Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 48
annars værum við enn á lög- reglustöðinni.” ,,Eg get vel verið án svona frægðar! ’ ’ svaraði Lilí fýlulega. Þegar þau voru komin upp í íbúðina til Lilíar sagði hún: ,,Mig langar til að vita hvað ég er, Zimmer. Hún tók af sér loð- sláið og kastaði því á stól. , ,Ég vil vita hver ég er í raun og veru. ’ ’ Hún sparkaði af sér öðru rauð- brúna leðurstígvélinu og hopp- aði um á öðrum fæti um leið og hún reyndi að koma sér úr hinu. Zimmer hló lágt. I öll þessi ár hef ég verið að reyna að fela það hver ég í raun og veru er, ellegar hefði ég verið tekinn fastur. Við verðum öll hvert um sig að sætta okkur við að vera það sem við er- um en ekki það sem við vildum óska að við værum. Að lokum verðum við öll að láta það sem' við höfum duga — og þú hefur svo mikið, Lilí!” ,Já, já, nema það sem allir eiga — fjölskyldu. Ég veit í raun- inni ekkert hver ég er. ’ ’ ,,Hvað með það! Hverjir vita það? Heldurðu ekki að það geti verið að þú notir þetta sem þægi- lega afsökun fyrir öllu sem fer úr- skeiðis hjá þér?” Lilí heyrði ekki þetta síðasta sem Zimmer sagði þvi hún var komin inn í borðstofu að blanda þeim í glös. Zimmer gekk að arninum og setti upp undrunar- svip. ,,Hvað er þetta?” Hann tók upp stórt, hvítt um- slag með útlendum frímerkjum. Hann sneri umslaginu við, leit á skrautstimplað skjaldarmerki og fór að hlæja. ,,Kæra vina, hvað finnst þér nú til frægðarinnar koma?” Hann rétti henni umslagið. Lilí var ekki sein á sér að rífa það upp. Hún dró út stórt kort með gylltum brúnum og las: ,,Mér hefur verið falið, að skipun hans konunglegu hátignar, Abdúllah konungs, að. . .” ,,Nei, nei, þetta er boð til Sydon, til að halda upp á afmæli stjórnar hans. En ég þekki manninn ekk- ert!” ,,Á en hann þekkir þig! Það er frægðin!” hrópaði Zimmer og var þegar farinn að skipuleggja það sem hann ætlaði að segja við kynningarstofuna. „Þetta verður stórkostleg auglýsing fyrir þig! Nú getur þú sagt að þér standi á sama um frægðina! ’ ’ Lilí sneri sér við og leit á hann. ,,Veistu hvað þetta er mér mikils virði?” Hún veifaði boðskortinu framan í hann. „Einskis virði! Eina stundina er Serge að segja mér að dingla brjóstunum fram- an í myndavélina, þá næstu kemur einhver kóngur og býður mér til sín yfir hálfan hnöttinn. Hvað halda þeir eiginlega að ég sé? Ég vildi gjarnan vita það? Mig vantar eitthvað af sjálfri mér og ég veit ekki einu sinni hvað það er. Ég veit bara að ég finn til tómleikatilfinningar og boðskort frá æðstu stöðum skipta engu máli miðað við það.” „Boðskort frá æðstu stöðum skipta alltaf máli, Lilí, einkum þegar þú hættir að fá þau!” Zimmer lagði glasið frá sér á ar- inhilluna og virtist skemmt. Það gerði Lilí enn æfari. „Veistu hve mikils virði þetta boð er mér?” Lilí veifaði kortinu aftur framan í hann og kastaði því síðan 1 eldinn. ,,Ó, Lilí,” hrópaði Zimmer upp yfír sig, „veistu ekki hvað þú ert mér mikils virði ? Hann teygði höndina inn í logana og dró kortið upp. — 56 — Lúðrablástur gall við þegar dyrnar á stóra salnum opnuðust. Karlmenn og konur beygðu sig og hneigðu þegar hans konung- lega hátign, Abdúllah konungur II, gekk hægt yfir rauða dregil- inn í áttina að gylltu hásætinu. Hann nam staðar á leiðinni til að heilsa gestunum. Lilí fannst kon- ungurinn mun líflegri en á opin- berum myndum, þar var hann alltaf í hermannabúningi eða há- tíðarbúningi. Lilí vissi að margar konur í boðinu yrðu klæddar formlegum,; hvítum kjólum og með demants- kórónur. Því hafði hún valið* grænan siffonkjól, baklausan en með bandi í hálsinn og með útsaumuðum liljum. Þegar Ab- dúllah kom að Lilí beygði hún höfuðið og hneigði sig. Hún leit upp og starði í augu hans, nautnalegt augnaráð Abdúllah mætti augnaráði sem ekki var síður áhrifamikið. Hann gleymdi því sem hann hafði ætlað að heilsa með og nam staðar á með- an þau störðu þegjandi hvort á