Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 46

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn. Sweden. Originally published by Simon & Schuster. Shirley Conran ÞRÍTUGASTIOG SJÖUNDIHLUTI Júdý vegnar vel í New York og rekur nú mikla kynn- ingarstarfsemi. Kata reynir ítrekað að eignast barn en missir ýmist fóstur eða börnin fæðast andvana. Óvæntir erfiðleikar koma upp í hjónabandi hennar. Hún skilur við eiginmanninn og reynir fyrir sér sem blaðamaður með góðum árangri. A meðan fer stjarna Lilíar hækkandi. Hún fær hlut- verk í góðri kvikmynd en Serge heldur áfram að kúga hana. Kata tekur viðtal við Lilí en gegn vilja þeirra beggja verður úr því hið mesta bull og Lilí sárnar mjög við Kötu. Júdý verður loks ástfangin. Sá útvaldi er vellauðugur útgefandi sem gerir henni ljóst að hann muni aldrei skilja við konuna sína. Hann þrýsti sér að henni með augun lokuð og hvíslaði að henni: ,,Fannst þér. . . þetta í lagi?” Lilí vafði sólbrúnum, grönn- um handleggjunum utan um hann. ,,Það var dásamlegt,” hvíslaði hún. Svo elskuðust þau aftur. Á eftir biðu þau úti í skógin- um þar til Alexander taldi að alit fólkið væri komið inn í setustof- una til að fá sér í glas. Þau lædd- ust varlega út úr trjánum við grasflötina að dyrunum á gróður- skálanum. Alexander leit út eins og loðin, syfjuð skepna. Hann var ofboðslega ánægður með sig og gat ekki tekið hendurnar af Lilí. Hárið á henni var allt í flókabendu og kjóllinn ónýtur af grasgrænku. Inni í gróðurskálanum stóðu stór, græn ker með ilmandi hvít- um kamelíublómum og rauðum pelargóníum sem af var sterk, stingandi lykt. Appelsínu- og sítrónutré voru á milli úthöggv- inna steinbekkja sem voru með um það bil fimm metra millibili. Á bekknum fyrir endanum sat Maxín, stíf og bein í baki, klædd appelsínugulum kjól. Fyrr um daginn hafði Made- moiselle Janine þrýst enninu upp að gluggarúðunni i bláa salnum um leið og Lilí og Alexander gengu yfir flötina í áttina að skóginum. Hún var ekki sú eina sem tók eftir þeim en hún var sú eina sem sagði greifynjunni strax frá því. Ofboðsleg afbrýðisemi, sem blindaði alla skynsemi, hel- tók Maxín skyndilega. Eins og allir aðrir hafði hún tekið eftir því að sonur hennar var bálskot- inn I Lilí. En hún hafði varla átt von á því að stjarnan sjálf gæfi fímmtán ára stráklingi einhvern gaum, sér I lagi þegar nóg var af frambærilegum karlmönnum á staðnum. Þó Maxín reyndi fannst henni hún ekki geta látið sem ekkert væri. Hún var að springa af reiði og hneykslun. Hún bjóst ekki við að þau kæmu aftur fyrir sólsetur. Þá kæmi Alexander (ef hann líktist bræðr- um sínum og föður) inn I gegn- um litlu dyrnar á gróðurskálan- um, þar sem skógurinn náði næst höllinni. Þegar Maxín var að skipta um föt fyrir kvöldverðinn bað hún Charles að sjá um gestina smá- stund fyrir sig. Hann leit snöggt á hana með áhyggjusvip. Það var eitthvað á seyði þegar Maxín not- aði þennan yfirvegaða kæruleys- islega tón, en hann áleit að það væri best að segja ekkert og gera eins og hún bað. Dyrnar á gróðurskálanum opnuðust hægt og þau smeygðu sér inn. Alexander dró Lilí að sér og beygði sig niður að hálsinum á henni. Hún hló lágt. ,,Þú mátt aldrei