Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 47
ull á hana í hlutverki sínu sem yfírstéttar-útkastarinn. í baksýnisspeglinum sá Lilí höllina fallegu fjarlægjast í rökkrinu þegar Jagúarinn þaut niður heimreiðina. Um leið og bíllinn var kominn út fyrir hliðið ók Lilí út í vegarbrúnina og fór að hágráta. En þar með var málinu ekki lokið. I næsta tölublaði af tíma- ritinu Paris Match voru engar myndir úr fína boðinu hennar Maxín. í staðinn var myndasería undir yfirskriftinni ,,I de Chaz- alle-höllinni eignast menn nýja vini”. Þetta voru fallegar ljós- myndir af ungu pari sem lá í skógarrjóðri. Það fór ekki á milli mála að þarna lá Lilí í grasinu og það var Alexander sem beygði sig yfir hana. Þarna var nærmynd af munninum á Alexander og höndunum á honum á brjóstum hennar. Þetta var snyrtilega gert miðað við það sem gengur og gerist í svona blöðum. Það sást ekki í neinar geirvörtur, engin kynfæri, engan nafla — en það var greini- legt hvað fór fram. Ljósmyndarinn, sem Maxín hafði boðið, hafði legið í leyni og tekist að ná dúndurmyndum. Þegar Maxín sá þær settist hún upp í rúminu og grét af auðmýk- ingu. Það gerði Lilí einnig. Sömuleiðis Alexander. Hann hafði verið hræðilega niðurlægð- ur. Lilí hafði farið án þess að segja orð og foreldrar hans höfðu refsað honum harkalega. Samt fann hann þögla undrun og að- dáun föður síns og bræðra og óskipta virðingu hvers einasta stráks í bekknum. En hann hefði heldur kosið Lilí. — 55 — Veturinn 1975 var óvenju kaldur í París og rauði Jagúarinn rann nokkuð til þegar Lill ók honum heldur hratt eftir stein- lögðum strætunum. ,,Farðu hægar,” stakk Zimm- er upp á um leið og þau runnu í áttina að grænmáluðu almenn- ingssalerni. Lilí rétti bílinn af og hélt síðan áfram, eins hratt og áður. Zimmer sagði: ,,Ég veit ekki hvað er að þér, Lilí, en eitt- hvað er það. Hvað er að? Við höfum unnið saman að næstum því tólf kvikmyndum og á síðasta ári lékstu tvö frábær hlutverk. Þú ert ekki nema tuttugu og fimm ára og búin að fá öll leikverðlaun sem veitt eru í Evrópu. Hvað gengur að þér? ’ ’ Lilí þagði. Eftir að Stiarkoz dó fannst henni hún ekki eiga sam- leið með þeim ríku. Hún drekkti sorgum sínum á þann eina hátt sem aldrei hafði brugðist henni, það er í vinnu. Hún tók að vinna af ástríðu og ögun eins og líf hennar væri undir því komið. Það var það líka. Hún treysti Zimmer fullkomlega, hún virtist hafa það á tilfinningunni hvað hann vildi fá fram hjá henni og sýndi alltaf frábæran leik undir hans stjórn. Þar til nú. , ,í fyrsta skiptið síðan ég fór að vinna með þér, Lilí, ofleikur þú. Hvaðerað? ’ ’ Atvikið á de Chazalle-setrinu hafði orðið til þess að Lilí dró sig enn frekar inn í skelina sem hún hafði búið um sig í þegar Stiarkoz dó. Nú var orðstír hennar sem skapgerðarleikkonu í hættu vegna þess að myndirnar í blað- inu minntu menn á hvernig Lilí hafði orðið fræg. Hún steig fast á bensíngjöfína og hreytti út úr sér: ,,Hvaða tilgangi þjónar að leggja sig fram þegar allt sem ég geri er afbakað svo það passi við þessa sóðamynd sem þeir eru búnir að draga upp af mér svo þeim líði sjálfum betur! Þú veist hvað ég legg hart að mér, Zimm- er.” Zimmer kinkaði kolli. Hann vissi hvað æfíngaprógrammið, sem hún bjó sér til sjálf, var erf- itt. Þegar hún var ekki við upp- tökur var hún í líkamsrækt, danstímum, leiklistar- og radd- beitingartímum, fór snemma að sofa og vandaði fæðuvalið mjög. Lilí hugsaði ekki svo mikið um Jo því missirinn var henni enn of sársaukafullur. Þess í stað hugs- aði hún æ oftar, rétt áður en hún sofnaði, um hina raunverulega móður sína eins og barn. Þessi þokukennda vera var fyrir Lilí sí- fellt líkari eins konar ósýnilegum verndarengli. Lilí þráði hlýjuna sem frá þessu stafaði og fór aftur að láta sig dreyma dagdrauma, velta fyrir sér hver móðir hennar væri, hvort hún væri enn á lífi. Rauði Jagúarinn skransaði hressilega þegar Lilí minntist sunnudagsins þegar Serge hafði hringt í