Vikan - 11.07.1985, Page 47
en hún var mjög löng og
íbúðin á hæðinni fyrir ofan
fylgdi með. Eins og á stóð
leigði Maxín hana aftur
gömlum pólskum prófessor í
latínu. Hún nefndi búðina
upp, kallaði hana Paradís og
réð sér strax aðstoðarmann því
annars hefði hún ekki getað
farið úr búðinni án þess að
loka. Síðan fékk hún listnema
til þess að vinna hlutastarf bak
við í búðinni við það sem hún
hafði unnið í London hjájames
Partridge. Faðir hennar valdi
bókhaldara fyrir hana, stór-
beinótta, fremur ófríða konu
sem hét Christina. Konurnar
tvær voru alltaf komnar í
búðina klukkan hálfátta á
morgnana og Maxín var með
sólbedda í litla eldhúsinu til
þess að hún eða Christina gætu
teygt úr sér og hvílt sig í hálf-
tíma ef þær ætluðu að vinna
fram eftir kvöldinu.
Á laugardögum kenndi faðir
Maxín henni hvernig hún átti
að gera fjárhagsáætlanir og spá
í reiðufjárþörfina. Hann
kenndi henni einnig hvernig
hún átti að lesa úr reiknings-
yfirliti sem var mun auðveldara
og áhugaverðara en hún hafði
búist við. Sjálfri sér og honum
til mikillar fúrðu reyndist
Maxín vera býsna útsjónarsöm
og bera eðlislægt skynbragð á
viðskiptamál.
ftir að Christina
hafði unnið hjá Maxín í sex
mánuði lagði hún fram ósk
um að gerast meðeigandi.
Christina átti líka föður og hún
hafði einnig talið honum trú
um að fyrirtæki sem gæfi af sér
einhverjar tekjur væri betri fjár-
festing en heimanmundur,
einkum þar sem Christina var
orðin 34 ára og hreint ekki viss
um að hún þyrfti nokkuð á
heimanmundi að halda.
F
ár fór Paradís að
fá stærri verkefni — ekki aðeins
baðherbergi og eldhús á stangli
heldur heilar íbúðir, litlar skrif-
stofur og meira að segja eitt
sveitasetur. Paradís lagði til allt
frá hurðarhúnum upp í glugga-
karma og þó notaðir væru ný-
tísku litir og lýsing þá sérhæfði
Maxín sig í hefðbundinni
innanhússhönnun. Nú unnu
tveir hönnuðir í fullu starfi hjá
Paradís auk aðstoðarmanna
sem unnu hluta úr degi.
Á hverjum mánudagsmorgni
skipulögðu Maxín og Christina
verkefni vikunnar og úthlut-
uðu hönnuðum verkum og á
hverju mánudagskvöldi var
stuttur fundur með öllu fólk-
inu sem vann hluta úr degi.
Hann var haldinn eftir lokun
ur skeggjaður snillingur sem er
enn við nám í Beaux Arts. ’ ’
Hortense kinkaði vísdóms-
lega kolli. ,,Ég skal sjá hvað ég
get gert,” sagði hún.
Nokkrum mánuðum eftir
þetta samtal hringdi Hortense
frænka í Maxín. ,,Maxín, elsk-
an,” sagði hún. ,,Ég er með
viðskiptavin handa þér. Það er
frændi vinkonu minnar. Þessi
vesalings drengur var að erfa
hrörlegt óðalssetur rétt hjá
Epernay og það virðist vera í
algjörri óreiðu. Enginn hefur
búið þar síðan í stríðinu og
klukkan sex og eftir fundinn
var alltaf borðaður kvöldmatur
á Beaux Arts veitingahúsinu
sem var ávallt fullt af hressum,
hávaðasömum námsmönnum
sem borðuðu kjarngóðan ekta
franskan mat. Allir höfðu
gaman af þessum mánudags-
kvöldum vegna þess að þá
fundu þeir fremur til vináttu
og samstöðu en áhyggna
vegna vinnunnar og þeir gátu
slakað á og spjallað saman um
verkefnin.
