Vikan


Vikan - 11.07.1985, Síða 48

Vikan - 11.07.1985, Síða 48
antikklæðninguna og dónaleg orð á veggina. lest húsgögnin höfðu verið notuð í eldivið en örfáum var staflað upp á háaloft að fyrirskipan liðs- foringjans sem hafði vonað að geta síðar meir sótt þau og notað fyrir sjálfan sig. ,,Fyrir utan þennan eru að- reins fjórir aðrir góðir herragarð- ar enn uppistandandi hér um slóðir. Montmort er fyrirtak, einnig Brugny en Mareuil er ekki eins ásjálegur og ég er sjálfur ekki hrifinn af hönnun- inni á Louvrois.” Greifinn var hálslangur og dálítið lotinn. Öðru hverju sneri hann sér laumulega að Maxín. Hún hugsaði með sér: Hann bjóst við að ég væri eldri — hann vill ekki treysta svona ungri mann- eskju fyrir verkinu — ég verð að líta út fyrir að vera dugleg. Hún fór að skrifa niður hjá sér í gríð og erg á klemmuspjaldið sitt. Charles de Chazalle var óframfærinn og hæverskur og sérlega hjálparvana á aðlaðandi hátt. Illskeyttari maður hefði álitið Maxín of ráðríka en í rauninni var hún einmitt að hans skapi og hann dáðist æ meira að henni eftir því sem leið á daginn. Maxín hripaði látlaust eitthvað hjá sér og þeg- ar liðið var á daginn kom hún með einfalda en áhrifamikla tillögu um hvernig ætti að tak- ast á við óreiðuna sem Charles mátti svo skyndilega horfast í augu við. Það var því ekki að undra að hún fengi verkið. Eftir það hossaðist hún næstum því á hverjum degi eftir heimreið- inni í litla hvíta Renault sendi- ferðabílnum og aldrei var sami sérfræðingurinn frá París henni við hlið. Fyrst voru það skoðunarmenn og arkitekt, síð- an uppboðshaldari, þaksér- fræðingur, pípulagninga- meistari, húsgagnaviðgerðar- maður og málverkamatsmaður. Þar kom að allir sérfræðing- arnir skiluðu áliti og á hverjum föstudegi ræddu Maxín og Charles verkið yfir kvöldverði á lítilli átjándu aldar krá í Epernay. Þegar leið á sumarið t var á boðstólum hjartarkjöt og villisvín úr héraðinu og alltaf mjúki, hvíti, bragðsterki Boursault-osturinn. Að sjálf- sögðu drukku þau hvítvín staðarins, þurrt og milt vín sem örlítið hnetubragð var af. axín hefði rétt eins getað verið að borða þurrt brauð og vatn. Þó að þau ræddu fram og aftur um mat- seðilinn áður en þau pöntuðu veitti hún sjaldnast nokkra at- hygli því sem hún borðaði. vera um 56 þúsund lítrar af kampavíni.” Hann gaf bendingu um að hann vildi fá kaffíð. „Hvernig veit ég það: Ja, það er kannski ekkert undarlegt að ég viti töluvert um hvernig á að stunda kampavínsframleiðslu. Ætt mín hefur búið hér öldum saman. En ég hef aðeins getað beitt mínum aðferðum síðan faðirminn dó.” Hann þagnaði á meðan þjónninn hellti koníaki í glasið hans. Síðan lagði hann koníaksstaupið á hliðina til þess að athuga magnið. Það Hún hugsaði um það eitt hvað hún þráði að hann kynni vel við hana. Charles naut alltaf hvers munnbita af máltíðinni. Hann borðaði ekki oft úti. Honum féll vel rólegt lífið í sveitinni og kærði sig ekkert um að láta ljós sitt skína í París, blaðrandi og þvaðrandi í fínum boðum. Hann vann hörðum höndum á daginn á vanræktum vínökrum sínum. Hann vildi helst vera