynd) á 3
spólum, hver spóla er um það bil
87 mínútur. Myndin gerist í
fögru umhverfi í Ástralíu.
Myndin fjallar um Stephanie
Harper sem aðeins 23 ára erfir
konungdæmi föður síns, EDEN.
Þessi unga, einmana og hrædda
stúlka er því allt í einu orðin
auöugasta stúlka Ástralíu.
Dag einn verður drauma-
prinsinn á vegi Stephanie,
sá eini rétti að því er hún
heldur. Þaö er enginn annar
en Greg Marsden, kvennabósinn
og tennisstjarnan fræga í
Ástralíu. Stephanie, sem á að
baki tvö misheppnuð hjónabönd,
telur sig nú loksins hafa fundið
þann rétta.
Stephanie á tvo krakka frá
fyrri hjónaböndum, dóttur sem
heitir Sara (Sassa) og strák sem
heitir Denis. Sössu líkar strax
illa við Greg og þaö sama má
segja um lögfræðing Stephanie,
Bill McMasters. Greg er ekki
lengi að skynja að Jilly, besta
vinkona Stephanie, er bálskotin í
honum. Jilly er reyndar gift
kona en Greg fer fljótlega að
gera hosur sínar grænar fyrir
henni.
Stephanie stingur upp á því
við Greg að þau fari á sveita-
setriö sitt, Eden, og eyði þar
hveitibrauðsdögunum. Greg,
sem er strax allt annað en
hamingjusamur í hjónabandinu,
getur ekki hugsað sér aö vera
þar einn með henni svo hann
stingur bara si svona upp á því
að það væri nú sniðugt að hún
Jilly kæmi einnig meö. Jilly
lofar að heimsækja þau þangað
og eyða meö þeim tveim vikum.
Ráðskonan í Eden, Katie
nokkur, vel yfir sextugt, tekur
þeim hjónum tveim höndum og
það má með sanni segja aö
sveitasetrið beri nafn með réttu.
Staðurinn er í alla staði unaðs-
legur þangað til Jilly mætir.
Næsta kvöld stingur Greg
vinur okkar upp á því að þau
þrjú fari út á vatnið á árabáti.
Hann langar svo að sýna þeim
sólsetrið og svo framvegis.
Ráðsmanninum á búgarðinum
líkar það mjög illa, því stutt er í
myrkur og einnig morar allt
vatniö og fenin af krókódílum!
Haföu engar áhyggjur, segir þá
Greg og tekur með sér riffil.
Return To
Eden
Leikstjóri: Karen Arthur.
Aðalleikarar: Rebecca Gilling, Jarnes Reyne, Wendy Huges, Peter
Gwynne og James Smile.
Dreifing: Háskólabíó, islenskur texti.
Þegar þau eru komin frá landi
og svolítiö afsíðis hrindir Greg
konunni sinni beint í gapandi gin
eins krókódílsins sem hafði synt
að bátnum.
Snemma um morguninn finn-
urgamalleinbúi, sem er aö sigla
um fenin, Stephanie sem skolað
hefur upp á bakkann. Hann
bjargar henni og gerir að sárum
hennar sem „aðeins” eru smá-
vægileg á andlitinu. Þeim fer
aftur, krókódílunum í þessu feni,
og það verður Stephanie svo
sannarlega til bjargar. Gamli
maðurinn hugsar vel um
Stephanie í langan tíma, þaö er
að segja meðan hún er að jafna
sig. Einn dag sér Stephanie
spegilmynd af andliti sínu í vatn-
inu og verður við það mjög
miður sín, svo afskræmt er and-
lit hennar orðið. Hvaö um það,
áöur en Stephanie yfirgefur
gamla manninn segir hann
henni að leit að henni hafi staðiö
stanslaust yfir í 3 vikur en leitar-
menn hafi ekki fundið kofann
hans því hann sé svo vel falinn.
Mitt álit er að gamli karlinn sé
góöur grínari því í kringum kof-
ann, 50 metra í allar áttir, er
sléttlendi.
Hvað um það, gamli karlinn
hefur alltaf kallað Stephanie
Töru Wallas og þegar hún yfir-
gefur hann tekur sá gamli upp á
því aö gefa henni allt spariféð
sitt (sei, sei) til þess að hún geti
séð sér farborða í borginni.
