Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 42
Vídeó-Vikan Vinsælir leikarar: HARRISON FORD Þaö er óhætt aö seg.ja um Harrison Ford að hann hafi orðið einn vinsælasti leikarinn í dag án þess aö þurfa aö hafa nokkuð fyrir því. Hann hefur á stuttum ferli leikið í hverri met- aðsóknarmyndinni á fætur annarri frá því hann vakti fyrst athygli í Star Wars 1977. Hann hafði í nokkur ár leikið smáhlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum og var eiginlega bú- inn að gefa leiklistina upp á bátinn og hafði snúið sér að trésmíði sem hann hefur réttindi til að vinna við. Með trésmíðinni lék hann þó nokkur statistahlutverk í myndum á borð við American Graffiti, sem George Lucas stjórn- aði, og The Conversation eftir Francis Ford Coppola. En í átta ár lifði hann þó á trésmíð- inni eða þangað til tilboðið kom um að leika Han Solo í stjörnustríðsseríu George Lucas. I dag eru það orðnar þrjár myndir sem Harrison Ford hefur komið fram í sem Han Solo og hefur frami hans oröið mestur af þeim óþekktu leikurum sem fengu sitt fyrsta tæki- færi í Star Wars. Fyrirfram hafði verið búist Harrison Ford sem Indiana Jones. RIDDARALÍF ★ ★ SVERÐ RIDDARANS (THE SWORD OF THE VALIANT) Leikstjóri: Stephen Week. Aðalhlutverk: Miles O'Keefe, Cyrelle Claire og Sean Connery. Sýningartími: 102 min. Það eru margir sem kannast viö riddara hringborösins sem samdar hafa veriö ótal ævintýrasögur um. Sverö riddarans er óbeint um þetta vinsæla yrkisefni. Sögusviöiö er Camelot. Ekki hvílir sami glansinn yfir riddurunum og áöur og er kon- ungurinn mjög vonsvikinn meö hirö sína. I miöjum jólahátíöahöldunum, sem samanstanda af drykkju og áti, birtist græni riddarinn (Sean Conn- ery) og manar hvern þann riddara, sem þorir, aö keppa viö sig. Enginn tekur áskorun hans nema ungur riddarasveinn, Gawain (Miles O’Keefe). Græni riddarinn leggur fyrir hann lífsgátu sem hann á aö leysa á einu ári, annars muni hann tapa lífinu. Gawain heldur nú af staö ásamt einum fylgdarsveini og fara þeir ýmsar ótroönar slóðir og lenda í alls konar vandræöum. Má nefna heim- sókn þeirra í glataö land, Lyonesse, sem færist alltaf úr staö. Þar kynnist Gawain prinsessunni Linnet (Cyrelle Claire) sem hann veröur ástfanginn af. Lyonesse hverfur svo á jafndular- fullan hátt og þaö birtist og Gawain heldur af staö í leit að landi og unn- ustu. Hann grunar aö þar leynist svarið viö lífsgátunni. . . Sverð riddarans er ævintýramynd í bestu merkingu þess orös; mikið um töfrabrögö og óútskýranlega atburöi. Þaö sem síst hefur tekist eru þau at- riöi sem byggjast á vopnaglamri. Eru þau í heild frekar klaufalega unnin. Þaö er Sean Connery sem leik- ur hinn dularfulla græna riddara og gustar af honum. Miles O’Keefe skaut upp á stjörnuhimininn þegar hann var valinn til aö leika Tarzan á móti Bo Derek er lék Jane. Ef hann getur ekki sýnt betri leik en hér gerir hann stutt stans á toppnum. Þaö ætti fáum að leiðast yfir Sveröi riddarans. Þaö er alltaf mikiö aö ske og þrátt fyrir ótrúlegan söguþráð "vífur andi gömlu ævintýranna yfir. FÓRNARLÖMB VÍETNAMSTRÍÐSINS ★ ★ UNCOMMON VALOUR Aðalhlutverk: Gene Hackman, Robert Stack og Patrick Swayze. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Sýningartími: 100 mín. Þaö hefur alltaf verið álit margra Bandaríkjamanna að enn séu amer- ískir fangar í haldi í Víetnam, Laos eöa Kampútsíu. Allavega er taliö aö um tvö þúsund hermanna sé enn saknað. Uncommon Valour fjallar um leit aö slíkum hermönnum. Gene Hackman leikur fyrrverandi yfirmann í hernum, Rhodes, sem hefur þrjóskast viö aö viöurkenna aö sonur hans hafi veriö drepinn í lok Víetnamstríðsins. Hann finnur ann- an fööur sem er sama sinnis. Sá er forríkur og saman gera þeir út leið- angur til að finna syni sína. Rhodes hefur uppi á fyrrverandi félögum sonar síns og fær þá til aö fara í hættuferð með sér til aö frelsa amer- íska fanga í Laos en hann hefur haft spurnir af því að þar sé sonur hans. Ferð þessi er mikiö hættuspil og er yfirvöldum í Bandaríkjunum lítiö um þetta uppátæki Rhodes gefið. Þaö fer hka svo að öll vopn þeirra eru gerö upptæk í Thailandi. Rhodes neitar samt að gefast upp og leitar á náöir vopnasmyglara og þannig tekst honum aö halda för sinni áfram. Þeir félagar finna fangabúö- irnar og hefst nú mikið blóöbaö sem lýkur meö því aö fangarnir eru frels- aðir. Þegar tekist hefur aö frelsa fangana kemur í ljós aö sonur Rhod- es er löngu látinn... Myndir um Víetnamstríöiö skjóta alltaf ööru hverju upp kollinum. Un- common Valour hefur engan boö- skap, er eingöngu byggö upp sem spennumynd og tekst þaö meö ágæt- um. Þótt ööruvísi sé þá minnir Un- common Valour mig helst á vestrann fræga, Sjö hetjur, einungis skipt um sögusvið og búninga. Gene Hackman er ágætur leikari og hér bregst hann ekki, ber höfuö og herðar yfir aöra leikara. Uncommon Valour er fyrir alla sem unna spennumyndum. 42 Vlkan 47- tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.