Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 43
 Umsjón: Hilmar Karlsson við að Mark Hamill og Carrie Fisher yrðu stjörnurnar í Star Wars en það kom í ljós að áhorfendum líkaði betur við Han Solo sem var nokkurs konar utangarðsmaöur í himin- geimnum. Ekki urðu vinsældir Harrisons Ford minni þegar hann tók að sér að leika Indiana Jortes í kvikmynd Steven Spielberg, Raiders of the Lost Ark, 1981. Þar með var frami hans tryggður. Harrison Ford var eins og skapaður til að leika ofurmennið Indiana Jones í ein- hverri bestu ævintýramynd sem gerð hefur verið. Þótt önnur myndin um Indiana Jones, jndiana Jones and the Temple of Doom, nái kannski ekki fyrri myndinni að gæðum þá kom það ekki í veg fyrir gífurlegar vinsældir hennar einnig. Næst lék Harrison Ford í annars konar vísindaskáldsögumynd, Blade Runner. Þar leikur hann framtíðarlögreglu sem eltist við gervimenn og eyðir þeim. Blade Runner er framtíðarleynilögreglumynd og vakti mikla athygli: Var hlutverki Fords líkt við þær týp- ur sem Humphrey Bogart lék á sínum tíma, enda hafði það verið ætlun leikstjórans, Ridley Scott, að búa til nokkurs konar Marlowe framtíðarinnar. Með Blade Runner fékk Harrison Ford í fyrsta skipti jákvæða dóma frá gagnrýnendum, enda höfðu hlut- verk hans áður ekki gefið tilefni til leikafreka. Þriðja stjörnustríðsmyndin, Return of the Jedi, ásamt áðurnefndri Indiana Jones and the Tempie of Doom, fylgdi í kjölfarið. Eftir það fannst Harrison Ford kominn tími til að breyta til. Witness er nýjasta mynd Harrisons Ford og ef hann hefur ætlaö að velja mynd þar sem hann gæti sannað leikhæfileika sína þá hefði hann ekki getað valið betur. Witness, sem er leikstýrt af Ástralanum Peter Weir, er ein- hver besta kvikmynd sem komið hefur fram á þessu ári og Harrison Ford sýnir og sannar að hann er annað og meira en leikari sem ein- göngu getur fengist við ævintýramyndir. I Witness leikur hann lögreglumann sem leitar hælis hjá sértrúarflokki. Þar tekur hann þátt í hinum sérkennilegum lífsvenjum þessa fólks sem lifir mjög fábrotnu lífi. Um leið og myndin hlaut einróma góðar viðtökur þá var hún mikill sigur fyrir Harrison Ford. Harrison Ford er í einkalífinu ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu. Hann forðast blaðamenn og ef hann þarf að fara út á götu í stórborg reynir hann að gera sig óþekkjanleg- an. Hann fæddist í Chicago 1942 og er sonur forstjóra auglýsingastofu. Hann hætti í há- skóla til að giftast æskuunnustu sinni sem hann skildi svo við. Hann á tvö börn sem eru 17ogl4ára. Fyrir tveimur árum giftist hann handrita- höfundinum Melissa Mathison sem þekktust er fyrir að hafa skrifað handritið að E.T., einu kvikmyndinni sem meira hefur gefið af sér en vinsælustu myndir Harrisons Ford. Þar sem þeir félagar, Lucas og Spiel- berg, láta ekki myndir sínar á videó- markafl jaf nsnemma og aflrir eru nýjustu myndir Harrisons Ford ekki fáanlegar en hár er listi yfir nokkrar helstu myndir hans sem fáanlegar eru: Star Wars, Force 10 from Navarone, Hannover Street, The Empire Strikes Back, Raiders of the Lost Ark, Blade Runner. í LEIT AÐ FORSETAMORÐINGJA ★ ★ ★ WINTER KILLS Leikstjóri: William Richert. Aðalleikarar: Jeff Bridges, John Huston, Anthony Perkins og Belinda Bauer. Sýningartimi: 90 mín. Nick Keagan (Jeff Bridges) er markaðinn 1979 var hún ein þeirra bróðir forseta sem var myrtur fyrir nítján árum. Hann kemst á snoðir um að ekki hafi veriö allt með felldu í sambandi við forsetamorðið. Það hafi ekki verið einn morðingi heldur