Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 34
nauðsyn krafði af því að mér leiddist það svo. Seinna varð ég að auka æfingarnar til að grenna mig. Ég byrjaði að æfa leikfimi eftir tónlist (AEROBICS) í 90 mínútur tvisvar á dag. Svo fékk ég Dan Issacson, þann sem æfði Travolta, til að hjálpa mér með upphandleggina og lærin, að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum í viku. Á fjórum mánuðum gerði ég róttækar breytingar á mataræði mínu; ekkert rautt kjöt og engar mjólkurafurðir: Suma morgna borðaði ég bara „granola” og vatn og ekkert fram að kvöldmat. Ég borða alltaf „granola” ef mig langar í aukabita. I kvöldmat borðaði ég pasta, fisk eða kjúkl- ing, en ég borðaði aldrei eftir klukkan 7 á kvöldin. Til allra hamingju var ég frekar grönn þegar ég byrjaði. Samt þurfti ég að losna við líkamsfitu en ekki að léttast. Líkamshreysti byggist á dular- fullu jafnvægi. Til að verða grannur notar maður aðra aðferð en ef maður ætlar að auka afl sitt. Til að vera grannur borðar maður minna en afl vex með auknum mat. Ég vil ekki bara vera grönn. Það er dásamlegt að finna til afls síns. Líkamsrækt hefur tekið við af eiturlyfjum Eftir nokkurn tíma varð ég raunsærri í sambandi viö æfingar og að koma líkamanum í form. Ég sé alls staðar fólk vera að eltast við það sem það kallar heilbrigði. Þaö fer alveg með hnén á sér og einkalíf þess er í hættu. Það er eins og líkamsrækt hafi tekið við af eiturlyfjunum. Ég held að við ættum að hætta að hugsa svona vísvitandi og af svona miklum ákafa um æfingar en æfa þess í stað þegar okkar langar til. Við ættum að æfa vegna þess að okkur þykir það skemmtilegt en ekki vegna þess aö æfingar hreinsi út slagæðarnar eða gefi okkur stærri brjóst. Ég vil ekki verða leikfimileikkona. Ég hef ennþá enga löngun til að prédika mínar eigin heilbrigðisreglur fyrir nein- um, sérstaklega af því að það er of persónulegt og svo vegna þess að þetta var bara hluti af þessu sér- staka kvikmyndahlutverki. Mig langar ekki til aö skrifa eina af þessum heilsu- og fegrunarbókum sem frægt fólk sendir frá sér um þessar mundir. Ég vil ekki að skrokkurinn á mér verði umtalsefni fólks í milli. Ég er fyrst og fremst leikkona. Auð- vitað hugsa ég um eigin heilsu en ég hef ekki svör við öllum heilsu- farsspurningum heimsins. — segir Jamie Lee Curtis „Til að vara grannur borðar maður minna, en Ég lærði að spila tennis og aðrar íþróttir þegar ég var unglingur. Ég kunni auðvitað að hjóla, hlaupa á hjóla- skautum og stundaði skíðaferðir og, jú, ég var í dans- tímum. Samt verð ég að játa að ég hafði óbeit á íþrótt- unum og æfingunum. Þetta gaf mér auðvitað stundum útrás en skemmtilegt var það ekki. Hlutverk mitt í kvikmyndinni Perfect olli því að ég skipti alger- lega um skoðun í samþandi við líkamshreysti. Ég var valin í hlut- verk strangs kennara í líkams- rækt og vegna skapgerðar minn- ar varð ég alveg heltekin af lík- amsræktarstefnunni. Þangað til upptökur hófust var ég ósköp heil- brigð í líkamsæfingum mínum. Ég reykti, drakk og notaði ólögleg efni án þess að hugsa út í hvaða áhrif þetta gæti haft á mig. Plastkvoða í rassinum Eftir að ég fékk hlutverkið í myndinni fór ég að æfa fjóra til fimm tíma á dag og varð strangtrúuð á líkamsfegurð. Þá fór ég fyrst að taka eftir skrokknum á mér. Fólk hélt að ég væri búin að missa vitið en ég sá sjálfa mig í anda með laf- andi brjóst og plastkvoðu í rassin- um og mjöðmunum og ég varð alveg brjáluð. Fyrst þegar byrjaö var að kvik- mynda vildi ég ekki æfa meira en „Ég s6 alls staflar fólk vera afl eltast vifl þafl sem það kallar heilbrigði. Það fer alveg mefl hnón á sér og einkalif þess er i hættu." Ég vil ekki vera leikfimileikkona 34 Vtkan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.