Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 39

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 39
A / ^llir samkvæmisgestirnir höföu safnast saman hringinn í kringum Monsieur Bermutier dómara sem var að láta í ljósi skoðanir sínar á hinu dularfulla St. Clud máli, hinum óútskýran- lega glæp, sem hafði raskað ró Parísarbúa í heilan mánuð. Monsieur Bermutier stóð uppi við arininn og ræddi málið. Hann raðaði niður sönnunargögnunum, greindi fræðilega möguleika í sundur en komst ekki að neinni niðurstöðu. Sumar konurnar höfðu staðið upp úr sætum sínum og fært sig nær honum. I þyrpingu í kringum hann störðu þær á skegg- lausar varir hans sem kunngerðu svo áhrifamikil orð. Þær skulfu og titruðu, gagnteknar af þeirri undar- legu, óttablöndnu lotningu, þess- ari áköfu og óseðjandi þrá eftir hryllingi, sem ásækir hug kvenna og kvelur þær eins og hungurverk- ir. Ein þeirra, sú sem fölust var, vogaði sér að rjúfa smáþögn sem orðið hafði: „En hræðilegt! Það er eitthvað yfirnáttúrlegt við þetta. Enginn mun nokkru sinni komast að hinu sannaíþessumáli.” Monsieur Bermutier sneri sér að henni. „Það er rétt ályktað. En orðið yfirnáttúrlegt, sem þér notuðuð, á ekki heima í umræðum um þetta mál. Við stöndum andspænis glæpi sem var fagmannlega upphugsaður og framkvæmdur af kunnáttu. Málið allt er sveipað svo miklum leyndardómum að við getum ekki greint það frá hinum óskiljanlegu kringumstæðum sem umlykja glæpinn. Eigi að síður hef ég einu sinni á dómaraferli mín- um þurft að fylgja eftir dómsmáli, en glæpurinn virtist vera framinn á yfirnáttúrlegan hátt. Að lokum urðum við að hætta rannsókn málsins vegna skorts á sönnunar- gögnum.” Konurnar hrópuðu einum rómi: „0, verið svo vænir að segja okkurfráþví.” Með hátíðlegum virðuleika, sem hæfði rannsóknardómara, hélt Monsieur Bermutier áfram máli sínu: „Þið megið ekki fyrir nokkurn mun halda að ég sjálfur svo mikið sem eitt augnablik hafi rakið neitt í þessu máli til hins yfirnáttúr- lega. Ég trúi einungis á eðlilegar orsakir. Það færi miklu betur á þvi ef við notuðum orðið óútskýr- anlegur í staðinn fyrir yfirnáttúr- legur til að lýsa því sem viö skilj- um ekki. Hvað sem því líður var það sem var svo athyglisvert í þessu máli, sem ég ætla að segja ykkur frá, í sjálfu sér ekki atburð- urinn sjálfur heldur undanfarinn og það sem af hlaust. En nú byrj- um við á sögunni. „Á þessum tíma var ég rann- sóknardómari í Ajaccio sem er lít- ill bær með hvítmáluðum húsum. Bærinn stendur viö fallegan flóa sem umgirtur er háum fjöllum á alla vegu. Aðalviöfangsefni mitt þarna var að rannsaka blóðhefnd- ir og ættarvíg. Sumar þessara blóðhefnda eru mikilfenglegar, villimannslegar, hetjulegar og ótrúlega átakanlegar. Þegar orsakir þeirra eru skoðaðar koma upp allar helstu ástæður hefnda sem hugsast geta. Þarna finnst hatur sem hefur enst í margar aldir: þaö liggur kannski óútkljáð um tíma en slokknar aldrei. Þarna finnast líka andstyggileg vélabrögð, launmorð, sem gefa sláturhúsum ekkert eftir, en sum nálgast það að vera hetjudáðir. í tvö ár hafði ég ekki heyrt talað um annað en verðiö á blóöi, ekkert nema þennan hræðilega korsíska sið sem leggur þá skyldu á herðar manni, sem hefur verið beittur órétti, að koma fram hefndum á þeim sem fyrir ranglætinu stóð. Og ef ekki næst til sökudólgsins þá kemur hefndin fram á börnum hans eða