Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 7
Kraftur
— ástrfða
— styrkur
Sagan segir afi sporðdrekinn hafi komið úr
jörðinni til að ráðast á Órion að undirlagi Júnóar.
Fleiri goðsagnir tengjast einnig sporðdrekanum
þar sem hann er í hlutverki eyðandans.
En í rauninni er sporðdrekinn alveg indæll, að
minnsta kosti að eigin áliti. Hann getur verið erf-
iður en yfirleitt er hann sjálfum sár verstur.
Helstu kostir hans eru krafturinn, tilfinninga-
næmi og innsæi, hann vinnur yfirleitt markvisst
og hefur skapandi og frjótt imyndunarafl, hann á
létt með að sundurgreina smáatriði og það sem
meira máli skiptir, hann er afskaplega ákveðinn
ef þvi er að skipta, jafnvel harðfylginn, þyki honum
það vænlegt til árangurs.
Gallarnir eru þá frekar neikvæðari hliðar þess-
ara eiginleika þegar ákveðnin verður að þver-
móðsku, imyndunaraflið hleypur með sporðdrek-
ana í gönur og gerir þá afbrýðisama, tortryggna
og óhreinskilna og svo eiga þeir til að hlaupa i
fýlu af litlu tilefni.
Helsta einkenni sporödrekans er barátta hans
við eigin skapgerð og tilfinningar. Hann hefur
þróttmikla framkomu og er ekkert sérlega gjarnt
að leyna sínum innri manni. Hann vill njóta allra
lystisemda lifsins til fulls, helst straxl Kynlif ekki
undanskilið, fá stjörnumerki eru eins mettuð af
ástleitni og einmitt sporðdrekinn. Yfirleitt hafa
sporðdrekar það seiðmagn sem opnar þeim þær
leiöir í ástum sem þeir kjósa, en þeim getur veist
erfiðara að vinna úr þvi sem þeir hafa komið af
stað. Þeir eru afbrýðisamir en ekki alltaf reiðu-
búnir að sýna öðrum sömu tryggð og þeir ætlast
til að þeim sé sýnd. Best vegnar þeim sporðdrek-
um i ástum sem geta leynt afbrýði sinni því sjald-
an tekst þeim að stilla hana innra með sér. Ein-
staka sinnum sækjast sporðdrekar eftir pislar-
vætti sem hæfir illa kröftugri framkomu þeirra,
oftar eru þeir aðgangsharðir við aðra án þess að
vera illgjarnir. örninn hefur stundum verið tákn
sporðdrekamerkisins og þau persónueinkenni
sem eignuð em ömum eiga þá eins við um sporð-
dreka, þótti, þokki og stórlæti. Jafnframt geta
sporðdrekar hafið sig yfir veraldlegt þras, þyki
þeim það eftirsóknarvert og aðrir geta þá tæp-
lega komið þeim inn í það á nýjan leik ef þeir
taka þann pól i hæðina.
Það vill sporðdrekum stundum til að þeir eiga
létt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum því
sviptingar eru óhjákvæmilegar i lifi þeirra. Það
kemur mörgum á óvart hvað þeir hafa mikið þol
þegar þeir eru undir álagi og hvað þeir eru fljótir
að komast yfir erfiðleika í lifinu. Náttúran hefur
fært þeim lífsþrótt í vöggugjöf og meðan þeir
fara vel með hann þola þeir vel það álag að vera
sporðdrekar.
Sporðdrekar þykja oft á tíðum leyndardóms-
fullir og i kringum þá geta myndast sögusagnir,
sumir verða jafnvel goðsagnir i lifanda lífi. Þeir
eru þó blátt áfram i viðkynningu og skemmtilegir
félagar en geta verið vinum sínum erfiðir því
óneitanlega eru þeir skapstórir.
Innsæi og skipulagsgáfa eru óneitanlega gott
veganesti þeim sem hasla sér völl á andlega svið-
inu og það gera sporðdrekar oft á tíðum. Þeir eru
meira fyrir að vera eigin herrar, hvort sem er i
námi eða starfi, heldur en að lúta leiðsögn ann-
arra og skapið, afbrýði og þrjóska staðfestir það
enn frekar. Sporðdrekar eru miklar tilfinninga-
verur en þeir eru jafnframt afskaplega mikið fyrir
holdsins lyst og það kemur best fram i ástum
þeirra. Þeir sætta sig yfirleitt aldrei við ófullnægj-
andi ástalíf. Þeir vilja helst að ástin sé þunga-
miðjan i tilverunni og gera sitt til að svo geti orð-
ið.
Í starfi reynist sporödrekum best að hasla sér
völl þar sem innsæi þeirra og mannþekking nýtur
sín. Þeir eru oft góðir sálfræðingar og læknar. í
viðskiptum gengur þeim best við stórverkefni sem
krefjast áræðni, þeir fara stundum út i lögreglu-
störf og hafa þá ekkert á móti þvi að komast í
rannsóknarlögreglu þvi hið óþekkta heillar þá
mjög. Í sporðdrekamerkinu fæðast margir með
miðilshæfileika og áhuga á alls konar yfirskilvit-
legum efnum.
Athygli og hrós er sporðdrekanum lifsnauðsyn.
Þeim nægir ekki að finna sig sjálfa vinna vel, þeir
verða að heyra aðra segja þeim það. Þeir leggja
sig fram i vinnu og þeir leggja sig ekki siður fram,
um að töfra samstarfsfólkið.
Þeir eiga yfirleitt létt með að læra og hafa
gaman af að rannsaka mál eða aö velta þeim fyr-
ir sér. Þeir stefna oft hátt í námi og er meinilla
við að ganga illa þó þeir geti gleymt sér um
stund og slakað á sjálfsaganum þegar tilfinninga-
málin eru að erta þá.
Sem foreldri hættir sporðdrekanum til að vera
fullkröfuharður og ráðríkur en börn fædd i þessu
merki eru á hinn bóginn kölluö þrjósk og mikil
fyrir sér. Þau þola illa að vera annað en miðdep-
illinn i systkinahópi og þurfa talsverða athygli um-
fram flest önnur börn ef æskan á að verða þeim
þægileg.
Tilfinningamálin eru viðkvæmust á bernsku-
skeiði.
47. tbl. Vikan 7
24. OKTÓBER— 22. NÓVEMBER