tveir. Hann fer til föður síns, sem er einn ríkasti maður Bandaríkjanna, og saman ákveða þeir aö reyna að komast til botns í þessu máli. Upplýsingarnar streyma til Nicks og eru allir drepnir sem tengjast málinu á einhvern máta. Fljótlega kemst Nick að því að hann er hafður að fífli, mataður á fölsuöum upplýs- ingum og leiddur í hring. Að lokum fer svo aö hann fer að gruna föður sinnummoröið. . . Þaö er óþarfi að segja meira frá söguþræðinum. Hann er flókinn og erfitt að skýra hann út enda er frek- ar fátt um skýringar. Það sem vekur aftur á móti hvað mestan áhuga er hversu forsetamorðið í myndinni er líkt morðinu á John Kennedy og má ætla að hinn þekkti rithöfundur, Richard Condon, hafi fengiö grunn- hugmyndina að skáldsögunni þar: það eru alltaf að koma fram nýjar og nýjar tilgátur um Kennedymorðiö og má meö smáímyndunarafli fá eina út úr þessari merkilegu kvikmynd. Þegar Winter Kills kom fyrst á mynda sem voru svæfðar í fæðingu. Af hverju er óljóst. Nú, nokkrum ár- um seinna, er farinn að vakna veru- legur áhugi á henni. Er það skiljan- legt því þarna er á ferðinni flókinn en mjög vel gerður pólitískur þriller. Og ekki skemma aðalleikararnir. Jeff Bridges og gamla kempan, John Huston, eru virkilega góöir í hlut- verki föður og sonar. Sannkallaður listaleikur. Þaö er því enn óskiljan- legra af hverju myndin Wúiter Kills var tekin út af almennum markaði svo til strax eftir að hún var tekin til sýningar 1979. JEFFBKIDOES .JOHNHHSTON STEHLING HflYDEN .RICHflRD BOONE. .flNTHONY FERKINS ELIWflLLflCH. .WINTER KILLS" DANS OG MEIRI DANS ★ BREAKDANCE 2 ELECTRIC BOOGALOO Leikstjóri: Sam Firstenberg. Aðalhlutverk: Lucinda Dickey, Adolfo ,,Shabba-Doo" Quinones og Michael „Boogaloo Shrimp" Chambers. Sýningartimi: 92 mín. Það er eins gott að væntanlegir áhorfendur láti sér í léttu rúmi liggja efnisþráður Breakdance 2 því hann er nánast algjört aukaatriði og ómerkilegur eftir því. Það er dans- inn aftur á móti sem er númer eitt, tvö og þrjú í þessari kvikmynd. Og, ems og nafnið bendir til, er það breakdansinn sem blífur. Ekki er mér kunnugt hvort vúisældir hans eru samar og þær voru fyrir tveimur árum þegar allir krakkar tjáöu sig í dansinum. Framleiðendur Break- dance 2 hafa allavega reiknað meö því. Ekki hefur mér auðnast að sjá fyr- irrennara þessarar myndar en ég geri ráð fyrir að sömu persónur séu í aðalhlutverkum. I stuttu máli f jallar myndin um Kelly sem er ákaflega flinkur dansari og af ríku fólki komúi og tvo vini hennar, Turbo og Ozone, sem eru enn flinkari dansarar en jafnfátækir og Kelly er rík. Þau þrjú standa í ströngu ásamt félögum sín- um viö aö bjarga aðalaðsetursstað þeirra, félagsmiðstöð í gömlu húsi sem fégráðugir bisnessmenn hafa hugsað sér að rífa og byggja á lóöinni mikla verslunarmiðstöö. Krakkarnir eru ekki á því að láta sig og sameinast um f járöflunarleið- ir sem í fyrstu ætla að mistakast. Áhorfendur geta svo getiö ser til um endmn og ætti þaö ekki að vera erfitt. Þaö sem best er við Breakdance 2 eru að sjálfsögðu dansatriöin, sem eru góð, og hinir ungu dansarar fara á kostum. Þó er nokkuð um endur- teknúigar sem geta verið þreytandi. Besta atriðið er tvímælalaust dans- atriöi sem er á sjúkrahúsi þar sem Turbo liggur, bæði gott atriði og fyndið. Ég mæli með Breakdance fyrir yngri en 16 ára. öörum mun fátt finnast um myndina. I • N i \ « ** K * ' ' V- '• UCNMoéwr j v WOFO'SWfi^-DOO-ajHOMS® ** * íslenskur textl MtiTi. ’ : 47* tbl. Vlkavt 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.