Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 14

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 14
— Konur sem hafa búið við langvar- andi andlegt eða líkamlegt ofbeldi eru oft of sjúkar til að geta tekið ákvörðun. Það sem þaer leita að og þurfa er fyrst og fremst hvíld áður en þær geta tekist á við vandann. — Svo finnst foreldrum þeirra oft minnkun í því að dæturnar leiti i kvennaathvarf. Alveg hræðileg skömm. að halda upp á eitthvað eða rýkur út af einhverju tilefni. — Faðir minn drakk æðislega mikið og var bæði með andlegt og líkamlegt ofbeldi. Hann fór að drekka um svipað leyti og ég fæddist. Þegar ég varð eldri og fór að kvarta undan þessu við mömmu var mér sagt að hann drykki „Margar konur hafa sagt við mig að það sé bara eitt- hvað í þeim sem fái menn til að vera svona. Þær lenda kannski tvisvar, þrisvar í of- beldisbúskap og segja með sér: Það er eitthvað í mér sem fær þessa menn til að brjálast." svona af þvi ég væri svo erfið! Og með tímanum var ég farin að trúa þessu. Þessi lygi fór í taugarnar á mér, enginn vissi að hann var svona. Fólk heyrði lætin seinni árin og það kom fyrir að gengið var á milli. Ég var eini krakkinn sem gat ekki þagað yfir þessu og þá var fólki sagt að trúa mér ekki, ég væri svo lygin! Amma min trúði mér ekki fyrr en tuttugu árum of seint, þá sá hún loksins til hans. — Mamma ætlaði alltaf að tala við einhvern en var svo hrædd um að pabbi kæmist að því og hún yrði þá bar- in meira. Hún átti ekki í nein hús að venda. -- Allir aðrir eru alltaf tilbúnir að taka á sig sökina fyrir alkóhólista, hjálpa til að breiða yfir, og það er skilyrði fyrir að hann geti haldið áfram að drekka. Eng- ,,Ekkert sjálfsagðara en að konur komi aftur." inn alki getur drukkið án stuðnings- manna. — Margar konur hafa sagt við mig að það sé bara eitthvað í þeim sem fái menn til að vera svona. Þær lenda kannski tvisvar, þrisvar í ofbeldisbú- skap og segja með sér: Það er eitthvað í mér sem fær þessa menn til að brjálast. Það er bara alls ekki rétt. Þær eru bara orðnar svo sjúkar á því að búa við lang- varandi ofbeldi að þær leita í sams kon- ar mynstur aftur, þær kunna ekki ann- að. Er þetta, sem þið hafið verið að lýsa, dæmigerður bakgrunnur konu sem leitar i kvennaathvarfið? - Já. Og þörfin mest fyrir þessar kon- ur? — Já, það er svo erfitt fyrir þær að blanda fjölskyldunum i þessi mál. Það er miklu betra fyrir þær að koma til okk- ar. — Við tökum engar ákvarðanir fyrir konurnar, hitt er annað mál að við styðjum þær í þeim ákvörðunum sem þær taka. En vilja þær ekki stundum að ákvarðanir séu teknar fyrir þær? — Jú, þær biðja stundum um það. Og það væri afskaplega indælt að geta bara ráðið lifsgátuna fyrir þær. En það er það sem við megum ekki og getum ekki. — Hver og einn verður að taka ákvörðun fyrir sjálfan sig. Og það geta ekkiaðrir gert. — í þau skipti sem sér á mér og ein- hver af vinum og kunningjum sér það er alltaf viðkvæðið: Skildu bara við hann, skildu bara við hann! Og það er ekki hægt að fara til sinna nánustu. Þeir segja bara: Þú valdir þetta sjálf, þá skaltu bara vera í því. — Fólk heldur að maður geti bara labbað út af heimili sínu. Maður gerir það ekki frá fullu heimili af fólki. Hvaö með peningamálin? - Þó maður vinni úti þá er það alltaf hann sem þarf að borga, segir hann. Menn verða leiknir í að blekkja sjálfa sig og aðra. Er umræða til góðs eða ills? - Góðs. — Það er mjög jákvætt að fá opna umræðu um þessi mál. Það er ótrúlega lítið vitað um þau. Bók Auðar Haralds ,,. . . held að það haldi aftur af mörgum bóndanum að vita að þær geta farið eitt- hvað." varð til góðs og sú umræða sem fylgdi i kjölfarið, en það eru allt of margar kon- ur sem halda að þær séu einar i sinum vanda. — Alkóhólistar eiga miklu betra, vinnuveitendur eru til