Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 33

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 33
ggt & búið Byggt & búið Byggt & búið Byggt & búið Byggt & búið Byg ur tvö í Sviþjóð, fimm og sjö ára, og verða einhvern tima hjá mér. Visindalega sannað að konur gætu ekki lært stærðfræði Halldóra er ekki aðeins fyrst islenskra kvenna til að fara í nám i arkitektúr. Hún er einnig önnur tveggja stúlkna sem út- skrifast fyrstar úr stærðfræöideild í menntaskóla. ,,Það var nú víst álitið visindalega sannað að konur gætu ekki lært stærð- fræði. Þegar ég fór í arkitektúr var mér meira að segja sagt að tekniskt nám hæfði alls ekki konu, það væri bara ekki eðli kvenna að fara í svoleiðis lagað." En hvers vegna valdiröu þetta fag? ,,Nú faðir vor spurði okkur allar fjórar systurnar hvað við vildum helst læra og ég fór sem sagt að stynja því upp þarna sextán ára gömul að ég vildi verða arki- tekt. Ég hafði nefnilega lesið í blaði um danskar konur sem höfðu unnið verð- laun fyrir að teikna dagheimili og fannst að þetta gæti kannski verið eitthvað fyrir mig. Það hafði líka alltaf verið uppáhaldsleikur minn að teikna hús og innréttingar. Pabbi hafði nú dálítið gaman af þessu og það var gengið i það að leita fyrir sér með menntun. Við komumst að því að það þurfti gagn- fræðapróf og siðan einn bekk i mennta- skóla svo það varð úr að ég fór i Flens- borg i tvö ár og síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Ég kláraði svo stúdentspróf og stóð frammi fyrir þvi að velja land fyrir arki- tektúrnámið. Ég valdi Svíþjóð, kannski af þvi að það var þá óvenjulegra en að velja Kaupmannahöfn. Ég varð annars fyrir dálitlum vonbrigðum með námið i Stokkhólmi til að byrja með, ég var til dæmis að læra stærðfræði sem ég hafði lært hér heima." Þú hefur þá ekki bara reynt að drífa þig i eitthvað annað? „Svoleiðis lagað þótti ekki álitlegt í þá daga. Maður breytti ekki áformum sínum á miðri leið. Þetta batnaði svo líka allt saman í seinni hluta námsins, ég fékk meðal annars kennara, sem nú er heimsfrægur orðinn, prófessor Gunnar Aspelund, og ég kynntist góðu fólki. Sem sagt, allt gekk vel nema þetta að striðið skall á." Varð innlyksa i Sviþjóð Það var aldrei ætlun Halldóru að setjast að úti en síðari heimsstyrjöldin braust út árið 1939 og þar með varð Hall- dóra innlyksa i Sviþjóð ásamt systur sinni, Guðrúnu, sem var nýkomin út i fóstrunám. ,,Þetta var nú um það leyti sem mað- ur var aðeins farinn að lita á pilta og svo blossar ástin upp og blómstrar. Og það er komið hjónaband og börn. Maðurinn minn, Jan Ek, var læknir og við bjugg- um fyrst i Stokkhólmi en 1946 fluttum við til Kiruna þar sem hann var héraðs- læknir i nokkur ár. Á stríðsárunum i Stokkhólmi, áður en við fluttum til Kir- una, bjuggum við um tíma í nokkurs konar kommúnu en foreldrar minir voru þá um tíma í Stokkhólmi og önnur systir min, Valgerður, hafði bæst í hópinn og var komin á listaskóla. Við leigðum stundum dönskum og norskum flótta- mönnum þannig að það var mikið um að vera þarna hjá okkur. Auðvitað var erfitt að hugsa um allar þær hörmungar sem voru samfara striðinu en einhvern veginn gekk þetta. Ég hafði mikið að gera í arkitektastarfinu og svo þurftu lit- il börn heima líka sitt. islendingarnir héldu annars mikið hópinn þarna á þessum árum, svo mik- ið að einum kennara okkar fannst nóg um og sagði það nú gott og blessað að vera góðir vinir og láta eitt yfir alla ganga en við mættum bara ekki gera okkur þetta heldur yrðum við að kynn- ast fleirum út á við og komast i meiri tengsl við menningu og málefni lands- ins, þegar við nú hefðum tækifærið. Auðvitað gerðist það svo að við leituð- um út fyrir hópinn góða, en alltaf voru fundirnir okkar reglulega einu sinni í mánuði og oftar ef eitthvað sérstakt var á döfinni. Það var svo gott að koma saman, lesa