Vikan - 21.11.1985, Side 32
Byggt & búið
Byggt & búið
Byggt & búið B^
að byrja meö samvinnu við samvinnu-
félögin hér uppi, gerði grunndrög að
verslunum. Prófverkefni mitt við
Taekniháskólann var verslunarhús fyrir
SlS hér heima en stríðið og sambands-
leysi komu síðan í veg fyrir frekari sam-
vinnu þar. Ég vann hjá einkafyrirtæki
um skeið og síöan við fyrirtæki sem
teiknaöi einkum einbýlishús og villur.
Þá fór ég til Svenska Riksbyggen þar
sem ég vann í ein tiu ár að fjölbýlishús-
um, dagheimilum og félagsheimilum.
Ég var siðan sérfræðingur þeirra í lita-
samsetningu og efnisvali. Við getum sagt
að ég hafi snúið mér meira að listahlið-
inni. Árið 1953 fluttum við frá Stokk-
hólmi til Halmstad. Þar vann ég áfram
sem ráðgjafi hjá þessari stofnun en varð
1960 ráögjafi hjá Byonadsstyrelsen sem
er hinn sænski húsameistari ríkisins.
Þar vann ég til dæmis að heimavist fyrir
málleysingjaskóla og ennfremur aö
skóla fyrir hreyfihömluð börn. Ég verö
ekkja árið 1963 og flyt aftur til Stokk-
hólms og fæ þá stuttu seinna starf sem
deildarstjóri hjá rikisstofnun sem hafði
meö dagheimi, elliheimili og sjúkrahús
að gera. Mitt verksvið þar voru ráðlegg-
ingar og leiðbeiningar við þessar bygg-
ingar. Seinna fór ég svo meira út í að
annast val á efniviði viö þessar bygg-
ingar og ég vann þarna i tíu ár eða þar
til ég fór á ellilauninI"
Auðvitað var ekki allt hægt
með fimm börn
,,Ég var alltaf aö reyna að sameina
vinnuna og heimilið og auövitað komst
maöur ekki eins langt í arkitektastarfinu
með fimm börn. Ég reyndi stundum að
vinna heima og stundum var ég í hálfri
fastri vinnu. Tvö ár af öllum þrjátíu
starfsárunum var ég alveg heima en
það var þegar við vorum með þrjú börn
og fórum til Kiruna þar sem Jan, mað-
urinn minn, var læknir í tvö ár. Æ, þetta
var svona tími þegar maöur var með
börn á höndunum og átti von á börn-
um. Auövitað var ég ekki í sömu að-
stöðu og karlmaður, ég heföi kannski
veriö það hefði ég aðeins átt eitt eða
tvö börn en við eignuðumst fimm. Fjár-
hagurinn skiptir lika miklu máli i þessu
sambandi. Veistu að maður er stundum
að dást að þessum konum sem geta
allt, bæði komiö sér áfram i starfi og al-
ið upp mannvænleg börn. Þegar þessi
kona siðan deyr er skrifað lofsamlega
um hana og dáðst að þvi sem hún gat
en einhvers staöar í aukasetningu má
svo lesa: ,,. . . vinnukonan sem var hjá
henni alla tíð og sá um börn og heim-
ili. . Nei, nei, þetta er allt að breyt-
ast, er það ekki? — Þegar feðurnir fara
aö hafa sama áhuga og sömu ábyrgð
gagnvart börnunum. Annars er því oft
haldið fram að karlmennirnir séu svo
mikiö á móti kvenþjóðinni í sambandi
við vinnu utan heimilis. Og þaö er nokk-
uö til í þessu. En ég hef ekki þá sögu aö
segja — minir vinnufélagar hafa alltaf
veriö mér góöir kollegar og samvinna
góö. Aöalvandamál kvenna í þessu
sambandi álít ég vera að ekki er nógu
vel hlynnt aö börnunum."
Þaö er greinilegt að Halldóra hefur
I mai 1985 var birt niðurstaða friðunarnefndar varðandi friðlýsingu eldri hverfa i bænum Vásterðs i Svi-
þjóð. Þar segir meðal annars: „Friðlýst eru hverfi og hús sem eru sérstaklega verðmæt frá umhverfis- og
menningarsögulegum sjónarmiðum. . ."
,,. . . þetta gildir fyrir byggingar i góðu ástandi sem eru stilfræðilega vel útfærðar eða sórstakar. . ."
Klövern (Smárinn) heitir eitt hverfið sem friðlýst var og i iýsingu þess segir: ,,. . . pússuð hús frá fimmta
áratugnum í rauðum, gulhvítum, grænum og bláum litum. Formsterkir inngangar, skreytingar á útveggj-
um, útskotagluggar."
„Húsin eru staðsett hvert á móti öðru og mynda gróðursæla garða með lauftrjám og stórum grasflöt-
um. .
Sænska byggingarfyrirtækið, Svenska Riksbyggen, efndi til samkeppni um hverfið í lok fimmta áratugar-
ins og fékk Halldóra fyrstu verðlaun. Byggt 1951. Hlið hússins snýr út að götu.
hugsað mikið um þessi mál. Þegar hún
tók sér heimavinnu léku börnin sér und-
ir teikniboröinu.
„Ég danglaði bara aðeins i þau ef
mér fannst þau vera með of mikil læti,"
segir Halldóra hlæjandi. Þegar börnin
léku sér hvað mest undir borði hjá Hall-
dóru var hún að vinna við lita- og efnis-
val, kærkomið starfssvið litilla barna.
,,Já, þau hjálpuðu mér oft og þetta
hefur haft sín áhrif. Tvö elstu eru
myndlistarmenn, það fjórða i röðinni er
arkitekt og svo á ég iðjuþjálfa og bók-
menntafræðing. Vngsta barnið mitt,
sem er drengur, var sex ára þegar mað-
urinn minn dó. Eldri systkinin voru
komin meira út á við og i skóla. —
Hallo, flickor," kallar Halldóra til
tveggja unglingsstúlkna sem koma inn
úr dyrunum. „Þetta eru barnabörn sem
ég tók með mér frá Svíþjóð."
Áttu mörg barnabörn úti?
,,Ég skal segja þér að ég á ekki eins
mörg og vinkonur minar á Akranesi,
hvorki barnabörn né barnabarnabörn,
þau á ég nú ekki enn. Þessar tvær eru
hjá mér öll sumur og svo biða min önn-
Hér er um að ræða leiguibúðir með búseturétti og nákvæmar fyr-
irskriftir um stærðir vegna lánaskilmála — húsin skyldu vera eins
ódýr og kostur var til að halda leigunni niðri.
32 Vikan 47 tbl.