Árið 1953 naut Maxín þegar
ótvíræðrar velgengni þó svo að
ekki færi mikið fyrir því. Búðin
var farin að skila hagnaði. Faðir
hennar var yfir sig ánægður en
móðir 'hennar hafði áhyggjur
vegna þess að hún var ekki gift
og virtist leiðast allir heppilegir
biðlar. „Þetta er svo óeðli-
legt,” klagaði hún í Hortense
frænsku, „barnið hefur ekki
áhuga á neinum karlmanni
nema hann sé hönnuður, við-
skiptavinur, hugsanlegur við-
skiptavinur eða einhver sóðaleg-
aumingja maðurinn hefur ekki
haft tíma til þess að sinna hús-
inu. Hann verður að taka við
•landareign sem hefur verið
skammarlega illa hugsað um
síðustu fimmtán árin. Ég taldi
að þetta væri athyglisvert verk-
efni fyrir þig. Ef þú hefur
áhuga, væna mín, skal ég sækja
þig klukkan níu á morgun og
við ökum til Chazalle. Ég held
að það sé líka vínakur við hús-
ið — um sjö hundruð ekrur
sem einnig hefur sorglega lítið
verið hugsað um.”
Ájrguninn eftir náði
Hortense í Maxfn sem var búin
til þess að klófesta viðskiptavin
— í glæsilegri ferskjulitri dragt
úr hör og skóm við í eilítið
dekkri lit. Hárið á henni var
axlasíður, gullinn makki,
bundinn aftur á höfuðið með
ferskjulitri silkislaufu. Þær óku
frá París í áttina til
Champagne. Landareign de
Chazalle var þrettán kílómetra
fyrir sunnan Epernay,
milli Vertus og Oger til'
vesturs.
Rétt fyrir neðan
skóginn, á sléttum hæð-
arbrúnum, teygðu brekk-
urnar sig vaxnar vínviði
niður að gullnum kornökrun'
um á sléttunni fyrir neðan.
Benzinn beygði af rykugum
sveitaveginum gegnum tvö
ryðguð steypujárnshlið, annað
þeirra hékk af hjörunum, og
ók hálfan kílómetra upp illa
hirta, illgresi vaxna heimreið
meðfram úr sér vöxnum
blómabeðum. Við ljósbláan
himininn bar dökkan skugga af
glæsilegum herragarði. Þegar þær
komu nær sáu þær að glugga-
hlerarnir voru aftur og hann var
í eyði. Maxín sá að margar
brotnar flísar af þakinu lágu á
hlaðinu þegar hún og frænka
hennar gengu upp höggvin
steinþrepin að útidyrunum og
tóku í bjöllustenginn. Þeim til
undrunar heyrðu þær að það
hljómaði hringing einhvers
staðar langt inni í húsinu.
0
i-/avax
avaxinn, grannur,
ungur maður í brúnni peysu
opnaði dyrnar. Andlitið á hon-
um var lítið og smábeinótt,
það voru hláturhrukkur í augn-
krókunum og augun grá.
Hann var hissa og glaður á svip-
inn eins og einhver hefði rétt í
þessu gefíð honum óvænta
gjöf. Hann hneigði sig og
kyssti á hendur þeirra og bauð
þeim inn. ,,Það er allt í ryki,
þess vegna er ég alltaf hnerr-
andi, en ég er búinn að rýma
blett í einum af sölunum og
það kemur hingað kona úr
þorpinu til þess að þrífa hann.
Staðurinn er í mjög bágbornu
ástandi.”
Það var byrgt fyrir gluggana í
fordyrinu og þar virtist hræði-
lega dimmt og kuldalegt.
óhrein málningin var að flagna
af, köngurlóarvefir voru í horn-
unum og ein af hurðunum hafði
verið brotin og lá á gólfinu.
Þýskir hermenn höfðu haft að-
setur í húsinu. Fallegu út-
skornu hurðirnar höfðu verið
höggnar og brotnar. Menn
höfðu krotað fangamark sitt á
28. tbl. Vikan 47