Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 18
gert með því að kynna mér nú-
tíma fjölmiðlun. Blaðamaðurinn
skal hafa góða yfirsýn yfir þjóðfé-
lagið; hann þarf víðan sjóndeild-
arhring og þó einstakir þættir séu
kannski ekki alltaf skýrir þá skipt-
ir þessi yfirsýn mestu máli.
— Þú varst ekki ýkja lengi hjá
Jóni ð Timanum?
„Nei, leiöin lá yfir á Vísi í árs-
byrjun 79. Þetta var á þeim tíma
þegar síðdegisblöðin kepptu hvað
harðast á markaðnum og þessi
samkeppni var oft býsna
skemmtileg. Á Vísi var ég svo
framáhaustl980.”
— Og þá tókstu þetta frœga við-
tal þitt við Vigdisi Finnbogadóttur?
(Þá var Vigdís í framboði til forseta
og Halldór var sendur til að taka
kynningarviðtal við hana. Við félag-
ar hans á blaðinu sáum greinilega
að hann var alveg heillaður þegar
hann kom til baka.)
„Já, þaö má segja það, en raun-
ar hafði ég kynnst Vigdísi nokkru
fyrr. Eitt af verkefnum mínum á
Vísi var að sjá um kynningarblað
vegna svokallaðrar franskrar
viku sem hér var haldin; þar var
kynnt frönsk menning og allt það
sem franskt var. Meðal þess sem
mér þótti ómissandi að hafa í blað-
inu var úttekt á veiðum franskra
sjómanna við Island en þau mál
hafði Vigdís athugað sérstaklega.
Ég tók því við hana viðtal vegna
þessa og það urðu okkar fyrstu
kynni. Ég hafði að vísu verið í MH
meðan hún kenndi þar en lenti
aldrei í bekk hjá henni.
Nú, svo átti ég við hana ítarlegt
viðtal þegar Vísir kynnti forseta-
frambjóðendurna. Þá kynntumst
viö ágætlega og ég varö þess var
að viö höfðum að flestu leyti svip-
uð sjónarmið varðandi forseta-
embættið. Ég var því ánægður
með að hún skyldi ná kjöri sumar-
ið ’80. Þá um haustið fór ég svo í
framhaldsnám til Bandaríkj-
anna. . .”
Í guðfrœði?
„Nei, reyndar ekki. I fjölmiðla-
fræði. Ég var úti einn vetur og
byrjaði svo að vinna sem afleys-
ingamaður á fréttastofu útvarps
sumarið ’81. Þá gerðist það að
Vigdís spurði mig hvort ég vildi
gegna embætti forsetaritara og
mér þótti það mikið kostaboð.
Ungur maður í minni stöðu átti
ákaflega erfitt með að hafna slíku
boöi, og því hef ég verið hér síðan
— að undanskildum nokkrum
mánuðum árið 1982 þegar ég var
að ljúka mínu námi í Bandaríkjun-
um. Ennþá hef ég reyndar ekki
lokið við ritgerö sem ég er byrjað-
ur á að skrifa en það kemur ein-
hverntíma að því.”
— Um hvað er ritgerðin?
„Það er nú það. Þetta er svo-
kölluð innihaldsgreining, eða con-
tent analysis, á umfjöllun íslensku
blaðanna um f jórmenningana sem
voru að ósekju hnepptir í varðhald
vegna Geirfinnsmálsins.”
— Var ekki starf forsetaritara
nýtt starf er þú tókst við?
„Nýtt og ekki nýtt. Þetta emb-
ætti var stofnað þegar ríkisstjóri
var skipaður á sínum tíma; þá hét
það að sjálfsögðu ríkisstjóraritari
sem breyttist í forsetaritari við lýð-
veldisstofnunina. Starfinu hafa
gegnt margir ágætismenn á undan
mér — ég nefni bara Birgi Thorla-
cius, Pétur Eggerz, Harald Kröy-
er, Þorleif Thorlacius, Birgi Möll-
er, Árna Gunnarsson í mennta-
málaráðuneytinu; Gunnlaugur
Þórðarson var hér meira að segja
um tíma. En þetta hafði ætíð verið
hálft starf og þegar ég kom var
þetta gert fullt starf og hefur verið
það síðan.”