Leiðir þeirra skilja og Stephanie
tekur upp nafniö Tara Wallas
þegar hún er spurð að því á flug-
vellinum hvað hún heiti áður en
hún fer um borð í flugvél sem
flytur hana til Townsville. Það
fyrsta sem Tara gerir er aö láta
skrá sig hjá skurðstofu Marshall
sem er sérhæfð og fæst aðeins
viö lýtalækningar. Skurðlæknir-
inn á staönum heitir Dan Mars-
hall (Benn) og það er hans aö
gera aðgerð á Töru. Þegar Dan
spyr hvað hafi valdið áverkunum
svarar Tara að hún hafi lent í
bílslysi. Það kemur Dan á óvart
þegar Tara segist vilja fá gjör-
breytt andlit, hann eigi aöeins að
gera hana fallega, að láta hana
líta út eins og nýja manneskju
eftir aögerðina.
Dan fellur flatur fyrir Töru og
það er gagnkvæmt. Skurðaö-
gerðin heppnast vel og Tara er
ekki lengur ljót og feit heldur hið
fegursta fljóð. Knúin áfram af
hefnigirni yfirgefur Tara
sjúkrahúsið og Dan, þó svo að
sterkt tilfinningasamband hafi
tekist með þeim þessa sex mán-
uði sem aðgerðin tók. í millitíð-
inni sést hvar Greg er staddur á
skrifstofu lögfræðingsins. Greg
kvartar undan því við Bill að nú
séu liðnir 8 mánuðir frá slysinu
og þrátt fyrir þrjár leitir hafi
ekki fundist tangur né tetur af
Stephanie. Það er því ekki hægt
að úrskurða hana látna sem
þýðir að karlinn fær ekki krónu
af arfinum heldur þarf að bíða í
ein sjö ár. Þegar Bill segir
honum frá því að hann hafi
sjálfur beðið Stephanie að bæta
því við erfðaskrána aö ef hún
dæi á undan og Greg giftist á ný
skyldi Greg ekkert fá. Nær Greg
auðvitað ekki upp í nefið á sér,
svo reiður er hann.
Á meðan þetta á sér stað er
Tara vinkona okkar að koma sér
fyrir í leiguíbúð, peningalítil og
atvinnulaus. Tara deyr samt
ekki ráðalaus, hún fer í lagningu
og kaupir sér fínt dress og arkar
síöan beint inn á umboösskrif-
stofu Jóönnu Randall og segir:
„Mig vantar umboðsmann sem
getur komið mér á forsíðu Vogue
á sex mánuðum.” Jóanna slær
til og þeim tekst að gera Töru aö
stórstjörnu í tískuheiminum og
eftir aðeins sex mánuði er hún
komin á forsíðu Vogue og fleiri
blaða. Þetta leiðir til þess að
hún hefur efni á því að kaupa
fallegt einbýlishús og þangað
flytur hún ásamt ketti sem hún
tók að sér (Maxie).
Nú fer aftur að færast fjör í
leikinn. Hvernig ætlar Stephanie
(Tara) að hefna sín? Fær hún ein-
hvern tímann aftur aö sjá krakk-
ana sína sem hún elskar svo
heitt? Eiga þau Greg eftir að
sofa saman? Hvaö tekur Dan
Marshall til bragðs? Hver er það
sem Greg drepur? Eiginmaður
Jilly veit af ástarsambandi kon-
unnar sinnar og Gregs, hvað
tekur hann til bragðs? Hvaöa
hlutverki gegnir sveitasetrið
Eden seinna í sögunni (myndin
heitir Return to Eden)? Og er
þaö Steingrímur sem við sjáum
bregða fyrir í byrjun þriðju
spólu eða hvað? Allt þetta og
meira til ætti að koma í ljós horfi
maður á þriðju spólu til enda.
Þetta var með betri míníseríum
sem ég hef séö hérlendis frá
upphafi. Góð afþreying, leik-
urinn í lagi en handritið er væg-
ast sagt stórgallaö á einstaka
köflum. En þrátt fyrir ýmsa
galla er óhætt að segja að þessi
sería sé langvinsælasta serían á
markaðnum í dag og kemur þaö
manni alls ekki á óvart.
★ ★ ★
28. tbl. Vikan 43