Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 12

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 12
. . held að það haldi aftur af mörgum bóndanum að vita að þær geta farið í kvennaathvarf" Kvennaathvarfið er í frétt- um endrum og sinnum, yfir- leitt þó ekki nema það sem snýr að yfirborðinu. Starf- semin, sem fram fer í kvennaathvarfinu, hefur hingað til ekki verið kynnt ítarlega í fjölmiðlum. En nú er þögnin rofin og i þessari VIKU er rætt við konur sem þekkja til þess af eigin raun og þess veruleika sem gerir heimili eins og kvennaat- hvarfið að nauðsyn í þjóðfé- laginu. Ofbeldi gagnvart konum fer hvorki eftir stétt þeirra né stöðu. Allar konur geta lent í að vera beittar of- beldi. Ýmislegt veldur því að sumar þeirra halda það út ótrúlega lengi. Þær eru ekki einar þolendur, börnin eru sist betur sett. Fyrstu þrjú starfsár kvennaathvarfsins hafa konur leitað meir en 600 sinnum til kvennaathvarfs- ins, fyrsta árið 151 kona, annað árið voru þær orðnar 176 og fyrstu níu mánuði þriðja starfsársins höfðu 120 konur dvalið þar. Börnin, sem komið hafa, eru lítið eitt færri. Á þessum þrem árum hafa konur hringt meir en 1000 sinnum í athvarfið. Það er eins og erillinn komi í öldum, ,,alls ekkert frekar í skammdeginu, eins og við höfðum haldið", segja konurnar sem starfa þar. Þrír fastir starfsmenn eru við athvarfið, vinna á þrí- skiptum vöktum og aldrei meir en ár i senn. Það þykir ekki heppilegt, álagið of mikið og skiptingin kemur í veg fyrir að stofnanabragur komist á heimilið. Barna- starfsmaður er í hálfri stöðu við athvarfið og lausavaktir annast konur úr samtökun- um. Konurnar, sem leitað hafa til athvarfsins, eru á aldrin- um frá 17 til 72 ára og dvelja mislengi þar, eftir þörfum hverrar og einnar. Það eru Samtök um kvennaathvarf sem reka heimilið. Þau starfa eftir samstarfsgrund- velli sem felur í sér meðal annarra markmiða samtak- anna „að aðstoða konur við að rjúfa þann múr einangr- unar og þagnar sem reistur hefur verið um ofbeldi á heimilum". Það er einmitt markmið þessarar greinar. Texti: Anna Ljósm.: Ragnar Th. ,,Lögreglan kom á staðinn og fór með hana og krakk- ana út í bíl og keyrði einn hring um hverfið og spurði: Hvað á ég að gera við ykk- ur? Það var ekki um annað að ræða en að fara með þau heim.” Viðmælendur VIKUNNAR eru sex konur, tvær starfsmenn kvennaat- hvarfsins, fjórar hafa dvalist þar um lengri eða skemmri tíma, jafnvel oft. Tvær þeirra voru þar þegar samtalið fór fram, ein hinna hefur hafið störf þar ný- verið. Þær eru giftar, fráskildar, i sambúð eöa einstæðar mæður. Aldurinn er frá liðlega tvítugu upp í að eiga stálpuö (uppkomin?) börn. Þær eiga það sam- eiginlegt að hafa oröið fyrir ofbeldi af einhverju tagi af hendi sinna nánustu, ein kom inn daginn áður en samtalið fór fram, ekki í fyrsta sinn og það sér á henni. Starfsmennirnir eru Vilfríöur Þórðar- dóttir, sem þekkir vel til kvennaat- hvarfsins, er þar I föstu starfi og er senn að Ijúka sínu starfsári, og Hólmfríöur Aradóttir. Hún er barnastarfsmaður. Eftir reynslu fyrsta ársins í athvarfinu var ráðist I að fá sérstakan starfsmann sem helgaöi sig börnunum og nú kemur Hólmfríður á mesta annatímanum dag hvern, frá 3—7 síðdegis, og er börnun- um og mæðrunum til stuðnings. ,,Ég er ekki í annarri vinnu,” segir hún, ,,þann- ,,Ég þurfti á kvennaathvarfi að halda löngu áður en það varð til." 12 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.