bækur og spyrja frétta þvi það var langt á milli skipaferða og í þá daga var nú ekki verið að hringja heim bara til að fá fréttir. Nú, margir landar fóru heim, en við tókum það ráð nokkur að flytja saman og á því heimili voru ekki beint rrfrildi en allháværar umræður um ýmis mál. Þama bjuggum við syst- urnar, Jónas Haralz, Glúmur Björnsson hagfræðingur, Þorleifur Kristófersson, Ingvar Björnsson og Rannveig Kristj- ánsdóttir sem seinna varð Rannveig Hallberg. Og við fengum eins og geng- ur marga gesti þannig að stundum var búið um í baðkerinu hjá okkur. En þetta var nú allt áður en ég giftist og við stofnuðum eigið heimili. Þegar við komum aftur til Stokkhólms eftir dvöl- ina í Kiruna fannst mér svo gaman að geta aftur safnað að mér löndum. Og áfram flaug tíminn i Sviþjóð. Við bjuggum i Halmstad frá 1958 og eftir að maðurinn minn deyr árið 1963 og ég er orðin ekkja með fimm börn flyt ég aft- ur til Stokkhólms. Ég missti dálitið sam- bandið við landana á þessum árum enda mikið að gera bæði í starfi og á heimili. Þegar börnin fóru að fara að heiman fór ég svo að leigja íslenskum námsmönnum og siðan 1974 hafa alltaf af og til búið hjá mér Islendingar. Ætli þeir séu ekki orðnir nálægt fjörutíu, námsmennirnir sem hafa búið hjá mér, og allir eru mjög góðir vinir mínir. Þeir gerðu mig að heiðursfélaga á fimmtíu ára afmælishátíð hjá íslendingafélaginu í Stokkhólmi 1984. Sjálf er ég nú að verða fimmtug, í Svíþjóð að minnsta kosti, en ég á fimmtiu ára búsetuaf- mæli þar um þessar mundir. Á nú pinulitið i Skíðaskálanum Verk á islandi? ,,Það hefur iengi legið á mér sá sam- viskubaggi að ég skuli ekki hafa getað unnið meira á Islandi. En það gekk ekki að sameina veruna úti og vinnu á gamla góða landinu. Ég var með litil börn og kannski eins gott að ég var ekki að flækjast með þau á milli landa og svo varð maðurinn minn heilsulítill þannig að þetta sem sagt gekk ekki. Ég var nú samt af og til að skrifa bæjarstjórum hér heima og athuga með möguleika í sam- bandi við litaval á húsahverfum eftir að ég fór út á þá braut en því var ekki sinnt." Litaval húsa í Svíþjóð var og er háð opinberu eftirliti, er þaö ekki? ,,Jú, í stærri bæjunum getur enginn málað eða pússað hús án þess að sam- þykki húsameistara bæjarins eða bygg- inganefndar sé fyrir hendi." Nú hefur þú komið af og til til Íslands í gegnum árin meö misjafnlega löngum hlóum. Hvernig hefur þár þótt þróun húsagerðar hór hjá okkur? ,,Hér hefur mikið verið byggt og myndarlega, í mínum augum stór hús og dýr að sjá. En mér er sagt að eig- endur vinni mikið að byggingunum sjálfir og þannig verður þetta fram- kvæmanlegt. Vænst þykir mér um að farið er að gera vel að gömlu húsunum, til dæmis i Reykjavik. En sárt er að sjá sum gömul, falleg hús úti í sveitum grotna niður. Væri ekki hægt að veita hagstæð lán einstaklingum sem gerðu upp þessi hús og hefðu kannski sem sumarbústað? En svona af þvi að við erum að ræða um byggingar á Islandi og ég að halda þvi fram að ég hafi ekkert getað unnið hér þá verð ég samt að játa á mig eitt verk að einhverju leyti. Á menntaskóla- árum mínum, 1933 til 1935, var farið að efla meir íþróttir og útivist til að vega upp á móti þvi drykkjulifi sem var orðið of áberandi og varð enn meira eftir að höftin voru leyst. Ég var forseti bindind- isfélaga skóla um tíma og i hópi sem var aðeins að reyna fyrir sér með skiða- íþróttina. Við fórum að Kolviðarhóli og skemmtum okkur mjög vel i þessum ferðum. Pálmi Hannesson, sem þá var rektor i Menntaskólanum i Reykjavik, hafði mikinn áhuga á þessum málum. Hann er svo i Stokkhólmi veturinn eftir að ég kem þangað i nám og við förum að spjalla um skiðahús í Hveradölum. Það verður svo úr að ég geri skissur fyr- ir hann sem hann fer með heim og það var að einhverju leyti farið eftir þessum skissum við byggingu