ættingjum. Gamlir menn, börn, fjarskyldir ættingjar,, ég hafði séð þeim slátrað og hugur minn var fullur af sögum um hefndir. Dag einn var mér sagt frá því að Englendingur nokkur hefði gert langtíma-leigusamning um lítið sveitasetur hinum megin flóans. Hann hafði komiö með franskan þjón með sér sem hann hafði kynnst í Marseille. Það leið ekki á löngu þar til almenn forvitni var vakin á þessum sérvitra manni sem bjó einn og yfirgaf aldrei hús sitt nema til að fara á veiðar. Hann talaði ekki við neinn og hann kom aldrei í bæinn, en æfði sig í einn eða tvo tíma á hverjum morgni í skotfimi. Alls konar sögusagnir urðu til um hann. Hann var sagður af göfugum ættum og hefði flúið ættland sitt af pólitískum ástæðum. I kjölfar þessarar sögu fylgdi sú kenning að hann væri í felum vegna þess að hann hefði framið hræðilegan glæp og fylgdu kenningu þessari nákvæm og hörmuleg smáatriði. Sem embættismanni var mér umhugað um að komast að ein- hverju um þennan mann en fyrir- spurnir mínar voru árangurslaus- ar. Hann kallaði sig Sir John Row- ell. Ég varð aö gera mig ánægðan með að fylgjast með ferðum hans en ég komst eiginlega aldrei aö neinu grunsamlegu um hann. Samt sem áður héldu kjafta- sögurnar áfram og þær urðu svo útbreiddar að ég ákvað að reyna að sjá þennan mann með eigin augum. Ég byrjaði þess vegna að fara reglulega á veiöar í nágrenni sveitaseturs hans. Það var ekki fyrr en eftir lang- an tíma að tækifæri mitt kom, en að lokum gafst það vegna akur- hænu sem ég skaut svo að segja beint undir nefi Englendingsins. Veiðihundurinn minn færði mér fuglinn en ég fór með hann strax til Sir John Rowell og bað hann að þiggja fuglinn að gjöf. Ég afsakaði um leið skort minn á góðum mannasiðum. Hann var rauðhærð- ur og rauðskeggjaður maður, mjög hávaxinn og samsvaraöi sér vel. Hann var nokkurs konar geð- góður og vel siðaður Herkúles. Hann var alveg laus við það sem kallaö er breskur þumbaraháttur, en hreimur hans var greinilega handan Ermarsunds. Hann þakkaði mér kærlega fyrir tillits- sama framkomu mína. Og áður en mánuður var liðinn höfðum viö talast við fimm eða sex sinnum. Kvöld eitt, þegar ég átti leið fram- hjá hliðinu hjá honum, sá ég hann tilsýndar reykjandi pípu sína. Ég heilsaöi honum og hann bauð mér inn til að drekka með sér bjórglas. Ég þáði boð hans fúslega. Hann tók á móti mér af hinni nákvæmu ensku gestrisni og þó að hann talaði mjög bjagaða frönsku þá hrósaði hann Frakklandi og Korsíku í hástert og lýsti yfir hlý- hug sínum gagnvart þessum löndum. Undir því yfirskini að hann hefði vakiö áhuga minn fór ég að spyrja hann, mjög var- færnislega, um líf hans og framtíðaráætlanir. Hann svaraði af fullkominni hreinskilni og sagði mér aö hann hefði ferðast mikið um Afríku, Indland og Ameríku. „Já, ég hef lent í ýmsum ævin- týrum,” sagði hann hlæjandi. Ég sneri umræðunum að veiðum og hann sagði mér margar skrítnar veiðisögur af sjálfum sér og hvernig hann hefði skotið flóð- hesta, tígrisdýr, fíla og jafnvel górillur. „Þetta eru allt ægilegar skepn- ur,”sagði ég. „Eiginlega ekki,” svaraði hann brosandi. „Maðurinn er versta skepnan.” Hann hló hjartanlega, eins og stór og vingjarnlegur Englend- ingur. „Ég hef líka oft elt uppi glæpa- menn,” bætti hann við. Svo byrjaði hann að tala um byssur og bauð mér að líta á hinar ýmsu gerðir. Stofa hans var tjölduð með svörtu