einn á kvöldin fyrir framan arininn, teygja úr löngum, grönnum fótleggjum, lesa eða hlusta á tónlist. Honum þótti Maxín skemmtileg og hún vakti forvitni hans, að hluta vegna þess hve hún var alvöru- gefín. ,,Það þarf að gera svo margt,” andvarpaði hann eitt föstudagskvöldið þegar þau voru um það bil að Ijúka við að borða. ,,Til að byrja með er vínframleiðslan ekki líkt því nógu mikil eins og er. Meðal- afraksturinn af hektara ætti að átti næstum því að renna úr því en ekki alveg. „Flestir franskir karlmenn vilja að synir þeirra taki þátt I rekstri fjölskyldufyr- irtækisins en faðir minn var svo ákafur í að sýna fram á sjálf- stæði sitt að hann lét mig ekki taka verulegan þátt í fyrir- tækinu. En hins vegar vildi hann ekki leyfa mér að vinna hjá nokkru öðru fyrirtæki. Þetta var mjög óþægilegt vegna þess að hann var mjög ákveðið á móti nýjum aðferðum. Ég vissi að hann yrði ekki langlífur — Gestapó hafði pyntað hann illa í stríðinu — og því gerði ég aldrei neitt gegn vilja hans. ’ ’ ‘f/ r eitingastöðum í sveitinni var lokað snemma og fólkið var að tínast út úr La Royale Champagne, en Charles hélt áfram að velta tómu koníaksstaupinu í báðum höndum. ,,Ætli það hafí ekki verið eðlilegt að hann saknaði tímanna fyrir stríð. Hann vildi láta sem hann hefði ekkert breyst, að ekkert hefði breyst.” Þjónninn kom með reikning- inn á diski. Hann leit á hann, hann getur ekki hafa lagt svona hratt saman, hugsaði Maxín. Hann skrifaði undir og hélt áfram. ,,Því miður voru viðskiptaað- ferðir hans líka gamaldags. Þegar ég reyndi að ræða við hann um vinnuna var mér skip- að ákveðið að halda mig á mottunni. ,,Það er nógur tími fyrir þig að breyta málunum þegar ég er dauður,” var faðir minn vanur að segja. Þetta voru óskir hans og ég virti þær en nú ætla ég að vinna eins og ég get að því að endurreisa de Chazallefyrirtækið. ” Hann hikaði, leit á Maxín og sagði svo: „Kampavínið okkar er ekki lengur talið með þeim bestu en ég er staðráðinn í að breyta þvt.” Og eins og hann ætti von á að sér yrði mótmælt hélt hann áfram og talaði hratt og ákveðið. ,,Þetta er ekki svo fráleitt markmið. Lanson var upphaflega mjög lítið fyrirtæki og eigur þess voru að mestu eyðilagðar í fyrri heimsstyrjöld- inni, en synirnir tveir, Victor og Henry, ferðuðust um allan heim í markaðsöflun og árang- ur þeirra er undraverður. ’ ’ Þjónninn var byrjaður að slökkva ljósin. Charles skildi ábendinguna. ,,Eigum við að koma okk- ur?” Maxtn tókst að dylja hve hún var treg til að fara, kinkaði kolli, stóð upp og annar þjónn kom stökkvandi til þess að draga fram stólinn hennar. Charles bauð góða nótt og fylgdi á eftir henni að dyrunum um leið og hann sagði: ,,Ég sé ekki hvers vegna ég get ekki gert það sem Lanson gerir. Lan- sonbræðurnir gerðu kampa- vínið sitt heimsfrægt á innan við hálfri öld. Á þeim tíma voru háðar tvær heimsstyrjaldir og langt krepputímabil. ’ ’ voru bæði farin að hlakka æ meira til föstu- dagskvöldanna þó þau létu það ekki uppi og það varð sífellt framorðnara þegar Maxín hélt 48 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.