Vikan


Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 56

Vikan - 11.07.1985, Qupperneq 56
^ ^^ósturinn AIRMAIL PAR AVION Tungu- málanám Kœri Póstur. Mér datt í hug að skrifa þér því ég veit eiginlega ekki hvert ég á að snúa mér. Ég hef mikinn áhuga á tungumálum og langar til þess að fara út og komast í málaskóla. Ég hef til dœmis áhuga á Englandi eða Frakklandi eða einhverjum skóla þar sem ég get lœrt ensku og frönsku og kannski fleiri tungumál. Ég vil ekki fara á neitt sumarnámskeið og ég er bara 17 ára og ekki með stúdentspróf þannig að ég fer ekki í neinn háskóla. Ég er búin með einn bekk í fjölbraut. Eru einhverjir svona skólar starfandi fyrir útlendinga á veturna ? Hvert geturðu bent mér á að leita ? Meö bestu þökkum fyrir hjálpina. Ein sem hefur áhuga fyrir málum. 1 Englandi, Frakklandi, Sviss og víöar eru starfandi góöir skólar eins og þú hefur í huga. Besta ráðið er aö leita til sendiráða Bretlands og Frakklands og svissneska ræðismannsins. Einnig hafa ferðaskrifstofurnar upplýs- ingar um marga málaskóla sem starfa einnig á veturna. vandrœðum. Ég er búin að vera hrifin afstrák í rúma 3 mánuði en ekkert gengur. Vinkona mín er systir þessa stráks þannig að við þekkjumst alveg nógu vel, alltaf að djóka hvort við annað og ég er alveg að deyja en þegar hann er svolítið fullur þá talar hann helmingi meira við mig. Hann er 17 en ég 15, að verða 16 ára. Heldurðu að hann sé eitthvað hrifinn af mér ? Ég vona að þú viljir birtaþetta bréfog svara. Ein í vandrœðum. Hann er ef til vill feiminn, strákurinn, og þaö getur verið skýringin á því að hann er fjörlegri í framkomu fullur en edrú. En það segir litlar sögur um raunverulegar tilfinningar hans í þinn garð. Pósturinn heldur aö þaö væri rétt af þér að reyna hreinlega ákveðið við hann þegar gott tækifæri gefst, til dæmis biðja hann aö dansa við þig ef þið eruð á baili eða í partíi þar sem dansað er, eða setjast svolítið þétt upp að honum. Beittu þínu kvenlega innsæi við þetta, vertu ákveðin og hæfilega tælandi en ekki of ýtin. Það er hreint ekki ósennilegt að hann sé eitthvað að spá í þig en þori ekki að taka af skarið og þá er ágætt að þú gerir það. Þú verður í það minnsta að sjá hvað gerist því ekki er betra að kveljast af ást og óvissu, eða hvað? Hrifinaf bróður vin- konu minnar og alveg að deyja Kœri Póstur. Ég er hér í miklum Frankie Yndislega hjálparhella! Viltu gera mér þann greiða að birta heimilisfang hljómsveitarmeðlima hinnar frábœru hljómsveitar Frankie Goes to Hollywood og líka heimilisfang aðdá- endaklúbbs þeirra í Bretlandi ef einhver er. Viltu líka vera svo œðislegur að láta plakat af þessari œðislegu hljómsveit fylgja blaðinu einhvern tíma. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu ef þú birtir einhvern tíma þetta fárán- lega bréf. Einn af Frankieaðdáendum. Pósturinn veit aldrei heimilis- föng hljómsveitarmeðlima en getur hins vegar gefið þér utanáskrift aðdáendaklúbbsins. í klúbbnum gætir þú svo ef til vill fengið heimilisföngin. Frankie Goes to Hollywood P.O. Box 160 Liverpool LBG 8 BT England Pósturinn ræður því miður engu um plakötin en beitir áhrifum sínum eftir megni. Nick Rhodes og Duran Duran eina ferðina enn Kœri Póstur. Ég hef ekki skrifað áður þannig að ég vona að þú birtir bréfið. Spurningar um Nick Rhodes: 1. Hverjir eru uppáhalds- litirnir hans ? 2. Hver eru áhugamál hans ? 3. Hverjar eru uppáhalds- hljómsveitirnar hans ? v 4. Hvað finnst honum besta lagið með Duran Duran? 5. Er möguleiki að þið getið birt plakat með Nick Rhodes eða Duran Duran ? Nokkrar spurningar um Duran Duran: 1. Hvenœr var hljómsveitin stofnuð ? 2. Hvað hafa komið út margar plötur með henni? 3. Hvað heita plöturnar sem hún hefur gefið út? Jœja, nú verð ég að fara að hœtta en gerið það, birtið þið bréfið. M.G. 1. Það ku vera bleikt og blátt. 2. Myndlist, sér í lagi ljósmyndun, og hann hefur meðal annars gert ljósmyndabók með afstrakt polaroid-myndum. Djúpt í brjósti hans býr þrá eftir að verða kvik- myndaleikstjóri. 3. David Bowie, Roxy Music, ABBA, Chic og Yellow Magic Orchestra. 4. Ja, nú rakstu Póstinn á gat. Veit það sem sagt ekki. 5. Það er möguleiki. Svör við spurningum um Duran Duran: 1. John Taylor og Nick Rhodes munu hafa stofnað hljómsveitina ásamt Simon Colley og Steven (Tin Tin) Duffy árið 1978. Síðan hættu tveir þeir síðarnefndu og Roger og Andy Taylor gengu í hljómsveitina og síðast Simon Le Bon 1980. 2. og 3. Stóru plöturnar eru fjórar enn sem komið er, Duran Duran 1981, Rio 1982, Seven and the Ragged Tiger 1983 og hljómleika- platan Arena 1984. Litlar plötur eru eitthvað á annan tuginn og of langt mál að telja þær upp hér. 5fc Vikan 28. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.