— Þú hefur fylgt forseta íslands i
opinberar heimsóknir til útlanda.
Eru þetta skemmtilegar ferðir?
„Já, það er mér óhætt að segja,
en þetta eru aftur á móti engar
skemmtiferðir. Það er ávallt gam-
an aö kynnast nýju umhverfi en
hins vegar fylgir þessum ferðum
mikil vinna og maður sér kannski
ekki mikið meira af sjálfu þjóðlíf-
inu í hverju landi en blasir við út
um bílgluggann. Dagskráin er
afar ströng og mörg verkefni sem
þarf að sinna. Þetta hefur hins
vegar yfirleitt alltaf tekist með
eindæmum vel og ferðirnar allar
verið hinar ánægjulegustu. Vigdís
hefur líka, að mínum dómi, staðið
sig með mestu sæmd og verið þjóð
sinni til sóma.”
— Er hvert andartak skipulagt i
þessum reisum?
„Já, það má segja það. Hvert
andartak og hvert skref, má
segja. Það hefur líka farið mikill
tími í undirbúning svo hvergi séu
lausir endar. Svoleiðis verður
þettaaðvera.”
— Nú er fylgt ströngum siðaregl-
um hvenœr sem þjóðhöfðingjar
koma saman. Hvernig fellur þér
sem ungum manni við allar þessar
etíkettur og prótókoll og hvað
þetta heitir?
„Bara þokkalega, ég get ekki
sagt annað. Það hefur náttúrlega
hvert starf sínar hefðir og siöi sem
er sjálfsagt að fylgja. Ef maður er
blaðamaður er ætlast til ákveð-
inna hluta af manni, svo ég taki
dæmi sem þú þekkir. Margar þær
venjur, sem fylgt er í samskiptum
við þjóðhöfðingja, eru býsna
gamlar og ég sé ekkert athugavert
við að fylgja þeim. Hins vegar hef-
ur það verið tilhneigingin, á síð-
ustu árum, bæði hér heima og er-
lendis, að gera prótókollinn heldur
frjálsari en verið hefur, meira í
takt við tímann. Það hefur verið
sagt að bestu venjurnar séu þær
sem eru eðlilegar.
En hitt er svo annað mál að auö-
vitað var það töluvert stökk fyrir
mig að koma inn í þennan heim.
Ég þurfti aö byrja á því að fata
mig upp því eins og þú veist eru
blaðamenn ekki annálaðir fyrir að
eiga mikiö af sparifötum. Ég átti
bara giftingarfötin mín og þurfti í
snarhasti að útvega mér bæði kjól-
föt og sjakkett. Það stóð fyrir dyr-
um opinber heimsókn til Noregs
og Ölafur Noregskonungur er
kunnur fyrir að halda fast í ýmsar
gamlar hefðir, þar á meðal að
menn skuli klæðast „árdegisföt-
um”, eða sjakkett, við viss tæki-
færi. Ég átti engan sjakkett og
hvernig sem ég leitaði gat ég
hvergi útvegað mér slíkan klæðn-
að. Þetta leystist svo á síðustu
stundu þegar þáverandi ráðuneyt-
isstjóri í utanríkisráðuneytinu,
Hörður Helgason, gaf mér gamlan
sjakkett af sér. Það þurfti að vísu
að sníða hann til en það tókst allt
saman vel og þetta var hinn klæði-
legasti búningur!
Talandi um Ölaf Noregskonung
þá varð ég fyrir skemmtilegri
reynslu í sambandi við prótókoll í
Noregsferðinni ’81. Hann bauð for-
seta Islands og fylgdarliði til há-
degisverðar fyrsta dag heimsókn-
arinnar og af því Olafur er gestris-
inn maður og mikill höfðingi skál-
aði hann við alla gestina. Ég sat
þarna við borðið og var að ræða
við mann er sat við hlið mér þegar
þjónn kom og sagði að nú vildi
konungur skála við mig. Ég tók
upp glasið, leit til konungs og við
skáluðum eins og lög gera ráð fyr-
ir — hélt ég. Svo tók ég eftir því
skömmu síðar aö menn spruttu
jafnan á fætur þegar konungur
skálaði við þá og mér skildist að
mér hafði orðiö á í messunni. Svo
um kvöldið var veisla í höllinni og
þar kemur aö þjónn birtist og seg-
ir að enn vilji konungur skála. Um
leið og hann segir þetta þrífur
hann eiginlega undan mér stólinn
svo ég rýk á fætur og skála við
konung. Ég stend í þeirri mein-
ingu að þarna hafi Olafur verið að
kenna ungum manni lexíu í prótó-
kolli og hafði bara gaman af
þessu. Olafur konungur er líka
hinn indælasti maður í alla staði.”
