Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 22

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 22
Einhverjir myndu víst segja aö þarna birtist kvenfyrirlitning á hæsta stigi. Ef við setjum svo að skólakrakkar mættu velja sér dægurlagatexta til að fara með og útskýra í ljóðatíma og þeir veldu sér texta í líkingu við texta Sverris hér að ofan, ætli það væru mjög margir foreldrar sem treystu sér til aö hjálpa við textaskýringar? Sumir textar Sverris viröast vera ofur venjuleg ástarjátning en það er eins og alltaf leynist þar undirtónn sem vísar til kynmaka. Auðvitað má ekki lesa inn í vísurn- ar eitthvað sem ekki er þar en margir hafa sagt aö ekki sé allt sem sýnist með textann við vísuna um Hafið bláa hafið. Ást, ást, ást. . . Ekki eru allir textar í líkingu við Sverris, þvert á móti má finna marga afbragðsgóða texta þar sem vandað hefur verið til mál- fars og ljóðaforms. Slíka texta mætti vel nota til aö vekja áhuga skólakrakka á ljóðum og visum yfirleitt. Alveg er hægt að kenna þau atriði í sambandi við ljóða- gerð, sem krakkarnir þurfa að læra, með því að nota vel gerða dægurlagatexta sem krakkarnir þekkja, eins og að nota eingöngu torskilin, gömul ljóð. Eitt eiga þó gömlu ljóðin og nýju dægurlögin sameiginlegt: Vinsælasta yrkis- efnið er ástin eða glötuð ást. Reyndar eru líka dæmi um að gert sé grín að ástarvísum og má þar nefna lag P.S. & Co., Væminn. Lög hljómsveitarinnar Grafík á plötunni Get ég tekið cjéns hafa verið mjög vinsæl á árinu, að minnsta kosti tvö þeirra tengjast ástinni: ÞÚSUND SINNUM SEGÐU JÁ Á hverjum morgni ég hugsa til þín. Þú varst heit og ilmandi, lagðir þig við hliðina á mér og mig kitlaðir og kitlaðir þar til mig svimaði, svo lengi elskuðuipst við. Viðlag: Þúsund sinnum segðu já, þúsund sinnum segðu ó, segðu hvað þér þykir gott, segðu hvað þér þykir gott. Þúsund sinnum segðu já, þúsund sinnum segðu ó. Segðu hvað þér þykir gott, segðu já. Allt þetta líf er búið spil, þú ert farin þina leið. Ó, hve lengi, lengi, lengi ég veit ekki. Viðlag. Fyrst er ástin funheit en síðan er hún horfin og þá er lífið einskis vert. Næsta vísa fjallar um hvolpaást, en báðar eiga þær það sameiginlegt að viðlagið er það sem allir kunna fremur en aðal- textann. Höfundur textanna er söngvari hljómsveitarinnar, Helgi Björnsson. ÉGGEKKÍHRING Ég gekk i hring, þú sast á bekk og hjartað i mér flaug af stað. Það hvislaði: ,,Þú ert svo sœt." Er ég orðinn ástfanginn, oó, oó, oó? Ég sveif á þig og bauð þér með í bíó að sjá hryllingsmynd. Þá sagðir þú: ,,Þú kemst ekki, 16 ára er aldurstakmarkið, oó. . . Viðlag: 16, þú skalt sjá mig í bíó. 16, þú skalt sjá mig i bíó, vina. 16, þú skalt sjá mig í bíó. 16, þú skalt sjá mig i bió, vina. Bubbi Morthens kallar nýju plötuna sína einfaldlega Konu og þar er auðvitað að finna texta um ástina. Reyndar eru flestir textar plötunnar þess virði að lesa þá vel og gaumgæfilega. Þó Sverrir Stormsker hafi ekki fengið góða dóma í þessari grein þá fjalla hann og Bubbi á nokkuð áþekkan hátt um ástina í lögum sínum, Eina nótt í viðbót (Bubbi) og Sam- för (Sverrir auðvitað): EINA NÓTT í VIÐBÓT Ég fœddist til að elska þig, hugga þig og knúsa þig. Því ég þrái, ég þrái þig svo sárt. Og ég fæddist ekki til að vona að þú sem kona yrðir ekki min. Þvi ég þrái, ég þrái þig svo sárt. Hann verður að hafa þá sem hann elskar hjá sér alla tíð, ann- ars er lífiö einskis virði. Og þá er að sjá hvernig Sverrir yrkir um sama efni: SAMFÖR Þú ert mitt samförunaut, mitt andlega asperín. Ég gæti lifað á þér einni saman. Ég finn mig i þér. Þú ert draumadísin min. Ég vona að við veröum alltaf saman. Ó, ef þú ferð frá mér. Ég geng frá mér ef þú ferð frá mér. Ég veit þú sérð á mér. Ég verð að vera hjá þér, ég verð hjá þér. Lesendur ákveða síðan sjálfir hvor textinn er betri. Nokkuð góða texta er að finna á plötu Birgis Gunnlaugssonar, Fjörkippum, en sú plata er með mjög blönduðum lögum og mætti kannski um hana segja að hún væri i sveitaballsstíl. Mörg laganna eru þekkt, erlend lög og líklegt er að textarnir bygg- ist að miklu leyti á upprunalega textanum, það er að þetta séu Bubbi: ,,Ég hef staðið við gluggann,/heyrt hann tala, spurt hef ég hann: „Sér hann þig þar sem þú ferð?" " Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar: í laginu Köld eru kvennaráð er yrkis- efnið kannski ekki beinlínis ástin, þar er verið að tala um að konur séu ekki i rónni fyrr en þær eru búnar að ná sér i eiginmann og hversu erfitt það er fyrir karlmenn að varast klæki konunnar þegar hún er að reyna að ná i manninn." þýddir textar. Sérstaklega virðist lagið Þessi hönd bera það með sér að textinn sé þýddur. En hvað um það, þá eru textarnir liprir og áheyrilegir og í laginu Frosin tár eru notaðar náttúrulýsingar til að undirstrika sálarástandið. Yrkís- efniö er svikin ást og talað er um kalna jörð á móti köldu hjarta, en lítum á sýnishorn: Úti er nöpur nótt, norðurljósin lýsa hljótt. Frosin tár. í laginu Köld eru kvennaráð er yrkisefnið kannski ekki beinlínis ástin, þar er verið að tala um að konur séu ekki í rónni fyrr en þær eru búnar að ná sér í eiginmann og hversu erfitt það er fyrir karl- menn að varast klæki konunnar þegar hún er að reyna að ná í manninn. (Já, það er nú erfitt fyr- ir blessaða karlmennina hvað við konur erum gáfaðar og útsjónar- samar, ekki satt?) Ötal margar fleiri vísur um ást- ina er hægt að kynna en um fleira er sungið á íslenskum hljómplöt- 22 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.