silki, ísaumuðu með gylltum blómum sem glóðu eins og eldur á dökkum grunnin- um. Hann sagði að tjöldin væru japönsk. Á miðju stærsta þilsins var undarlegur hlutur sem vakti at- hygli mína; hann var mjög áber- andi með rautt flauel að bak- grunni. Ég stóð upp til að skoða hlutinn nánar. Þetta var hönd — mannshönd — ekki hrein, hvít bein, heldur svört, þurrkuð hönd með gulnaðar neglur og vöðvarnir voru sjáanlegir og gamlar blóð- trefjar. Svart blóð myndaði eins konar skorpu utan um beinin, sem höfðu verið höggvin eins og með öxi um miðjan framhandlegginn. Utan um úlnliðinn á þessum óhreina hlut var hnoönegld, öflug keðja sem var fest í vegginn með hring sem var nógu rammgerður til að halda fíl. „Hvað er þetta? ” spurði ég. „Þetta er versti óvinur minn,” svaraði Englendingurinn rólega. „Hann var Ameríkani. Höndin á honum var höggvin af með bjúg- sverði. Þar á eftir var hún flegin með beittum tinnusteini og þurrkuð í sólinni í heila viku. Þetta var vel unnið verk.” Ég snerti þessar jarðnesku leifar. Maðurinn hlýtur að hafa verið tröllvaxinn. Fingumir voru óeðlilega langir og voru festir með Guy de Maupassant (1850 — 1893) 38 Vikan 47. tbl. risastórum bandvefsstrengjum, en á þeim héngu ennþá skinn- pjötlur. Þetta var hræðileg sjón — þessi hönd sem skinnið hafði verið flegið af. Það var óhugsandi að þetta gæti verið annað en villi- mannsleg hefndaraðgerð. „Hann hlýtur að hafa verið sterkbyggður náungi,” sagöi ég. „Það er rétt,” svaraði Englendingurinn þýðri röddu. „Hann var sterkur, en ég var sterkari. Það var ég, sem setti keöjuna á hönd hans til að koma í veg fyrir að hún flýði.” Og vegna þess að ég hélt að hann væri að gera að gamni sínu, svaraði ég: „Það er varla þörf á keðjunni núna. Höndin getur ekki hlaupist á brott.” Sir John svaraði, alvarlegur í bragði: „Þessi hönd er alltaf að reyna að komast í burtu. Keðjan er nauösynleg.” Ég sendi honum spurult augna- ráð og velti fyrir mér hvort hann væri genginn af vitinu eða hvort þetta væri hótfyndni. En hann var jafnrólegur og góðviljaður á svip- inn og áður. Ég breytti um umræðuefni og byrjaði að dást að byssunum hans. Ég tók samt eftir því að þrjár hlaðnar skamm- byssur lágu á glámbekk í stofunni. Það leit út fyrir að þessi maður liföi í stöðugum ótta um að veröa fyrir árás. Ég heimsótti hann mörgum sinnum en svo hætti ég. Fólk var farið að venjast nærveru hans og hafði ekki lengur áhuga á honum. Heilt ár leið. Morgun einn seint í nóvember var ég vakinn af þjóni mínum sem sagði mér þær fréttir að Sir John Rowell hefði verið myrtur þá um nóttina. Hálfri klukkustund síöar var ég kominn á sveitasetur Englendingsins. Með mér voru lögreglustjórinn og yfirmaður herlögreglunnar. Þjónn Sir Johns var grátandi í dyrunum. Hann var örvinglaður og frávita af harmi. I fyrstu grunaði ég hann. En hann var þó saklaus. En morðinginn fannst aldrei. Þegar ég kom inn í stofuna rak ég augun fyrst í líkið af Sir John þar sem það lá á bakinu á miðju gólfinu. Vestið hans var rifið og önnur ermin af jakka hans hafði verið rifin alveg af. Þaö leit út fyrir að hræðileg átök hefðu átt sér stað. Dánarorsökin var kyrking. Andlit Sir Johns var svart, bólgið og hræöilegt. Andlitsdrættirnir báru vott um ofsafenginn ótta. Milli tannanna var einhver hlutur. Á hálsi hans, sem var þakinn blóði, voru fimm holur sem gætu hafa verið gerðar með