dæmis farnir að koma inn í dæmið, mönnum er gefinn sjens, annaðhvort að fara í meðferð eða vera reknir og þjóðfélagið er byrjað að taka sinn þátt I því. Það er tekið fyrr í taumana en áður. En hvað með þau tilfelli sem verða ekki rakin til drykkju? — Þau eru kannski vandasömust allra. — Og það þarf ekki endilega svo mikla drykkju til. . . — Við vitum að það er ekki alltaf drykkja sem spilar inn I, konur hafa ver- ið þolendur svo lengi, karlmaðurinn vill vera sá sterkari og konur hafa verið fastar í þessu mynstri frá örófi alda, þekkja oft ekki annað og engin um- ræða, engin úrræði. ,,Það væri afskaplega indælt að geta bara ráðið lífsgátuna fyrir þær." Hverjir eiga að sjá um fræðsluna — skólarnir? — Jafnvel þeir. Það eru fyrirlestrar um vimugjafa i skólunum og þar má auglýsa að börn eigi líka I einhvern stað að venda. Ég held þeim myndi líða bet- ur ef þau vissu að þau gætu leitað eitt- hvað. Þeim finnst þau oft vera ofurseld foreldrum sínum og stundum drekka þeir báðir eða þau geta einhverra hluta vegna ekki leitað til þeirra. Svo þyrfti að vera miði eða bæklingur á slysadeildum um hvað kvennaathvarfið sé. Það er ,,Eitt það hörmulegasta sem ég hef horft upp á er kona sem kom inn vegna andlegs ofbeldis." Kannski sneið til sín? — Sem það er. — Það er búið að koma því inn hjá sumum konum að allt sem gerist sé þeim að kenna. Eiginmaðurinn segir: Ég drekk af því þú ert ómöguleg. Og sérðu hvernig þú ert búin að gera börn- in. Og það er ekki bara að hún trúi því sjálf, við sjáum merki þess að börnin trúi því lika. — Þegar búið er að segja við hana oft að hún sé svo heimsk og hafi enga dómgreind, hún sé eyðsluseggurinn og eigi ekki peninga fyrir mat handa börn- unum, jafnvel þó allir peningarnir fari í brennivín handa honum, þá fer hún að trúa þessu. Þó hún sé kannski búin að vera í sama kjólnum i tuttugu ár! — Ef þú kemur inn i ibúð drykkju- manns, segjum að þú sæist ekki, þá myndirðu finna spennuna sem myndast þegar fer að líða að næsta fylliríi. Litla barnið, sem hellir niður úr mjólkurglas- inu i ógáti vegna þess að það er yfir- spennt, má alveg eins eiga von á því að pabbi þess rjúki upp og segi: Alltaf sami sóðaskapurinn á þessu heimili, ég er farinn út. Það er ekki verandi hér! Og litla barnið situr uppi með það að pabbi er farinn á fyllirí af því það hellti niður mjólkinni. Drykkjumaður leitar alltaf að tilefni til að drekka, hvort sem hann er ,,Fólki var sagt að trúa mér ekki, ég væri svo lygin. Ég var eini krakkinn sem gat ekki þagað yfir drykkj- . n unm. ekki siður mikilvægt en bæklingar um slysabætur. — Þegar konurnar eru að koma þangað og kallinn bíður kannski frammi blindfullur og þær segjast hafa dottið. Og eru dauðhræddar við kallinn! Við að vera lamdar ef þær kjafta frá. Ef þarna væri hægt sð kippa með sér bæklingi þá gætu þær hugsað málin og komið sér burt ef þær væru búnar að fá nóg. — Það er allt of mikið um að fólk viti ekki um tilvist kvennaathvarfsins. — Ekki hafði ég hugmynd um það fyrr en lögreglan sagði mér að ég gæti farið þangað. Getur verið að það séu margar konur sem vita ekki af þvi? — Ég vissi ekki heldur af þvi. Og vinn ég þó þannig vinnu að ég hefði átt að vita það. — Lögreglan vísar konum oft á það, og samstarfið við hana er yfirleitt mjög gott. Svo hefur komið fyrir að spítalarn- ir visi á okkur, í þannig tilfellum. — Sumar, sem eru í kvennaathvarf- inu, skammast sin fyrir það og vilja ekki láta vita af því. — Þó þær séu ekki þær sem ættu að skammast sin! ,,Það er ekki hægt að fara til sinna nánustu. Þeir segja bara: Þú valdir þetta sjálf, þá skaltu bara vera í því." — Ég lét vita í vinnuna hvar ég væri, og það var allt i lagi. Hjálpar þá ekki að einhver fáist til að tala um þetta? 14 Vikan 47. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.