Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 13

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 13
ig að vinnutíminn getur farið dálítiö eftir þörfinni." Konurnar fjórar, sem féllust á að deila reynslu sinni með lesendum VIK- UNNAR, eru ekki nafngreindar hér. Þær hafa engan áhuga á að þekkjast, ,,Margar eru hræddar við að koma, hræddar við að þarna séu eingöngu konur sem hafa verið barðar í kássu.. ." ekki vegna þess að þær skammist sín fyrir að hafa leitað til kvennaathvarfs- ins, heldur eru ýmsar ástæður fyrir því að þetta fyrirkomulag er heppilegt og jafnvel nauðsynlegt. Þær eru hrein- skilnar. Þær tvær sem voru enn í at- hvarfinu þegar viðtalið fór fram blönd- uðu sér lítið í samræðurnar framan af, en sóttu i sig veðrið þegar líða tók á samtalið. Staðreyndum er hvergi snúið til að fela hver sé hér á ferð, hið eina, sem gert er til að halda nafnleynd þess- ara kvenna, er að tilgreina ekki hver þeirra talar hverju sinni, þannig að sam- talið myndar eina heild. Það er að vissu leyti dæmigert fyrir konurnar í kvenna- athvarfinu, reynsla þeirra rennur saman í eina heild, stundum eru þær að segja frá sjálfum sér, stundum einhverjum öðrum, margt er þeim sameiginlegt, færra ólíkt með þeim. — Ég þekki ofbeldi allt frá því ég var barn, ólst upp i svolitið vafasömu um- hverfi þó það hafi ekki verið óregla á ,,Það er búið að koma því inn hjá sumum konum að allt sem gerist sé þeim að kenna. Eiginmaðurinn segir: Ég drekk af því þú ert ómöguleg. Og sérðu hvernig þú ert búin að gera börnin." mínu heimili eða barsmíðar og ég hafi átt góða æsku. En ég sá margt og strax sem krakki skynjaði ég þörfina á að at- hvarf væri til. Ég vissi til dæmis um konu sem var með fullt hús af börnum og lenti ítrekað i mjög slæmu ofbeldi, hún var barin. Lögreglan kom á staðinn og fór meö hana og krakkana út i bíl og keyröi meö hana einn hring um hverfið og spurði: Hvað á að gera við ykkur? Það var ekki um annaö að ræða en fara með þau heim. Margar konur hafa búiö við þetta allt sitt líf. — Ég held það sé mjög litið um að kona leiti til fjölskyldu sinnar undir svona kringumstæðum. Þar er ýmiss konar þrýstingur: Mér finnst að þú ætt- ir að gera þetta eða mér finnst þú ættir að gera hitt. Fyrir utan það eiga þær á hættu að valda ónæði á því heimili sem þær leita til ef mikill drykkjuskapur og ofbeldi fylgja. En svo lentir þú í þeirri stöðu að koma i kvennaathvarfið. Hvernig vildi það til? — Ég þurfti á kvennaathvarfi að halda löngu áður en það varð til. Ég hafði ætlað að skilja við bónda minn og hafði ekki i nein hús að venda og þar sem við bjuggum var mér bara sagt að hypja mig ef mér líkaði ekki ástandið. Eini staðurinn, sem ég gat leitað til, var lögreglustöðin en þeir gátu ekki tekið við mér og börnunum. Okkur var komið fyrir, mér á einum stað, börnunum á öðrum og þar vorum við þar til ég hrein- lega gafst upp. Það versta, sem mér hefur verið gert, var að skilja okkur svona að. Auk þess var aðstaðan, þar sem ég bjó, svo slæm að varla var hægt að sækja vinnu þaðan. Ég neyddist til ,,Litla barnið, sem hellir nið- ur úr mjólkurglasi í ógáti vegna þess að það er yfir- spennt, má alveg eins eiga von á því að pabbi þess rjúki upp og segi: Alltaf sami sóðaskapurinn á þessu heimili! Ég er farinn út. . . Og litla barnið situr uppi með það að pabbi er farinn á fyllirí af því það hellti niður mjólkinni." að fara aftur heim. Þegar loks kom heppilegri lausn fyrir okkur var ég kom- in þangað, fyrir sjö vikum. — Ég efa það ekki að fleiri hafa verið í svipaðri stöðu. Ég hefði aldrei farið út i þetta hefði ég vitað hvað beið min og ég er viss um aö margar hafa átt enn verra. Ég fór ekki út af ofbeldi, þó það væri oft til staðar í þessu hjónabandi. Ég átti bara einfaldlega engan kost þeg- ar við urðum ásátt um að skilja. Breytti það stöðunni fyrir þig að vita af kvennaathvarfinu? — Já, og ekki bara hjá mér heldur mörgum konum. Þó þær leiti kannski aldrei i kvennaathvarfið þá er viss styrkur fyrir þær og akkeri að vita að það er til. Og ég held líka að það haldi aftur af mörgum bóndanum að vita að þær geta farið eitthvað. — Fyrir mig var það mikill léttir að vita af stað sem ég gæti farið á ef allt færi um koll. Sem það gerði á endanum. Margar, sem koma þangað, hafa haft það í sigtinu löngu áður en þær komu. — Ég fór aftur heim eftir að hafa ver- ið í kvennaathvarfinu í fyrsta sinn, gaf sjálfri mér sjens eftir að eiginmaðurinn fór í meðferð. Mig langaði að kynnast honum edrú. Ég fór líka tvívegis í fjöl- skyldumeðferð hjá SÁÁ en þrátt fyrir það gekk þetta ekki upp. Áfengi spilar oft inn í, bæði drykkja og löngunin i áfengið. En þó hann væri edrú gekk þetta ekki. — Börnin koma töluvert skemmd út úr svona löguðu. Þau eru yfir sig spennt og trekkt. Þau þurfa að jafna sig ekki síður en móðirin. Hvernig er að koma i kvennaat- hvarfið i fyrsta skipti? — Maður gerir sér svo sem engar ákveðnar hugmyndir fyrirfram. Fer i skyndi og lítur á þetta sem stað þar sem maður getur fengið að vera í friði. En allir mæta manni með skilningi og styrk. Flestar, sem koma þarna, eru búnar að halda ástandinu leyndu i mjög langan tíma, ekki af þvi að þær séu að hlífa eiginmanninum heldur einfaldlega vegna þess að sú stóra spurning kemur upp: Hvers konar manneskja er maður að láta fara svona með sig? Svo er það alltaf vonin um að ástandið batni. Þær ásaka sjálfar sig, vilja gera eitthvað i ,,Þegar búið er að segja við hana oft að hún sé svo heimsk og hafi enga dóm- greind. . . þá fer hún að trúa því." málinu en það er hægara sagt en gert, þvi eftir langvarandi kúgun er mann- eskjan oft mjög skemmd. Þá er léttir að hitta aðrar i sömu aðstöðu. Sumar hafa kannski lent i að létta á sér við einhverja sem eru ekki traustsins verðir og eftir að þeim er hafnað tala þær ekki aftur, sist ef þær fá þetta aftur framan i sig öfugsnúið og bjagað. — Margar eru hræddar við að koma, hræddar við að þarna séu eingöngu konur sem hafa verið barðar i kássu, að það hljóti alltaf að vera miklu verra hjá öðrum. — Að þær þurfi helst að vera hálf- dauðar til að komast þarna inn! — Ofbeldi þarf ekki endilega að vera líkamlegt. Það getur líka verið til mjög slæmt andlegt ofbeldi. — Eitt það hörmulegasta sem ég hef horft upp á er kona sem kom inn vegna andlegs ofbeldis. 47. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.