— Hefuröu tækifæri til þess að
kynnast erlendu þjóðhöfðingjunum
að einhverju marki i þessum ferð-
um?
„Það get ég nú reyndar varla
sagt. Tilgangur þessara heim-
sókna er meðal annars sá að þjóð-
höfðingjarnir sjálfir kynnist og
það er reynt að koma því þannig
fyrir að þeir geti verið sem mest
saman. Aðrir í fylgdarliðinu — ja,
það er býsna tilviljunarkennt hvað
þeir kynnast viðkomandi þjóð-
höfðingja náið. Það gefst yfirleitt
ekki mikið tækifæri til þess enda
er nógu að sinna.”
— Er þér einhver sérstök ferð
minnisstæðari en aðrar?
„Það væri þá kannski helst ferð-
in til Bandaríkjanna í tengslum
við sýninguna Scandinavia Today.
Það var gaman að sjá hversu stór
hlutur Islands var í því samnor-
ræna átaki, og það held ég að megi
ekki síst þakka forsetanum okkar.
Vigdís forseti var aðalræðumaður
við opnunina og hún vakti alls
staðar mikla athygli. Ég hef tekið
eftir því að það vekur hvarvetna
athygli að forseti Islands er kona
og flestum þykir það bera vitni um
hugrekki og framsýni íslensku
þjóöarinnar; að hún skuli hafa lát-
ið gamla fordóma lönd og leið og
kosið konu til æðsta embættis síns.
Ég held að sá mikli áhugi, sem
menn sýna Islandi alls staðar þar
sem Vigdís forseti kemur, stafi
ekki hvað síst af því.”
— Ferðirnar innanlands, eru þær
ööruvisi en opinberu heimsóknirn-
ar?
„Já, þær eru töluvert öðruvísi. I
opinberu heimsóknunum erlendis
er fyrst og fremst verið að koma á
tengslum við fólk í háum stöðum
en þegar forseti heimsækir byggð-
ir hér innanlands er hann að sækja
heim fólkið sjálft, kynnast lífi þess
og störfum. Þessar opinberu ferð-
ir innanlands eru mjög ánægjuleg-
ar og að sumu leyti skemmtilegri
en opinberu heimsóknirnar utan-
lands. Ferðin til Austfjarða í sum-
ar var til að mynda mjög ánægju-
leg: Austfirðingar eru skemmti-
legt fólk, og þeir tóku forseta mjög
vel.”
— Nú er Vigdis kjörin með
minnihluta atkvæða. Hvernig finnst
þér henni hafa tekist að verða sam-
einingartákn landsmanna?
„Ég held að henni hafi tekist
það mjög vel og ég verð ekki var
við annað en að menn séu mjög
sáttir við hennar störf. Kannski
bar á einhverjum efasemdum
allra fyrst, ef til vill vegna þess að
þarna var kona á ferð, en núorðið
tel ég að flestallir landsmenn séu
ákaflega ánægðir með starf henn-
ar á forsetastóli. Ég tel líka að hún
hafi náð miklum árangri í kynn-
ingu á landi og þjóð og slíkt er auð-
vitaðómetanlegt.”
— Hefur forsetaembættið breytt
um svip eftir að hún tók við?
„Það er nú erfitt fyrir mig að
dæma um það, ég kom inn í þetta
eftir að hún var sest í embætti. En
þaö má alveg eins spyrja hvort
þjóðfélagið hafi ekki breyst. Þetta
embætti er náttúrlega i býsna föst-
um skoröum og það gengur ákveð-
18 Vikan 47. tbl.