Vikan - 11.07.1985, Blaðsíða 51
dásamlega settleg í honum.
„Þú ert pen og prúð eins og
vera ber, alveg eins og dama,”
sagði Charles í viðurkenningar-
skyni þegar hann hjálpaði
henni upp í sportbílinn.
"íllinn stansaði með
háu ískri í steinlögðum garði
rétt fyrir utan Epernay. Þau
gengu inn í gamla byggingu
sem nú var notuð sem skrif-
stofa. I dimmri, tómri forstof-
unni, á meðan þau gengu upp
lúnar steintröppurnar upp á
rannsóknarstofuna, sagði
Charles: , .Kampavínsfyrirtæki
reynir að framleiða vín sem er
alltaf eins á bragðið og jafnt að
gæðum. Vegna þess að veður-
farið er svo mismunandi og
hver uppskera annarri ólík er
aðeins hægt að ná þessu með
blöndun.” Hann þagnaði og
opnaði dyr með hvítmálaðri
hurð. ,,Nú hittir þú mikilvæg-
asta starfsmanninn í öllum
kampavínsfyrirtækjum: blönd-
unarmanninn minn.” Hann
vísaði henni inn. ,,Það er ekki
hægt að blanda kampavín í vél-
um. Hjá góðu fyrirtæki verður
að vera góður blöndunarmað-
ur, orðstír alls fyrirtækisins er
undir tungunni, augunum og
nefínu á honum kominn. ’ ’
Þau gengu inn í tandur-
hreina rannsóknarstofu. Fyrir
framan röð af tréstólum stóðu
nokkrir spýtubakkar. Nokkrar
ómerktar flöskur stóðu á tré-
borðinu á miðju gólfinu.
„Reykingar bannaðar,” stóð á
veggnum. Þettavirðist óendan-
lega leiðinlegt ennþá, hugsaði
Maxín þegar hún var kynnt
fyrir vambmiklum manni með
raunamætt andlit, fjólublátt
eins og kambur á kalkúnhana.
Kjallarameistarinn bauð
þeim hátíðlega glas af kampa-
víni sem ekki var af úrvalsár-
gangi. Maxín þakkaði honum
virðulega eins og hæfði þessari
nýju stöðu hennar og Charles
leiddi hana aftur niður stigann
og eftir marmaraflísalögðum
gangi í áttina að dimmum for-
salnum.
unum. ,4
llt í einu þreif hann
í úlnliðinn á Maxín og dró hana
inn í dimmt skot undir stigan-
um. Hann hneppti með hröð-
um handtökum frá bleika jakk-
anum, stakk báðum höndum
inn undir blúndubrjóstahald-
arann og stöðvaði skelfingaróp
hennar með munninum. Hún
fann tunguna í honum þrýsta
sér upp að hennar. Svo dró
Charles sig til baka og sagði
venjulegri röddu: „Fyrst er
venjulega tappað á flöskur í lok
apríl og þá bætum við út í svo-
litlu af reyrsykri til þess að setja
á stað seinni gerjun.” Hann
tók að kyssa á henni geirvört-
urnar. Maxín varð máttlaus en
þegar hún tók að umla af vel-
líðan dró Charles hendurnar
snögglega burtu og hneppti
jakkanum hennar hratt upp
eins og þjónustustúlka.
Maxín var máttvana af þrá og
hvíslaði: „Þú mátt ekki, þú
mátt alls ekki. . . gera svona
lagað.” En hún var ekki sérlega
sannfærandi.
Charles tók í höndina á
henni, leiddi hana niður fleiri
steinþrep og sagði hátt: „Það
er við seinni gerjunina sem
kampavínið fær gosið. Gosið er
í raun réttri loft. Þess vegna
þarf að vera góður korktappi.
Hann hélt áfram að láta
móðan mása og dró hana undir
stigann þegar þau voru komin
niður. Þar hélt hann henni upp
að sér og þreifaði með hinni
hendinni undir pilsið hennar
og reif í nærbuxurnar.
, ,Úr þeim! ’ ’ tautaði hann.