snerta mig svo aðrir sjái til.” ,,Má ég koma upp I herbergið þittí kvöld?” ,,Þú ferð upp I herbergið þitt núna, Alexander.” Það var rödd móður hans sem heyrðist. Alex- ander var með öllu óviðbúinn og þessi stóri sláni leit allt I einu út eins og skömmustulegur sex ára strákur sem hefur verið staðinn að þvl að stela sér sælgæti. Hann hikaði. Lilí ýtti við hon- um og hann hentist I burtu. Maxín leit á Lilí með fyrirlitn- ingu. „Gastu ekki séð son minn I friði. Þurftirðu endilega að tál- draga fimmtán ára gamalt barn? Geturðu ekki séð neitt karlkyns I friði?” ,,Láttu ekki svona. Hann tældi mig. Er hann ekki nema fimmtán! Ég hélt að hann væri átján. . . eða kannski sautján.” ,,Ég þoli ekki að hugsa til þess að hann skuli hafa snert þig. ’ ’ ,,Hvað er svona hræðilegt við það? Þetta var greinilega ekki fyrsta skiptið.” ,,Hann ætti að halda sig við stúlkur á sínum aldri og af sömu manngerð.” ,,Ég er nú ekki nema tuttugu og fjögurra ára.” ,,Mér er alveg sama hvað þú ert gömul. Þú ert ekkert betri en hverönnurhóra.” Maxln hafði gengið of langt. Lilí varð allt I einu fjúkandi reið. ,,Þú ert afbrýðisöm vegna þess að ég var með honum og þú get- ur það ekki.” Maxín steig fram og sló þessa veru sem hafði seitt yngsta son- inn og uppáhaldssoninn hennar til sln. Lilí var eldsnögg eins og bar- dagahani. Hún flaug á Maxín og lófínn á henni skall á andliti konunnar. Blóðið lak I þremur taumum niður andlit Maxín. Lilí grét af reiði og réðst á Maxín, blind af hatri og hefndar- þorsta. Maxín setti handleggina fyrir andlitið til að verja sig og sparkaði I Lilí með öðrum satln- skóuðum fætinum. En Lilí réðst aftur á hana með pírð augun og herptar varir. Maxln skammaðist sín, hún var niðurlægð og óttaslegin. Hún hafði aldrei á ævi sinni barið nokkurn, ekki einu sinni syni slna þegar þeir voru litlir. Þó hafði hún nú leyft sér að sleppa sér alveg eins og þessi dræsa. Hún reif sig lausa og hljóp inn I herbergið sitt. Hárið var allt úr skorðum, það blæddi úr kinn- inni á henni og kjóllinn var rif- inn. Hún kastaði sér niður á bláu silkirúmábreiðuna, greip hvíta innanhússsímann og hringdi I ráðskonuna. Með erfiðismunum tókst henni að halda röddinni ró- legri. „Pakkaðu fötum Mademoi- selle Lilíar niður strax og biddu Antoine að koma með bllinn hennar að útidyrunum. Hún er að fara núna strax.” Síðan hringdi hún I yfirþjóninn og bað hann að koma upp I herbergið til sín. Hún flýtti sér inn á baðher- bergið, burstaði hárið og setti það upp. Hún þvoði skrámurnar á kinninni og setti augnbauga- krem I sárin. Þegar yfírþjónninn kom inn sagði hún aðeins: „Það hafa átt sér stað nokkur um- skipti. Mademoiselle Lill er að fara. Ég vil að þú sjáir til þess að hún verði komin út áður en hálf- tími er liðinn. Og, Lamartine, það er best að blða með að borða þar til hún er farin. Við viljum ekki raska ró hinna gestanna, við viljum ekkert rifrildi. Berðu fram meira kampavln, ef þú vildir gjöra svo vel.” Lilí var þegar I óðaönn að henda fötunum sínum niður I töskurnar. Hún bar höfuðið hátt þegar hún yfirgaf húsið. Hún vissi vel af því að Lamartine horfði svipbrigðalaus en athug- 46 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.