hana. Hann talaði í sama frekjutóninum eins og hann hefði síðast hitt hana daginn áður. „Elsku Lilí mín! Það er eins og að reyna að ná í helvítis forsetann að reyna að fá sam- band við þig. Ég hef saknað þín, stelpurófan þín, og mér datt í hug hvort þú vildir ekki borða með mér í kvöld, svona upp á gamlan kunningsskap. . .?” Lilí lagði tólið varlega á síma- borðið, gekk burtu og leyfði Serge að tala við sjálfan sig. Þeg- ar hún hugsaði um þetta leið henni svo illa að hún bremsaði of seint og ók nærri því aftan á bíl. „Segðu mér hvað er að, Lilí,” bað Zimmer aftur. ,,Áður en þú drepur okkur bæði.” Hún sagði ekki neitt og því hugsaði hann með sér að það væri best að hann segði henni það. ,,Þegar leikari leikur hlutverk sem snertir hann mjög getur hann oft ekki metið það á hlutlægan hátt. Því verður hann örvæntingarfullur og reiður vegna þess að honum fínnst hann ekki ná neinu valdi á hlutverkinu. Það sem leikarinn á erfítt með að skilja er að hann þarf ekki að gera neitt.” Jagúar- inn fór hættulega nálægt stórum flutningabíl sem flautaði. Zimmer hélt' varlega áfram: ,,Þú veist hvernig það er að vera auð- mýkt, Lilí. Þú veist hvað það er að fínnast sem þú sért einskis virði, þú skilur nákvæmlega hvernig Sadie líður og þess vegna áttu bara að túlka þetta hlutverk — eins og þú ert sjálf. ,,Þegiðu, Zimmer!” Lilí fun- aði upp og litli, rauði bíllinn rann aftur til, skransaði 180 gráður og rann á hlið á ljósa- staur. Lilí og Zimmer köstuðust fram en bílbeltin héldu þeim föstum í sætunum. Hægra fram- brettið var eins og beygluð nið- ursuðudós. ,,Sérðu nú hvað þú lést mig gera!” æpti Lilí. ,,Ef þú ætlar að fara að segja mér hvernig ég leik ættir þú að velja hentugri tíma tilþess!” Smáhópur fólks hafði safnast saman í kringum bílinn. Lilí lét sem hún sæi það ekki og sagði reiðilega: „Auðvitað skil ég Sadie. Hún er ósköp góð og kát mella sem hefur gaman af að skemmta sér vegna þess að þá gleymir hún að raunveruleikinn hjá henni er ósköp ömurlegur og hún hefur ekki nægilegt ímynd- unarafl til að sjá að málin gætu verið öðruvísi. En þessi skinheil- agi trúboði hamrar á því hvað hún sé ómerkileg þar til hún fer að trúa því sjálf. Síðan lofar hann henni frelsun og Sadie fer að öðl- ast nýja von. Þá nauðgar karl- djöfullinn henni og það. . . eyðileggur vonina, eyðileggur sálinaí henni.” Lögreglumaður í blárri skikkju kom askvaðandi að bílnum en Lilí virtist samt ekki taka eftir neinu. „Þannig fer ekki fyrir mér, Zimmer. Ég er ekki Sadie og enginn maður gerir mér þetta! Ég er leikkona og ímynd- unaraflið er sálin í mér — það gerir mig að leikkonu. Ég varð að þroska það til að geta lifað af þessi hræðilegu ár. Það er það eina sem ég á. Þess vegna get ég sett mig svo auðveldlega 1 ann- arraspor.” Lögreglumaðurinn var nærri kominn að bílnum. ,,Ó, ég veit að ég er róleg og afkastamikil þegar við erum við upptökur. Það er vegna þess að ég veit ná- kvæmlega hvað þarf að gera og hvernig á að gera það. En þegar þvl sleppir verð ég að vera ég sjálf og ég kann það ekki, kann ekki hlutverkið, skil ekki söguþráðinn og veit ekki hverjum ég get treyst.” Zimmer kinkaði kolli. ,,Við upptökurnar er ég stjarna, þar fyrir utan fínnst mér allir hnussa fyrirlitlega við mér. . . og ég verð hræðilega einmana.” Hún faldi andlidð í höndunum og fór að gráta. Zimmer opnaði bíldyrnar fyrir lögregluþjóninum. ,,Mætti ég eiga við yðurorð?” Um leið og nafn Lilíar heyrðist nefnt lifnaði yfír lögregluþjóninum og sam- stundis var eins og hópurinn stækkaði um helming. Innan ör- fárra mínútna höfðu vegfarendur lyft bílnum frá ljósastaurnum og Lilí sem brosti núna eins og eng- ill, hafði hripað eiginhandarárit- un handa öllum. Það var farið að snjóa þegar hún ók hægt í burtu, eftir að hafa gefíð lögreglumann- inum aðra eiginhandaráritun handa móður hans. , ,Það var svei mér heppilegt að lögregluþjónninn þekkti þig því 47- tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.