„Charles, þú ert genginn af
vitinu. Einhver gæti séð
okkur,” mótmælti Maxín.
„Úr!” skipaði Charles og
togaði harkalega í blúnduna.
Maxín mjakaði sér taugaóstyrk
úr buxunum og reyndi að taka
upp gula blúnduna en Charles
leyfði henni ekki að beygja sig
niður. „Ég læt þig ekki komast
upp með að verða að einhverri
siðprúðri greifafrú sem hefur
stöðugar áhyggjur af hvað öðru
fólki finnst, eins og systur
mínar,” sagði hann.
Cf
íðan stirðnaði hann
upp þegar hann heyrði fótatak
nálgast. Maxín lokaði augun-
um og beið auðmýkingarinnar!
Fótatakið kom nær og þagnaði
svo. Síðan heyrði hún hurð
opnast og lokast með skelli.
Charles losaði takið. Maxín var
fljót að beygja sig niður, taka
upp nærbuxurnar sínar og
troða þeim í veskið sitt. An
þess að segja orð tók Charles í
handlegginn á henni, dró hana
í flýti í átt að lyftunni innst í
forsalnum og sagði eðlilegri
röddu: „Ég vona að þér verði
nógu hlýtt. Ég varaði þig við
því í gær að það væri kalt í
kjallaranum. Á ég að ná í káp-
una þína út í bíl?”
Unglingur í hvítum samfest-
ingi var fyrir aftan þau og hent-
ist fram til þess að opna járn-
grindina á tveggja manna lyft-
unni.
„Nei, nei, Charles, láttu
ekki svona,” sagði Maxín
óstyrkri röddu til þess að láta
þennan kurteisa dreng heyra að
allt væri eðlilegt þegar hann
lokaði grindinni fyrir aftan
þau. Charles ýtti á
grænan hnapp, litla
lyftan hrökk af stað
niður og eins og Maxín
hafði hálfvegis átt
von á var höndin á
honum komin undir
pilsið hennar. Lyftan
mjakaðist niður með rykkjurn.
Hin höndin á Charles kreistii
berar rasskinnarnar á henni,
bakhlutinn á pilsinu hennar*1
var fast upp við lyftuvegg-
inn. Hún myndi
aldrei ná þessum krumpum úr,
hugsaði Maxín með sér, það
tæki tvo tíma að strauja það.
„Þar til Dom Perignon kom
fram á sjónarsviðið 1668 var
flöskunum lokað með límtöpp-
um sem vættir voru í ólífuolíu
og vitanlega voru það ekki loft-
þéttir tappar,” útskýrði
Charles grafalvarlega. Ö, guð,
hún gat ekki hugsað um neitt
nema fingurna á honum. Nú
tæki hún frekar áhættuna á að
einhver kæmi að þeim en láta
hann stoppa. Charles hélt
áfram eins og hann væri að
spjalla við móður sína. „Snilld-
arhugdetta Dom Perignon var
sú að bleyta korkbút til þess að
gera hann eftirgefanlegri og
troða honum síðan niður í
flöskuhálsinn.” Maxín hrökk
við og titraði þegar hann hélt
áfram: „Korkurinn lokaði
flöskunum og kom í veg fyrir
að loftið læki út.”
g>
O^C/vfl
" yftan nam staðar
með snöggu en vægu skrölti.
Charles ýtti upp járngrindinni.
„Þrýstingurinn innan í kampa-
vínsflösku er sá sami og í
dekkjunum á rútubílum. . .
svo þú sérð hvað korktappinn
skiptir miklu máli.”
Maxín staulaðist út og slétti
úr pilsinu. Hún var andstutt og
óstyrk þar sem hún gekk eftir
kjallaranum, fram hjá þúsund-
um flaskna sem lágu á hvolfi í
grindum upp við fölgrænan
krítarvegginn. Charles bandaði
annarri hendinni í áttina að
snyrtilegum, gljáandi röðun-
um, litlu, grænu hermönnun-
um í veldi hans. „Við látum
flöskur með blönduðu víni vera
í kjallaranum í tvö ár.
Framhald í næsta blaði. ^ i
28. tbl. Vikan si