Skiðaskálans, þannig að ég á nú pinulítið i honum." Fyrrverandi ungfrú klukka og skransali Halldóra er ekki aðeins önnur tveggja stúlkna sem fyrstar útskrifast úr stærð- fræðideild menntaskóla á íslandi, fyrst islenskra kvenna til að fara i nám i arki- tektúr, fimm barna móðir sem i gegnum árin hefur reynt að sameina heimili og vinnu utan heimilis og driffjöður i blóm- legu lifi landa á erlendri grund. Þeir eru margir sem hafa notið raddar Halldóru. Árið 1937 fákk Landssími íslands talvál til að svara fyrirspurnum um hvað timanum leið. Válin var sænsk og á blaðsiðu 102 í Öldinni okkar 1931-1950 segir: Ungfrú Halldóra Briem, sem stundar nám við tekniska háskólann i Stokkhólmi, var fengin til að tala inn á plötu válarinnar. „JÚ, jú, ég er fyrrverandi ungfrú klukka, mikil ósköp. Ég hafði gaman af þessu og sagði víst jslendingum til um tímann í allmörg ár." Ég veit að þú átt nokkur hjartans áhugamál, eins og þau að skrifa Ijóð, semja lög og svo bókmenntirnar. ,,Já, ég hef dálítið fengist við Ijóða- og lagagerð en ég yrki bara á sænsku, það er mitt hversdagsmál, næst mínu hversdagslifi með gleði og þrautum. Það eru bara tækifærisvísur innan fjöl- skyldunnar sem ég læt fara frá mér á is- lensku og varla það. (íslenskan hennar Halldóru er annars ótrúleg miðað við fimmtíu ára afmælið.) Ég er líka að skrifa upp lög og Ijóð mömmu og móðurömmu, þær gerðu mikið að því að yrkja og semja lög. Lögin eru ekki til uppskrifuð nema eitt í Organtónum. Ljóð mömmu eru þó varðveitt á handritasafni. Ég geri þetta eftir minni, mamma dó þegar ég var ell- efu ára. Sjálf var hún þá þrjátiu og átta ára og hefði því orðið hundrað ára sið- astliðið haust. Valgerður Lárusdóttir Briem, mamma min, var glöð, glæsileg og frjálsleg kona og það ómar alltaf söngur og gítarspil í huga minum þegar ég minnist hennar. Ég hef aftur misst mikið i sambandi við bókmenntalifið hér heima. Það er ekki nóg að lesa þessar aðalbækur sem koma út, það eru samræðurnar sem ég sakna og það að hitta ekki fólk sem kann sömu vísur og vers. Æ, ég var bara fegin þegar ég fékk mitt allsherjarfrí fyrir átta árum. Nú get ég lika hugsað meira um fjölskylduna, notið barnabarnanna og ég kem núna á hverju sumri til Islands. Og ég grúska mikið í íslandssögu, annálum og ætt- fræði. Það byrjaði víst þegar ég fór að kynna mér kirkjubækur föður mins, þá svona átta ára að aldri. Æ, það er svo margt sem þyrfti aö koma I verk," seg- ir Halldóra og bætir við: ,,Mér veitir ekkert af 130 árum!" Og áður en við Ijúkum samtalinu: ,,Þú veist ekki um eitt áhugamálið enn. Ég er nefnilega töluvert skritin. Eftir að ég flutti síðast til Stokkhólms byrjaði ég að safna gömlu dóti. Þetta hófst á því að ég fann fallega hluti innan um gamalt skran i draslbúðum en síðan sá ég þarna möguleika á að fá dálitlar auka- tekjur og fór að halda basara heima. En ekki hef ég nú grætt mikið hingað til, mest hef ég gefið frá mér, börnum og vinum, eða selt fyrir sama verð og ég keypti, svo nú er þetta dreift um allar trissur og álfur. Til dæmis fann ég grút- skítugan fagurlega útsaumaðan borð- dúk í ruslahrúgu, sauð fjórum sinnum, stifaði og straujaði og rullaði og sendi svo sem brúðargjöf til kunningja sem héldu brúðkaup sitt i meiri háttar sloti á irlandi. Hafði sjaldan sést annar eins gripur. Og alltaf bætast við hlutir, bæk- ur og bróderí. Þetta er nú kannski full- mikið stundum, ég get ekki þverfótað fyrir dótinu. Ef ég er spurð hvort ég eigi ákveðinn hlut svara ég því til að ég eigi hann sjálfsagt, þurfi bara að finna hann. Ég var með gamlan barnavagn sem ég safnaöi dótinu í á leiðöngrum minum. Ég kallaði það að fara i berja- mó. En börnin min hafa verið svo feim- in við þetta að ég er hætt barnavagna- stússinu," segir Halldóra að lokum og hlær dátt. 47. tbl. Vikan 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.