annað. Bæði fundu þau eins og rafstraum á milli sín. í þau þrjú ár, sem liðin voru frá því að fjölskylda Abdúllah fórst, hafði hann lítið sem ekkert komið fram opinberlega. Hann hafði verið yfirkominn af sorg og sektarkennd og gat ekki rætt til- fínningar sínar við nokkurn mann. I margar vikur eftir slysið hafði Abdúllah ekki talað við neinn og enginn hafði þorað að yrða á hann. Stöku sinnum reið hann einn út í eyðimörkina og leitaði huggunar í þöglum sand- inum. Abdúllah vissi í hjarta sér að hann myndi eignast aðra syni en ekkert barn gæti nokkru sinni komið í stað Mústafa, einu mannverunnar sem Abdúllah hafði nokkru sinni elskað. Konungurinn varð sífellt skap- stirðari og þunglyndari og Suli- man reyndi sífellt að fítja upp á einhverju sem gæti dreift huga hans. Hann var áhugalaus, gat ekki unnið og fyrri kraftur og einbeiting, sem hafði einkennt hann, með öllu horfinn. Hann talaði um að fresta hátíðahöld- um í tilefni af tuttugu ára af- mæli stjórnarinnar. Hann fór seint á fætur, hengslaðist allan daginn og horfði á bíómyndir á kvöldin. Þá var það eitt kvöld að hann settist skyndilega upp og starði vökulum augum á kvikmynda- tjaldið. Hann bað sýningarstjór- ann að sýna ákveðið atriði aftur. „Mér fínnst ég þegar þekkja þessa konu,” sagði hann ringlað- ur, „þó ég sé viss um að ég hef aldrei hitt hana og aldrei séð þessa mynd áður. Q — ein- kennilegt!” Hann hallaði sér yfír til Sulimans. „Náðu I hana fyrir mig.” „Ó, herra, þetta er fræg leik- kona í Evrópu. Af hvaða tilefni ætti ég að bjóða henni hingað? Og hve lengi, herra?” „Bjóddu henni ásamt nokkr- um öðrum. Nei, mörgum öðr- um. Æ, ég veit það ekki. Náðu baraí hana.” Suliman greip tækifærið. „Móttökuathöfn, herra? Eins og við ætluðum að halda í tilefni tuttugu ára afmælisins ? ’ ’ „Ó, ætli það ekki. Látum há- tíðahöldin bara standa yfír í nokkra daga en sjáðu til þess að þessi kona komi.” „Skal gert, herra!” Þegar Lilí hneigði sig í græna kjólnum fyrir Abdúllah og dökk augun störðu á hann dró hann andann djúpt og skyndilega fannst honum hann lifna aftur við. Hann brosti óvenju breitt og vingjarnlega til hennar og gekk síðan með eftirsjá að næstu satín- klæddu konu. Gullnir lúðrar gáfu gestunum merki um að ganga inn í borðsal- inn. Abdúllah sat hjá fínustu gestunum, langt frá Lilí. Þegar máltíðinni lauk stóð hann upp, hélt ræðu og bauð alla vel- komna. Síðan tilkynnti hann að öllum gestum hans yrðu færðar gjafír. Hvítklæddir þjónar lögðu litlar, skrautlegar öskjur fyrir framan alla. Allir karlmennirnir fengu skyrtuhnappa úr fornum, róm- verskum gullpeningum og allar konurnar fengu eyrnalokka. Engin tvö pör voru eins og hvert um sig hafði verið sérstaklega teiknað af Andrew Grima, upp- áhaldsgullsmið olfufurstanna. Eyrnalokkarnir sem Lilí fékk voru túrkissteinar á stærð við spörfuglsegg með grófri gullum- gerð sem í voru greyptir demantar og safírar. Ánægjukliður barst um sal- inn. Ræðuhöld með tilheyrandi hamingjuóskum og lofgerðar- rollum stóðu fram yfir miðnætti en þá var gengið aftur inn í há- sætissalinn til þess að dansa. Konungurinn bauð eiginkonu bandaríska sendiherrans fyrst í dansinn. Suliman gekk að Lilí og þau svifu saman af stað undir kristalsljósakrónunum. Þegar dansinum lauk stýrði Suliman Lilí að Abdúllah sem bað um- svifalaust um næsta dans. Hún fann hlýjan lófann á beru bakinu þegar hann þrýsti henni létt upp að hvítum smók- ingjakkanum. Hún fann hvernig brjóst hans hófst og hneig þegar hann dró andann. Hún leit í augun á honum. Þau sögðu hvorugt mikið á meðan þau dönsuðu en fundu bæði taktfastan andardrátt hvort ann- ars. Þegar tónlistin hætti sagði Abdúllah í lágum hljóðum: „Því miður verð ég nú að fara og dansa við hinar dömurnar en mig langar til að tala aftur við þig á eftir. Eigum við að hittast eftir um hálftímaí jasmfngarðin- 48 Vikan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.