járnfingr- um. Læknir kom. Eftir skoðun á fingraförunum á hörundinu, sem tók langan tíma, stamaði læknir- inn þessi undarlegu orð: „Það er eins og hann hafi verið kyrktur af beinagrind.” Hrollur fór um mig og ég gaut augunum á vegginn þar sem ég var vanur að sjá hina hræðilegu, skinnlausu hönd. En höndin var þar ekki lengur. Keðjan hafði verið slitin og hékk laus. Ég beygði mig yfir líkið og milli samanbitinna tanna hans fann ég einn fingurinn af hinni horfnu hönd. Fingurinn hafði verið skor- inn eða öllu heldur bitinn af. Rann- sókn var framkvæmd en án nokk- urs árangurs. Engar dyr né gluggar höfðu verið þvingaðir; engir skápar né skúffur brotnar upp. Varðhundarnir höfðu ekki orðið fyrir ónæöi. Kjarnann úr vitnisburði þjónsins er hægt að gefa í stuttu máli. I mánuð eða svo hafði húsbóndi hans virst hugsi. Hann haföi fengið mörg bréf sem hann brenndi án tafar. Hann hrifs- aði oft svipu og í reiðikasti, sem líktist helst brjálæðiskasti, réðst hann á hina skrælnuðu hönd og lamdi hamslaus, að því er virtist. Höndin á veggnum hafði horfið á dularfullan hátt nákvæmlega á sömu stundu og morðið var fram- ið. „Sir John,” sagði þjónninn, „fór seint í háttinn og læsti sig inni í svefnherbergi sínu. Hann hafði alltaf byssur tiltækar.” Oft á nótt- unni hafði hann heyrst tala með háværri röddu, eins og hann væri að rífast viö einhvern. Hina umtöl- uðu nótt hafði samt ekkert heyrst til hans og þaö var ekki fyrr en þjónninn kom næsta morgun til að opna gluggana aö hann uppgötv- aði morðið. Vitnið hafði engan grunaðan. Ég sagði dómurunum og lög- reglustjóranum allt það sem ég vissi um hinn látna og fyrir- spurnum var haldið uppi um alla eyjuna af ýtrustu nákvæmni. En aldrei kom neitt fram sem varpað gæti ljósi á atburðinn. Nótt eina, þremur mánuðum eftir moröið, fékk ég hræðilega martröð. Mér fannst ég sjá þessa margumtöluðu og óhugnanlegu hönd, hlaupandi eins og sporð- dreka með kónguló yfir glugga- tjöldin og veggina í svefnherbergi mínu. Þrisvar sinnum vaknaði ég og þrisvar sofnaði ég aftur og þrisvar sinnum sá ég þessar viðbjóðslegu mennsku leifar á harðastökki um herbergið mitt, hlaupandi á fingrum sem líktust mest fótum á einhverju skordýri. Næsta dag var komið með höndina sjálfa til mín. Hún hafði fundist á leiði Sir Johns í kirkjugarðinum. Hann haföi verið grafinn þar vegna þess aö engir ættingjar hans fundust nokkurs staðar. Vísifingur handarinnar var horf- inn. Frúr mínar, þetta er saga mín! Þetta er allt og sumt sem ég veitumþetta mál.” Konurnar voru felmtri slegnar, fölar og titrandi. Ein þeirra mótmælti: „En leyndardómurinn er ekki afhjúpaður. Það er engin skýring. Okkur mun aldrei koma dúr á auga ef þú segir okkur ekki þitt eigið álitámálinu.” Dómarinn brosti hörkulega. „Kæru frúr. Ég er hræddur um að ég muni taka frá ykkur mar- traðir ykkar. Mín skoðun er ein- faldlega sú að hinn rétti eigandi handarinnar hafi alls ekki verið dauður og að hann hafi komið til að leita að hinum afhöggna líkamshluta sínum. En ef þið ætl- ist til aö ég segi ykkur hvemig honum tókst það þá er til of mikils mælst. Þetta var eins konar blóð- hefnd.” önnur kona mótmælti: „Nei, það getur ekki verið rétta skýringin.” Sögumaður, sem var ennþá brosandi, samsinnti henni: „Ég sagði yður að þér yröuð ekki ánægðar með svar mitt. ” 47. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.